Skráning einstaklinga

Umsögn í þingmáli 101 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Persónuvernd Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 07.11.2019 Gerð: Viðbótarumsögn
PERSÓNU VERND Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingi 150 Reykjavík Reykjavík, 7. nóvember 2019 Tilvísun: 2019091809/SBM Efni: Viðbót við umsögn um frumvarp til laga um skránmgu einstaklinga Persónuvernd vísar til beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis frá 26. september 2019 um umsögn um tillögur til breytinga á fmmvarpi til laga um skráningu einstaklinga (þskj. 101, 101. mál á 150. löggjafarþingi). Persónuvemd veitti umsögn sína með bréfi, dags. 17. október 2018, ásamt viðbótarumsögn, dags. 21. október s.á. Þá mættu tveir starfsmenn Persónuvemdar á fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þann 22. október s.á. og fylgdu umsögnunum eftir. Með tölvupósti þann 31. október 2019 barst beiðni frá nefndasviði Alþingis um álit Persónuverndar á tillögu um breytingu á frumvarpinu með hliðsjón af þeim athugasemdum sem Persónuvemd gerði í viðbótarumsögn sinni, dags. 21. október 2019, um tilfærslu á 2. og 3. mgr. 21. gr. laga nr. 90/2018 í 3. mgr. 15. gr. fmmvarps til laga um skráningu einstakiinga. Með tölvupósti þann 1. nóvember 2019 barst önnur beiðni frá nefiidasviði Alþingis um álit Persónuvemdar á því hvort gera þyrfti breytingu á 12. gr frumvarpsins í tilefni af athugasemd Persónuvemdar, sem sett var fram í umsögn stofnunarinnar dags. 17. október 2019, þess efnis að ekki væri hægt að fela Þjóðskrá íslands eftirlit með ffamkvæmd persónuverndarlaga. 1. í tölvupósti nefndasviðs Alþingis til Persónuvemdar þann 31. október 2019 var spurt hvort eftirfarandi tillaga að 3. mgr. 15. gr. fiumvarps til laga um skráningu einstaklinga samrýmdist ábendingu í viðbótarumsögn Persónuvemdar um frumvarpið, dags. 21. október 2019: „Þjóðskrá íslands heldur skrá yfir þá sem andmæla því að nöfn þeirra séu nomð í markaðssetningarstarfsemi. Ráðherra setur, í samráði við Þjóðskrá Islands og Persónuvemd, nánari reglur um gerð og notkun slíkrar skrár og hvaða upplýsingar skuli koma þar firam. Ábyrgðaraðilar sem starfa í beinni markaðssókn og þeim sem nota skrá með nöfnum, heimilisföngum, netföngum, símanúmetum og þess háttar eða miðla þeim til þriðja aðila í tengslum við slíka starfsemi skulu, áður en slik skrá er notuð í slíkum tilgangi, bera hana saman við skrá Þjóðskrár Islands dl að koma Persónuvemd ■ Rauðarárstíg 10 • 105 Reykjavík • IS (+354) 510 9600 • postur@personuvernd.is mailto:postur@personuvernd.is í veg fyrir að markpóstur verði sendur eða hringt verði til einstaklinga sem hafa andmælt slíku. Þjóðskrá Islands getur heimilað undanþágu frá þessari skyldu í sérstökum tilvikum.“ í fyrrgreindum tölvupósti er jafnframt spurt hvort rétt sé að reglugerð ráðherra verði sett í samráði við bæði Þjóðskrá Islands og Persónuvemd og hvort Þjóðskrá Islands eða Persónuvemd skuli heimila þá undanþágu sem kveðið er á um í ákvæðinu. Að mati Persónuvemdar er fyrrgreind tillaga að 3. mgr. 15. gr. frumvarpsins í samræmi við þær athugasemdir sem Persónuvemd gerði með umsögn sinni, dags. 21. október 2019. Þá telur Persónuvemd að eðlilegt sé að það sé í höndum Þjóðskrár Islands að fara með þá undanþáguheimild sem ákvæðið kveður á um í stað Persónuvemdar, í ljósi þess að ákvæðið er fært í heild sinni úr lögum nr. 90/2018 yfir í sérlög um skráningu einstaklinga. Að mati Persónuvemdar væri slíkt fyrirkomulag í samræmi við það að það er Þjóðskrá Islands sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á bannskránni. Jafnframt telur Persónuvernd rétt að í reglugerð ráðherra verði skilgreint nánar hvenær heimilt verði að veita undanþágu frá skyldu ábyrgðaraðila til þess að taka mið af skráningum á bannskrána, sbr. framangreint, en þar mætti meðal annars líta til framkvæmdar Persónuvemdar, sem hefur farið með heimild til að veita slíkar undanþágur fram til þessa. Að mati Persónuvemdar fer því vel á því að reglugerð ráðherra verði sett í samráði við Þjóðskrá íslands og Persónuvemd. 2. í tölvupósti frá nefndasviði Alþingis þann 1. nóvember 2019 var óskað eftir mati Persónuvemdar á því hvort gera þyrfti breytingu á 12. gr. frumvarps til laga um skráningu einstaklinga hvað varðar þær eftirhtsheimildir sem Þjóðskrá Islands em faldar, í tilefni af athugasemdum Persónuvemdar í umsögn stofnunarinnar frá 17. október 2019. I fyrmefndri umsögn Persónuvemdar var vakin athygh á því að samkvæmt 1. mgr. 39. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvemd og vinnslu persónuupplýsinga, er Persónuvemd það eftirlitsstj órnvald sem annast eftirht með framkvæmd almennu persónuvemdarreglugerðarinnar, ESB 679/2016, laga nr. 90/2018 um persónuvemd og vinnslu persónuupplýsinga og sérákvæða í lögum sem fjalla um vinnslu persónuupplýsinga og annarra reglna um efnið. I umsögninni segir að Persónuvemd telji því að Þjóðskrá Islands verði ekki falið eftirlit með lögum um persónuvemd og vinnslu persónuupplýsinga á þann hátt sem gert sé ráð fyrir í athugasemdum við ftumvarpið. Athugasemd Persónuvemdar laut þannig ekki að orðalagi 12. gr. frumvarpsins heldur einungis að texta í athugasemdum við ákvæðið. Ekki verður því talin þörf á að breyta ákvæðinu sem slíku. Ef frekari upplýsinga eða skýringa er óskað er Persónuvemd reiðubúin að veita þær. F.h. Persónuvemdar, Helga Sigríður Þórhallsdóttir 2