Skráning einstaklinga

Umsögn í þingmáli 101 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 10.10.2019 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Skrifstofa Alþingis - nefndasvið b.t. allsherjar- og menntamálanefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 10. október 2019 1910008SA VÓHS Málalykill: 00.63 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstakiinga, þskj. 101 -101. mál Vísað er til umsagnarbeiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26. september sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 101. mál. Gert er ráð fyrir að frumvarpið komi í stað gildandi laga um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962. Frumvarp um sama efni var til umfjöllunar á síöasta löggjafarþingi, 772. mál en náði ekki fram að ganga. Meginefni frumvarpsins Efni frumvarpsins gerir Þjóðskrá íslands kleift að skrá einstaklinga, viðhalda skránni og miðla upplýsingum úr henni með þeim hætti að það samræmist kröfum sem gerðar eru í nútímasamfélagi, m.a. með hliðsjón af persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Helstu markmið frumvarpsins eru eftirfarandi: • Að til staðar sé áreiðanleg skrá yfir einstaklinga sem skapi grundvöll fyrir tiltekin réttindi þeirra og skyldur. • Settar verða reglur um hvaða upplýsingar megi skrá í þjóðskrá. • Stofnuninni veröur heimil vinnsla persónuupplýsinga, þ. á m. viðkvæmra persónuuppiýsinga. • Einstaklingar sem hafa verið eða eru búsettir erlendis og skráðir eru í þjóðskrá, verða ábyrgir fyrir því að upplýsingar um þá séu réttar. • Útgáfa kerfiskennitölu verður heimil öðrum opinberum aðilum. • Hætt verður að afhenda þjóðskrá í heild sinni. • Frumvarpið hefur að geyma skýra heimild fyrir Þjóðskrá íslands til að vernda skráða einstaklinga gegn afhendingu upplýsinga. • Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi fjármögnunar Þjóðskrár íslands. Borgariúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, sími 515 4900, fax 515 4903. samband(ajsarnband:j.s. v/vvw.s; Athugasemdir sambandsins í greinargerð meó frumvarpinu kemur fram á bls. 14 að ráðuneytið hafi tekið að hluta undir tillögur og ábendingar sambandsins í fyrra samráðsferli og gert viðeigandi breytingar á frumvarpinu. Frumvarpið eins og það hefur verið lagt fram nú gerir ráð fyrir að í þjóðskrá verði einnig skráð búseta einstaklinga en ekki lögheimili eingöngu. Var þessi tillaga sambandsins sett fram með hliðsjón af fyrirhugaðri skráningu á skiptri búsetu barna en á þingmálaskrá dómsmálaráðherra fyrir 150. löggjafarþing er að finna frumvarp til breytingar á barnalögum sem fjallar um skipta búsetu barna. Þá hafi í greinargerð með frumvarpi því sem varð að nýjum heiidarlögum um lögheimili og aðsetur, verið gert ráð fyrir því að Þjóðskrá gæti skráð bæði lögheimili barns og aðsetur. Fyrirhugaðar breytingar á lögum kalla þó á það að sveitarfélögin geti sinnt lögbundnum skyldum sínum gagnvart börnum og foreldrum þeirra og því má færa rök fyrir því að sveitarfélög fái upplýsingar frá þjóðskrá án þess að sérstakt gjald komi til s.s. síðar verður rakið í umsögn þessari. í 11. gr. frumvarpsins er lögð til sú nýbreytni að aðeins opinber stjórnvöld geti haft milligöngu um stofnun kerfiskennitölu, ólíkt því sem hefur tíðkast. Sambandið lítur svo á að sveitarfélögin teljist til opinberra stjórnvalda samkvæmt tilgreindu ákvæði. í skýringum við ákvæði 11. gr. eru nefnd dæmi um opinbera aðila sem geta haft milligöngu um skráningu kerfiskennitölu, t.a.m. Útlendingastofnun, lögreglustjórar, menntastofnanir og heilbrigðisstofnanir. Frumvarpið fjallar þannig ekki með nógu skýrum hætti um hlutverk sveitarfélaganna í þessu sambandi. Vissulega myndi það auka nærþjónustuáhrifin ef sveitarfélögin fá að sækja kerfiskennitölu fyrir þá sem hingað koma til lands erlendis frá, innan EES, og starfa hér tímabundið því staðreyndin er sú að lögreglustjóraembættin eru ekki nema 9 talsins og talsverðar fjarlægðir eru á milli þeirra. Heimild sveitarfélaga sem opinberra aðila til að sækja um kerfiskennitölur mun því hafa mikið hagræði í för með sér, með auknu þjónustustigi, öflugra samfélagi og minnkun tekjutaps vegna staðgreiðslu launa. Sambandið telur því mikilvægt að í skýringum við ákvæði 11. gr. sé með mjög skýrum hætti fjallað um hlutverk sveitarfélaganna og að þau fái afdráttarlausa heimild til að annast milligöngu um skráningu kerfiskennitölu. Fjármögnun Þjóðskrár - forsendur fyrir gjaldfrelsisákvæði fyrir sveitarfélög Verkefni sveitarfélaga eru flest lögbundin og má þar helst nefna aðstoð við erlenda ríkisborgara, barnavernd, félagsþjónusta, fjárhagsaðstoð, málefni aldraðra og fatlaðra, ýmis upplýsingagjöf vegna barna, dýrahald, rekstur grunn- og leikskóla og ýmis verkefni og útgáfa leyfa tengd störfum skipulags- og byggingarfulltrúa. 2 Að áliti sambandsins á aðgangur að grunnskrá ríkisins, þjóðskrá, ásamt aðgangi að fasteignamati að vera án endurgjalds. Þjóðskrá íslands heldur fasteignaskrá og þjóðskrá, ákveður brunabóta- og fasteignamat, ásamt því að gefa út vegabréf. Stofnunin gegnir því afar þýðingarmiklu hlutverki fyrir samfélagið og því er það óskiljanlegt að stofnunin skuli vera fjármögnuö úr ríkissjóði einungis að hluta. Sambandið gerir ekki athugasemdir við það að innheimt séu gjöld fyrir útgáfu vottorða o.þ.h. í tengslum viö þjónustu stofnunarinnar. Sambandið telur hins vegar rétt að árétta þá afstöðu að sveitarfélögin þurfa sem stjórnvöld að hafa greiðan aðgang að grunnskrám þjóðskrár og að ekki sé réttlætanlegt að þau þurfi að greiða sérstaklega fyrir þá þjónustu sem tengd er lögskyldum verkefnum þeirra. í því samhengi bendir sambandið á að það skiptir sveitarfélögin verulegu máli varðandi útgreiðslu félagslegra bóta og ýmissa ívilnana til íbúa sveitarfélaga að sveitarfélögin fái sem fyrst upplýsingar um nýja íbúa vegna þjónustuskyldna þeirra, t.d. vegna móttöku íbúá af erlendum uppruna og skólagöngu barna almennt, svo dæmi séu tekin. Pví tekur sambandið mjög jákvætt undir ákvæði 3. mgr. 21. gr. frumvarpsins að sveitarfélögin fái aðgang að árlegum íbúaskrám, án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Hins vegar er það álit sambandsins að þegar ákvæði frumvarpsins leggur þær skyldur á herðar sveitarfélögunum að yfirfara íbúaskrá sína með reglubundnum hætti en eigi sjaldnar en þrisvar á ári, sbr. 3. mgr. 17. gr. frumvarpsins, þá sé eðlilegt fyrirkomulag að sveitarfélagið fái íbúaskrána afhenta oftar en árlega og þá sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. LÖgð er því til eftirfarandi breyting á ákvæði 3. mgr. 17. gr. frumvarpsins, svohljóðandi: Sveitarfélög eiga, án þess að sérstök greiðsla komi fyrir, rétt á áríegum fbúaskrám skv. 17. gr. þegar þess er óskað. Ársgömul gjaldskrá Þjóðskrár íslands, nr. 11/2018, tók gildi 1. febrúar 2018. Helstu breytingar frá fyrri gjaldskrá snúa að hækkun gjalda vegna þjóðskrársamninga en jafnframt er innleiddur afsiáttur vegna miðlunar á gögnum úr fasteignaskrá. Prátt fyrir að flestir Iiðir gjaldskrár Pjóðskrár sem snúa að fasteignaskránni hækki ekki þá hækkar árgjaldið fyrir afnot af þjóðskrá, einingaverð í uppfletti og gjöld fyrir úrtaksvinnslur að jafnaði um 13%. Samkvæmt gjaldskrá Þjóðskrár íslands greiða sveitarfélögin nú þegar gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatts og fasteignagjalda. Nemur gjaldið 0,0060% af heildarfasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi m.v. 31. desember ár hvert. Gjaldið er innheimt árlega í janúarmánuði. Ef sveitarfélögin þyrftu að greiða því til viðbótar þann kostnað sem fram kemur á áskriftarsíðum þeirra á heimasíðu Þjóðskrár, þá myndu sveitarfélögin greiða einingaverð fyrir upplýsingar úr hverju svæði í 3 fasteignaskrá er varða mannvirkja- og lóðasvæði, matssvæði og eigendasvæði og miðast einingaverð við fjölda fasteigna (uppflettinga) á hverju almanaksári og reiknast afsláttur þegar tilteknum fjölda fasteigna er náð. Til að varpa Ijósi á þennan viðbótarkostnað þá vísast í dæmi um 1600 manna sveitarfélag sem þarf að greiða til Pjóðskrár árgjald fyrir afhendingu upplýsinga úr þjóðskrá, kr. 234.600, auk fasteignamatsgjalds sem greiðist árlega, kr. 1.335.728. Mánaðarlegar uppflettingar úr fasteignaskrá eru síðan breytilegar en hafa að jafnaði síðustu fjögurra mánaða numið 6.703 kr. Umræddar upplýsingar sem sveitarfélögin þurfa að kalla eftir frá þjóðskrá eru nauðsynlegar fyrir starfrækslu sveitarfélaga svo þeim verði gert kleift að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Að öllu framangreindu virtu tekur sambandið því heilshugar undir með ráðuneytinu að tilefni sé til að setja á laggirnar vinnuhóp sem fari yfir það hlutverk að greina samfélagslegan ávinning af því að gera aðgengi að upplýsingum úr þjóðskrá og öðrum grunnskrám stofnunarinnar, m.a. fasteignaskrá, gjaldfrjálsan og lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í þeirri vinnu en leggur jafnframt áherslu á að aðkallandi er að sú vinna hefjist sem fyrst og Ieitar eftir atbeina nefndarinnar í þeim efnum. Sambandið er mjög fylgjandi því að frumvarp til nýrra heildarlaga um skráningu einstaklinga nái fram að ganga. Þó eru ýmis atriði sem horfa þarf til við þinglega meðferð þess eins og að framan hefur verið rakið. Lokaorð Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs 4