Stjórn fiskveiða

Umsögn í þingmáli 118 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 17.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 6 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Strandveiði­félagið Krókur - félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 10.02.2020 Gerð: Umsögn
Strandveiðifélagið Krókur - er aðildarfélag að LANDSSAM BAND ^ smábátaeigenda Patreksfjörður 10.2.2020 Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur - félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu Umsögn um: Þingskjal 118 — 118. mál. 150. löggjafarþing 2019-2020. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (tilhögun strandveiða). Strandveiðifélagið Krókur fagnar frumvarpi um afnám dagatakmörkunar í strandveiðikerfinu og leggur til að gengið verði lengra í frumvarpi þessu svo strandveiðikerfið nái að veiða þær aflaheimildir sem til þess er lagt. Viljum við leggja til eftirfarandi breytingu á: 5. tölul. 6. mgr. 6. gr. a - : Á hverju fiskiskipi er aðeins heimilt að draga 700 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð. Aftan við: Heimilt er hverju skipi að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. - komi: að hámarki 4 róðra í viku. Greinargerð: 48 daga fyrirkomulagið hefur reynst vel eins og kemur fram í greinargerð Ingu Sæland með frumvarpi þessu og teljum við að rými sé fyrir ráðherra til að færa óveiddar heimildir síðasta árs til þessa árs eins og tíðkast í öðrum úthlutunum s.s. byggðakvóta. Með því að auka hámarskafla pr. dag úr 650 þorskígildum í 700, mundi heildarafli að hámarki aukast um 7,7% og um leið hagkvæmni aukast við strandveiðar ásamt því að stuðla að minni eldsneytisnotkun pr. kg. Með hámarksnýtingu slíkrar aukningar (er þó ekki raunhæft að reikna með að allir nái að jafnaði að fullnýta slíka aukningu) hefði heildarafli 2019 getað verið 10.450 tonn í stað 9.700 (munur uppá 750 tonn). Sú aflaaukning sem kæmi til vegna afnáms dagatakmarkana eins og kveðið er um í frumvarpinu yrði ekki jafn mikil og halda mætti, heldur yrði það aðallega betri afurð sem menn myndu sækja þegar velja er hægt um fleiri góðviðrisdaga þó vissulega yrði aukning á heildarafla þar sem fleiri geta náð sínum 12 dögum. Það er mat okkar að áður óveiddar heimildir ásamt möguleika ráðherra að finna ónýttar heimildir í 5,3% pottinum áður en strandveiðivertíð lýkur, mundu nægja til að tryggt sé að ekki komi til stöðvunar áður en 48 daga fyrirkomulaginu er náð. F.h. strandveiðifélagsins Króks Einar Helgason, formaður Strandveiðifélagið Krókur - félag smábátaeigenda i Barðastrandarsýslu | Formaður: Einar Helgason hinneinarinn@hotmail.com mailto:hinneinarinn@hotmail.com