Stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhalds­skólastigi á Suðurnesjum

Umsögn í þingmáli 127 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 19.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Þekkingarsetur Suðurnesja Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Þ E K K I Í I G A R S E T U R S U Ð U R R E S 3 R S u d u r n e s S c i e n c e a n d L e a r n i n j C e n t e r Suðurnesjabær, 4. desember 2019 Alþingi, nefndasvið Austurstræti 8 -10 150 Reykjavík Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótun náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Lagt fram á 150. löggjafarþing 2019-2020. Þingskjal 127 — 127. mál. Þekkingarsetur Suðurnesja og Rannsóknasetur Háskóla Islands á Suðurnesjum (áður Háskólasetur Suðurnesja) fagna fram kominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum, og að skipaður verði starfshópur um málið. Þróun náms og kennslu hefur vaxið og dafnað á svæðinu á síðustu árum en til þess að svo megi áfram verða, og þá í takt við fjölgun íbúa og þróun atvinnulífs á svæðinu, þarf fyrst og fremst að tryggja fjármögnun menntastofnana á svæðinu til frambúðar. Þekkingarsetrið og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum styðja tillöguna og telja mikilvœgt að hún verði samþykkt af Alþingi. Virðingarfyllst, Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum Þekkingarsetur Suðurnesja • Sudurnes Science and Learning Center Garðvegi 1 • 245 Sandgerði • Tel. +354 423-7555 • www.thekkingarsetur.is http://www.thekkingarsetur.is