Stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhalds­skólastigi á Suðurnesjum

Umsögn í þingmáli 127 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 19.09.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Grindavíkurbær Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 04.12.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi Nefndasvið b.t. velferðamefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Sent rafrænt á nefndasvið@althingi.is Reykjavík, 4. desember 2019 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs). Þingskjal 529 - 393. mál. Félagsráðgjafafélag Íslands þakkar tækifærið til að gefa umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs). Fagnar Félagsráðgjafafélag Íslands framlögðu frumvarpi en lenging fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tó lf er löngu tímabær í því skyni að tryggja börnum umönnun foreldra á þessu viðkvæma tímabili í lífi þeirra. Þá er þetta mikilvægt skref í þá átt að auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Lenging fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tó lf styður við heilbrigð tilfinningatengsl foreldra og barna og leggur þannig grunn að velferð barnsins í bráð og lengd. Í ljósi mikilvægi tilfinningatengsla foreldra og barna fyrir þroska og sálfélagslega heilsu barna telur félagið brýnt við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof að lögin endurspegli rétt barns til umönnunar foreldra á þessu viðkvæma tímabili ekki síður en rétt foreldra á vinnumarkaði. Félagsráðgjafafélag Íslands vekur athygli á mikilvægi þess að auka félags- og fjölskylduráðgjöf við foreldra á meðgöngu og á fyrstu ævimánuðum barns til tryggja enn frekar að öll börn eigi þess kost að njóta umönnunar beggja foreldra. Rík hefð er fyrir áherslu á rétt barna til umönnunar beggja foreldra en um hana er einnig kveðið í barnalögum og þingsályktun um fjölskyldustefnu. Til dæmis er mikilvægt að efla foreldrasamstarf og samband foreldra sem ekki deila lögheimili svo tryggt sé að barnið njóti umönnunar beggja foreldra á fyrstu æviárum. Einnig þarf að tryggja góða fræðslu til allra foreldra, en ekki síst foreldra sem ekki deila lögheimili, um réttindi þeirra og skyldur við barn sitt. Slík þjónusta er nauðsynleg í ljósi mikilvægis tengslamyndunar foreldra og barna fyrir líkamlega- og sálfélagslega heilsu barna og því þarf að tryggja foreldrum aðgang að ráðgjöf og stuðningi á meðgöngu og eftir fæðingu barns til að auðvelda þeim að standa saman að umönnun barns. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem styðja við börn og foreldra frá meðgöngu og fyrstu árin en rannsóknir hafa sýnt að fyrsti 1001 dagurinn í æviskeiði barna leggur grunnin að velferð einstaklinga ævina á enda. Félagsráðgjafar vinna með fólki á viðkvæmum tímabilum lífsins og eru sérfræðingar í því að meta félagslega stöðu með heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til þess að tengja saman þjónustukerfi. Félagsráðgjafafélag Íslands er tilbúið að fylgja athugasemdum sínum eftir sé þess óskað. Með vinsemd og virðingu, f.h. stjórnar Félagsráðgjafafélags Íslands Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélag Islands Borgartún 6, 105 Reykjavík - Sími: 595 5151 - felagsradgjof@felagsradgjof.is - www.felagsradgjof.is - Kt. 430775-0229 mailto:nefndasvi%c3%83%c2%b0@althingi.is mailto:felagsradgjof@felagsradgjof.is http://www.felagsradgjof.is