Útlendingar

Umsögn í þingmáli 115 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 17.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 20 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
mm S tú d e n ta rá ð H á s k ó la I s la n d s 9. október 2019 Efni: Umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016, með síðari breytingum (aldursgreining með heildstæðu mati). Þingskjal 115 — 115. mál. 150. löggjafarþing 2019-2020 Stúdentaráð Háskóla Íslands þakkar allsherjar- og menntanefnd Alþingis fyrir beiðni um umsögn ráðsins um frumvarp þetta. Stúdentaráð Háskóla Íslands gaf út yfirlýsingu þann 27. september 2018 vegna aðkomu Háskóla Íslands að aldursgreiningum á fylgdarlausum hælisleitendum hérlendis, sjá fylgiskjal. Í stuttu máli kemur þar fram að aldursgreiningar á fylgdarlausum hælisleitendum, sem ekki gátu sýnt fram á skilríki sem Útlendingastofnun taldi fullnægjandi, höfðu farið fram innan veggja Háskóla Íslands. Stúdentaráð lýsti yfir andstöðu sinni við að Háskóli Íslands kæmi að þessum rannsóknum. Ástæður þess voru helst að háskólinn eigi fyrst og fremst að vera menntastofnun og það sé hvorki í samræmi við stefnu skólans né til fyrirmyndar fyrir störf HÍ og stöðu hans í samfélaginu, að taka sér hlutverk með þessum hætti í ferli fylgdarlausra ungmenna sem koma hingað í leit að hæli. Auk þess vísaði Stúdentaráð til ónákvæmni niðurstaðna rannsóknanna, deilna um siðferðislegt réttmæti þeirra og að brotið væri á vísindasiðareglum skólans með framkvæmd þeirra. Stúdentaráð vísaði einnig til laga um háskóla og þeirrar þjónustu sem þeim ber að veita samfélaginu og sjálfstæði háskóla sem lögunum er ætlað að tryggja svo að stjórnvöld hlutist ekki til um rannsóknir eða fræðilegt starf innan skólanna. Þessi umsögn Stúdentaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016, með síðari breytingum (aldursgreining með heildstæðu mati) er unnin út frá áðurnefndri yfirlýsingu ráðsins frá 2018. Þá er einnig stuðst við álit fulltrúa stúdenta í Háskólaráði, Benedikt Traustasonar, frá 1. mars 2019. I. Rannsóknirnar hingað til og alþjóðleg viðmið Stúdentaráð fagnar áherslum frumvarpsins á tilmæli frá Evrópuráðinu, Evrópuráðsþinginu og ráðherranefnd Evrópuráðsins um að vafa um aldur skuli meta umsækjendum um hæli í hag og að beita skuli heildstæðu mati til að komast að aldri þeirra en ekki tanngreiningum. Við þetta vill Stúdentaráð bæta að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjónanna hefur talað gegn notkun líkamsrannsókna t.d. á tönnum, sambærilegum þeim sem stundaðar eru á Íslandi og HÍ https://www.althingi.is/lagas/149b/2016080.html https://www.hi.is/sites/default/files/petura/seralit_01.03.18_0.pdf framkvæmir. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að fylgjast með hvernig Barnasáttmálanum er framfylgt í hverju aðaldarríki fyrir sig og koma með tillögur til úrbóta: „States should refrain from using medical methods based on, inter alia, bone and dental exam analysis, which may be inaccurate, with wide margins of error, and can also be traumatic and lead to unnecessary legal processes.^1 Líkt og fram kemur í leiðbeiningum EASO, Stofnun Evrópusambandsins um aðstoð við hælisleitendur, um aldurgreiningar eru röntgenmyndatökur ekki metnar heppilegasta leið til líkamsskoðunar í öllum tilfellum og er sú aðferð sett skör neðar en notkun segulómmynda (MRI) og ætti að taka mið af því við nýja framkvæmd aldursgreininga. Þá bendir Stúdentaráð á að við þessar breytingar og endurskoðun er eðlilegt að tryggja að best interest assessment (BIA) verði framkvæmt áður en ákveðið er að fara í aldursgreiningar með líkamsrannsóknum.2 Ekki er ljóst hvort 1. gr. a. í frumvarpinu þar sem fram kemur “aldursgreiningu með heildstæðu mati” feli í sér BIA. II. Upplýst samþykki Í greinargerð frumvarpsins segir að líkamsrannsókn skal eingöngu framkvæma ef fyrir liggur upplýst samþykki barns og/eða þess sem gætir hagsmuna barnsins. Stúdentaráð dregur í efa þá staðhæfingu að upplýst samþykki barns, eins og vísað er til þess í frumvarpinu, geti legið fyrir í þessum aðstæðum. Í upplýstu samþykki felst almennt að viðkomandi eigi rétt til að neita eða hætta þátttöku á hvaða stigi rannsóknarinnar sem er og á þátttakan að vera óþvinguð. Benda má á að skv. vísindasiðareglum HÍ á viðkomandi að geta hætt við að undirgangast rannsókn án neikvæðra afleiðinga fyrir hann. Þá hefur fulltrúi stúdenta í Háskólaráði átt samtöl við Umboðsmann barna og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þar sem fram hefur komið að ómögulegt sé að fá upplýst, óþvingað samþykki frá fylgdarlausu barni á flótta. Auk þess megi ætla að samþykki sem einstaklingur veitir, í þvingaðri stöðu sem þessari þar sem hinn kosturinn er að vera vísað úr landi, muni aldrei vera upplýst. III. Hver framkvæmir líkamsrannsóknir Samkvæmt greinargerð frumvarpsins skal líkamsrannsókn vera framkvæmd af sérfræðingum í tannlækningum, eða eftir atvikum læknum, sem eru tilnefndir a f stjórnvöldum og skal líkamsrannsókn að auki ávallt fara fram í viðurvist sérfræðings á sviði sálfræði barna og unglinga eða í félagsráðgjöf. Líkt og áður segir hafa líkamsrannsóknir, sem hafa verið framkvæmdar með rannsóknum á tönnum hælisleitenda með röntgenmyndgreiningu, farið fram innan Háskóla Íslands hingað til. Stúdentaráð leggst gegn því að þeirri framkvæmd verði haldið til streitu. Stúdentaráð telur að Háskóli Íslands sé fyrst og fremst menntastofnun sem sinnir kennslu og rannsóknum á því sviði til varðveislu þekkingar og sköpunar fyrir samfélagið. Háskóli Íslands hefur lýst yfir áhuga á að styðja betur við fjölskyldur innflytjenda og gera menntun fyrir þann hóp aðgengilegri. Sú afstaða rímar vel við skilgreint hlutverk hans en aðkoma Háskólans að tanngreiningum sem 1 Joint general comment No. 4 (2017) of the Committee on the Protection of the Rights of All Migrant Workers and Members of Their Families and No. 23 (2017) of the Committee on the Rights of the Child on State obligations regarding the human rights of children in the context of international migration in countries of origin, transit, destination and return 2 EASO practical guide on age assessment. 2. útgáfa http://docstore.ohchr.org/SelfServices/FilesHandler.ashx?enc=6QkG1d%2FPPRiCAqhKb7yhsrMuIHhdD50s6dX7ewCBgoc3aRFSDe0ukyIgphiFFs8N%2Fk1uf0mPUJgdK2vXMEFXwBUJydRTZ4IlLcOtT9GDUqemWeCc2%2Bl%2F6gJkKBzFDWgi http://docstore.ohchr.org/SelfServices/FilesHandler.ashx?enc=6QkG1d%2FPPRiCAqhKb7yhsrMuIHhdD50s6dX7ewCBgoc3aRFSDe0ukyIgphiFFs8N%2Fk1uf0mPUJgdK2vXMEFXwBUJydRTZ4IlLcOtT9GDUqemWeCc2%2Bl%2F6gJkKBzFDWgi http://docstore.ohchr.org/SelfServices/FilesHandler.ashx?enc=6QkG1d%2FPPRiCAqhKb7yhsrMuIHhdD50s6dX7ewCBgoc3aRFSDe0ukyIgphiFFs8N%2Fk1uf0mPUJgdK2vXMEFXwBUJydRTZ4IlLcOtT9GDUqemWeCc2%2Bl%2F6gJkKBzFDWgi http://docstore.ohchr.org/SelfServices/FilesHandler.ashx?enc=6QkG1d%2FPPRiCAqhKb7yhsrMuIHhdD50s6dX7ewCBgoc3aRFSDe0ukyIgphiFFs8N%2Fk1uf0mPUJgdK2vXMEFXwBUJydRTZ4IlLcOtT9GDUqemWeCc2%2Bl%2F6gJkKBzFDWgi https://www.easo.europa.eu/sites/default/files/easo-practical-guide-on-age-assesment-v3-2018.pdf getur haft neikvæð áhrif á þá sem undirgangast þær, skýtur skökku við í því samhengi. Háskólinn hefur á undanförnum árum öðlast mikla alþjóðlega athygli, alþjóðlegir nemendur koma í auknum mæli til Íslands til að stunda nám við skólann og þar á meðal eru innflytjendur. Þessir einstaklingar, sem verið er að aldursgreina, geta orðið framtíðarstúdentar við skólann og er Stúdentaráði umhugað um að skólinn sé aðgengilegur og opinn öllum. Nú þegar hefur fengist staðfest dæmi þess að barn fór í aldursgreiningu út frá tannþroska við Háskóla Íslands og lýsti því yfir að það muni aldrei stíga fæti inn í skólann né heldur sækja menntun við hann. Er þetta dæmi um ástæðu þess að skólinn ætti alfarið að halda sér utan við þetta ferli, enda ættu allir að geta litið til skólans sem fyrirmyndarstofnun sem fagni fjölmenningu og fjölbreytileika í íslensku samfélagi. Háskóli Íslands er burðarás í íslensku menntakerfi bæði þegar kemur að rannsóknum og kennslu og ber af þeim sökum ríka ábyrgð gagnvart samfélaginu. Sú ábyrgð kann að birtast með ýmsum hætti en Stúdentaráð telur hana ekki felast í því að beita fylgdarlausa hælisleitendur, einhvern viðkvæmasta hóp samfélagsins, líkamsrannsóknum sem hafa áhrif á umsóknarferli þeirra um hæli hérlendis. Töluverður hluti starfsfólks skólans taldi sig knúið til að skrifa undir undirskriftalista, sjá hér, hér og hér, sem starfsmenn og nýdoktorar settu af stað. Þar er lýst yfir andstöðu við að skólinn framkvæmi aldursmat út frá tannþroska á fylgdarlausum börnum á flótta. Með þ v í sé skólinn að taka að sér verkefni sem hvorki fellur undir hlutverk hans og markmið né samrýmist stefnu hans. Þá séu rannsakendur sem starfa innan skólans að vinna við rannsóknir sem miða að því að skýra og aðstoða þennan hóp samfélagsins og því sé ekki ábyrgt fyrir skólann að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda með þessum hætti. Niðurstöður rannsóknanna geta, þegar allt kemur til alls, verið notaðar gegn þeim sem undir hana gangast og leitt til þess að viðkomandi séu sendur úr landi. Það eru því ekki eingöngu stúdentar skólans sem eru mótfallin því að HÍ komi að þessu ferli heldur einnig starfsfólk og nýdoktorar skólans. Auk framangreinds tóku Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undir gagnrýni Stúdentaráðs með yfirlýsingu þess efnis. Að beiðni Stúdentaráðs fór LÍS með erindi á aðalfund European Student’s Union (ESU) þar sem óskað var eftir því að ESU tæki afstöðu til aðkomu HÍ í málum fylgdarlausra hælisleitenda. ESU gaf út einróma ályktun um málið og studdu afstöðu Stúdentaráðs um að Háskóli Íslands ætti ekki að koma nálægt þessu ferli fylgdarlausra hælisleitenda hér á landi. Á aðalfundi ESU eru fulltrúar um 20 milljón stúdenta. IV. Niðurlag Stúdentaráð hvetur allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að gæta að sjálfstæði háskóla, taka tillit til vilja stúdenta, starfsfólks, LÍS og ESU og þess sem að framan er rakið með því að tilgreina í greinargerð að víkja skuli frá þeirri framkvæmd sem hingað til hefur viðgengist þegar kemur að líkamsrannsóknum og gæta þess að Háskóli Íslands verði ekki hluti af umsóknarferli fylgdarlausra hælisleitenda hérlendis. Tilnefning stjórnvalda samkvæmt frumvarpinu skuli þ v í ekki ná til starfa og rannsókna innan Háskóla Íslands. Stúdentaráð ítrekar afstöðu sína um að Háskóli Íslands ætti ekki að taka þátt í aldursgreiningum, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Fyrir hönd Stúdentaráðs Háskóla Íslands Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs https://stundin.is/grein/8084/ https://stundin.is/grein/7982/ https://stundin.is/grein/7929/ http://studentar.is/frettir-og-greinar/2018/11/7/stuningsyfirlsing-ls-vi-sh-vegna-tanngreininga-hlisleitendum-innan-hskla-slands?fbclid=IwAR2Yk9P14e_MnbbEhrK5biINvfyFUcCAac4HSlqU_D2XwzLrXE-3C4OyJxM https://www.esu-online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age-assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the-icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD-MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw Tenglar sem vísað er til í umsögninni: Minnihlutaálit Benedikts Traustasonar fulltrúa stúdenta í Háskólaráði: https://www.hi.is/sites/default/files/petura/seralit 01.03.18 0.pdf Undirskriftalistar starfsfólks og nýdoktora: Félagsvísindasvið: https://stundin.is/grein/8084/ Hugvísindasvið: https://stundin.is/grein/7982/ Menntavísindasvið: https://stundin.is/grein/7929/ Stuðningsyfirlýsing Landssamtaka íslenskra stúdenta: http://studentar.is/frettir-og- greinar/2018/11/7/stuningsyfirlsing-ls-vi-sh-vegna-tanngreininga-hlisleitendum-innan-hskla- slands?fbclid=IwAR2Yk9P14e MnbbEhrK5biINvfyFUcCAac4HSlqU D2XwzLrXE- 3C4OyJxM Yfirlýsing European Student’s Association: https://www.esu- online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age- assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the- icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD- MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw https://www.hi.is/sites/default/files/petura/seralit_01.03.18_0.pdf https://stundin.is/grein/8084/ https://stundin.is/grein/7982/ https://stundin.is/grein/7929/ http://studentar.is/frettir-og-greinar/2018/11/7/stuningsyfirlsing-ls-vi-sh-vegna-tanngreininga-hlisleitendum-innan-hskla-slands?fbclid=IwAR2Yk9P14e_MnbbEhrK5biINvfyFUcCAac4HSlqU_D2XwzLrXE-3C4OyJxM http://studentar.is/frettir-og-greinar/2018/11/7/stuningsyfirlsing-ls-vi-sh-vegna-tanngreininga-hlisleitendum-innan-hskla-slands?fbclid=IwAR2Yk9P14e_MnbbEhrK5biINvfyFUcCAac4HSlqU_D2XwzLrXE-3C4OyJxM http://studentar.is/frettir-og-greinar/2018/11/7/stuningsyfirlsing-ls-vi-sh-vegna-tanngreininga-hlisleitendum-innan-hskla-slands?fbclid=IwAR2Yk9P14e_MnbbEhrK5biINvfyFUcCAac4HSlqU_D2XwzLrXE-3C4OyJxM http://studentar.is/frettir-og-greinar/2018/11/7/stuningsyfirlsing-ls-vi-sh-vegna-tanngreininga-hlisleitendum-innan-hskla-slands?fbclid=IwAR2Yk9P14e_MnbbEhrK5biINvfyFUcCAac4HSlqU_D2XwzLrXE-3C4OyJxM https://www.esu-online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age-assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the-icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD-MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw https://www.esu-online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age-assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the-icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD-MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw https://www.esu-online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age-assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the-icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD-MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw https://www.esu-online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age-assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the-icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD-MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw https://www.esu-online.org/?policy=bm76resolution-regarding-the-university-of-iceland-ui-performing-age-assessment-via-dental-x-rays-on-unaccompanied-asylum-seeking-minors-as-a-service-to-the-icelandic-directorate-of-immigration&fbclid=IwAR0UqobD-MK5hswh0TYsT0OpLjXn6VTPiLh0Tfw9Q2itQhnT-R8mR7M6WUw Fylgiskjal: Yfirlýsing Stúdentaráðs vegna aðkomu Háskóla Íslands að aldursgreiningum á hælisleitendum og mögulegs þjónustusamnings við Útlendingastofnun Reykjavík, 27. september 2018 Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst einróma gegn því að gerður verði þjónustusamningur við Útlendingastofnum varðandi aldursgreiningar á hælisleitendum. Sömuleiðis harmar Stúdentaráð að Háskóli Íslands hafi haft aðkomu að aldursgreiningum hingað til án opinbers þjónustusamnings. Forsaga málsins er sú að þrír einstaklingar, Elínborg Harpa, Anna Kristín og Eyrún Ólöf, nálguðust forseta Stúdentaráðs og óskuðu eftir að flytja erindi á Stúdentaráðsfundi um málefni hælisleitenda. Á fundi Stúdentaráðs 19. júní síðastliðinn fjallaði Anna Kristín Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur, um aðkomu Háskóla Íslands að aldursgreiningum á hælisleitendum. Hún greindi frá því þær hefðu fundað með rektor og fulltrúum úr vísindasiðanefnd Háskólans en þótti þeim fátt hafa verið um svör. Í kjölfar Stúdentaráðsfundar fóru forseti Stúdentaráðs, forseti sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs og Anna Kristín á fund með rektor, forseta heilbrigðisvísindasviðs og ráðgjafa rektors. Þar kom í ljós að verið væri að undirbúa mögulegan þjónustusamning við Útlendingastofnun og koma þessu málefni þannig í formlegri farveg. Kaupandi þjónustunnar, Útlendingastofnun, nýtir meðal annars niðurstöður rannsóknanna sem eru framkvæmdar innan veggja Háskólans til að úrskurða um málefni hælisleitenda. Aldursgreiningar sem byggja á tannrannsóknum eru umdeildar í fræðasamfélaginu á heimsvísu og þá sérstaklega vegna ónákvæmni niðurstaðna rannsóknanna sem og siðferði þeirra. Því hefur verið haldið fram að rannsóknin sé valkvæð, en fyrir einstaklinga sem eru í jafn viðkvæmri stöðu og hælisleitendur er erfitt að tala um val, þar sem hinn möguleikinn er að vera vísað úr landi. Sömuleiðis er erfitt að fullyrða og ganga úr skugga um að upplýst samþykki liggi fyrir rannsókninni. Útlendingastofnun hefur áður sagt að þau byggi úrskurð sinn um aldur ungra hælisleitenda nær eingöngu á þessum niðurstöðum frá Háskólanum, og þar af leiðandi hafa niðurstöðurnar áhrif á framvindu mála og afdrif umsækjenda um alþjóðlega vernd. Einnig hefur verið fjallað um að einstaklingar sem undirgangast þessar greiningar kunni að hljóta af þeim andlegan skaða. Við Háskóla Íslands eru vísindasiðareglur í gildi sem voru samþykktar af háskólaráði árið 2014. Bendir Stúdentaráð sérstaklega á 1.2. gr. sem gerir kröfu til rannsakenda um að þeir forðist eftir fremsta megni að valda skaða og „tryggi að ábata og byrði af rannsókn sé dreift af sanngirni og að þeir misnoti ekki aðstöðu sína gagnvart viðkvæmum einstaklingum.“ Jafnframt bendir Stúdentaráð á 2.3. gr. um skyldu til að valda ekki skaða: „Rannsakendur skulu gæta þess að rannsóknin valdi þátttakendum ekki skaða, hvorki andlegum né líkamlegum, og skulu forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur.“ Í 2.15. gr. segir enn frekar: „Rannsakendur skulu gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks sem tilheyrir hópi í erfiðri stöðu.“ Í reglunum er einnig lögð mikil áhersla á samþykki þátttakenda í rannsóknum. Án þess að kafa dýpra í siðferðisleg sjónarmið telur Stúdentaráð jafnframt vert að benda á 2. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 um hlutverk háskóla en þar segir í 2. málslið: „Hann miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar.” Einnig bendir Stúdentaráð á 3.mgr. 2. gr. fyrrgreindra laga: „Háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið.” Til skýringar á þessu ákvæði segir m.a. í frumvarpi laganna: „Þessu ákvæði er ætlað að tryggja að stjórnvöld eða aðrir hlutist ekki til um fræðilegt starf innan háskóla heldur virði rannsóknafrelsi og sjálfstæði þeirra í fræðilegu tilliti. Þeim verða ekki gefin fyrirmæli af hálfu stjórnvalda eða hagsmunaaðila um viðfangsefni, aðferðir og efnistök við kennslu, rannsóknir, þekkingarleit eða sköpun.” Stúdentaráð telur að Háskóli Íslands sé fyrst og fremst menntastofnun. Háskóli Íslands hefur sömuleiðis lýst yfir áhuga á að styðja betur við fjölskyldur innflytjenda og gera menntun fyrir þann hóp aðgengilegri. Aðkoma Háskólans að tanngreiningum skýtur því skökku við í því samhengi. Stúdentaráð leggst einróma gegn því að rannsóknir sem þessar séu stundaðar innan veggja Háskólans. Háskólinn hefur á undanförnum árum öðlast mikla alþjóðlega athygli, alþjóðlegir nemendur koma í auknum mæli til Íslands til að stunda nám við stofnunina og þar á meðal eru innflytjendur. Þessir einstaklingar, sem verið er að aldursgreina, geta orðið framtíðarstúdentar við stofnunina og Stúdentaráði er umhugað um gott orðspor Háskólans fyrir alla í samfélaginu, á alþjóðlegum vettvangi sem og jafnt aðgengi allra að skólanum. Stúdentaráð telur að það sé með öllu ólíðandi að verið sé að styðja við vísindarannsóknir innan Háskólans sem eru umdeildar, ónákvæmar og vekja upp spurningar um siðferðislegt eðli. Stúdentaráð hvetur því Háskóla Íslands til þess að taka ekki þátt í slíkum aldursgreiningum, hvorki með beinum né óbeinum hætti né að þær séu framkvæmdar innan veggja Háskólans. Stúdentaráð hvetur þó Háskólann til dáða í áætlum sínum um aukinn stuðning við fjölskyldur innflytjenda.