Skráning einstaklinga

Umsögn í þingmáli 101 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Trygginga­stofnun ríkisins Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 09.10.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík nefndasvid@althingi.is Kópavogi, 9. október2019 Efni: Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga - Þingskjal 101 - 101. mál. Vísað er til tölvubréfs dags. 26. september 2019 þar sem óskað er eftir umsögn Tryggingastofnunar (TR) um ofangreint lagafrumvarp. Með frumvarpinu er m.a. mæltfyrir um að TR greiði 1/10 hluta af rekstri þjóðskrár, eins og kveðið hefur verið á um í eldri lögum. Ástæða er til að gera athugasemd við að ekki sé gerð breyting á þessu ákvæði. TR hefur ekkert forræði á rekstri þjóðskrár og getur því ekki haft áhrif á þá fjárhæð sem stofnuninni er gert að greiða árlega. Auk þess verður ekki séð að rök séu til þess að TR borgi hluta af rekstri annarrar ríkisstofnunar á meðan undanþága er gerð um Ríkisskattstjóra í tekjuskattslögum. Þær upplýsingar sem er að finna í þjóðskrá eru þar að auki nýttar við meira og minna alla mögulega þjónustu bæði opinberra aðila og einkaaðila hér á landi. Þá er ekki lengur eðlilegt að í lögunum sé kveðið á um að TR greiði 1 /10 hluta af rekstri þjóðskrár þegar haft er í huga breytt hlutverk stofnunarinnar. Eftir uppskiptingu á TR árið 2008 og stofnun Sjúkratrygginga íslands (SÍ) annast stofnunin nú einungis hluta af þeim verkefnum sem hún annaðist á sínum tíma, um helmingur verkefnanna fluttist y firtil SÍ. mailto:nefndasvid@althingi.is