Skráning einstaklinga

Umsögn í þingmáli 101 á 150. þingi


Þingmál lagt fram: 12.09.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagstofa Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 10.10.2019 Gerð: Umsögn
Hagstofa íslands Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingi Reykjavík 10. október 2019 Umsögn með frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga, sbr. þingskjal 101 - 101. mál. Almennar athugasemdir Hagstofan gerði athugasemdir við frumvarpsdrög í samráðsferli og var tekið tillit til megin athugasemda eins og fram kemur í greinargerð frumvarpsins. Hér verða því einungis gerðar athugasemdir við afmarkaða þætti frumvarpsins. Athugasemdir við einstakar greinar Grein 6 Í sjöttu grein frumvarpsins kemur fram að ráðherra sé heimilt með reglugerð að ákveða skráningu annarra upplýsinga í þjóðskrá en koma fram í frumvarpinu en að það skuli vera „...vegna sérstakra verkefna eða hagsmuna hins opinbera eða sem leiðir af lögum eða alþjóðlegum skuldbindingum". Í því samhengi vill Hagstofan benda á hagsmuni opinberrar hagskýrslugerðar. Sem dæmi má nefna að flutningstilkynningar Þjóðskrár Íslands má nýta til að afla gagna um menntun, ástæður flutnings og áætlaða lengd dvalar til að svara brýnum spurningum um þjóðfélagsleg málefni og bæta upplýsingagjöf um mannfjöldann. Með því geta hagtölur varpað ljósi á menntunarstöðu íbúa sem flytjast til útlanda en jafnframt á áhrif búferlaflutninga innanlands á menntunarstöðu eftir landsvæði. Þannig verður til dæmis hægt að meta að hvaða marki vinnumarkaður hafi aðgang að vinnuafli með þá færni sem þörf er á. Greining á ástæðum flutnings gegna einnig mikilvægu hlutverki í allri stefnumótun og áætlanagerð. Þá er ennfremur mikilvægt vegna aðgreiningar á skammtíma- og langtímabúsetu að skrá væntan búsetutíma. Slíka aðgreiningu er að finna í íslenskum lögum auk þess sem æskilegt er að færa flokkun búsetulengdar að evrópskum ákvæðum. Í 6. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007, og skyldum greinum sömu laga í II. kafla um söfnun upplýsinga, kemur fram að Hagstofu Íslands er ætlað að nýta stjórnsýslugögn til hagskýrslugerðar sé þess nokkur kostur og er heimilt að óska eftir breytingum á stjórnsýsluskrám til að gögn nýtist sem best í þeim tilgangi. Hagstofan hefur að öðru leyti heimild til að sækja upplýsingar beint til einstaklinga. Upplýsingar um menntunarstöðu, ástæður flutnings og áætlaða lengd dvalar eru dæmi um upplýsingar sem betur hentar að sækja við skráningu en að leita beint til einstaklinga. Hagstofa Íslands þarf á þessum upplýsingum að halda, bæði vegna þarfa stjórnvalda og innlendra greiningaraðila og vegna erlendra skuldbindinga. Hagstofan ber ábyrgð á gagnaskilum til evrópsku hagstofunnar Eurostat á grundvelli nokkurra reglugerða sem tengjast ofangreindri skráningu. Fyrst ber að nefna gerðir um mannfjöldatölfræði á Evrópska efnahagssvæðinu1 sem kveða á um upplýsingar um varanlega búsetu og áætlaða búsetu. Jafnframt kveða manntalsgerðir á um upplýsingar um menntunarstöðu íbúa2 ásamt nákvæmum upplýsingum um mannfjöldann. Auk þess kveða gerðir um menntun3 á um upplýsingagjöf um menntun hreyfanlegra námsmanna. 1 https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32013R1260&from=EN og https://eur- lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32007R0862&from=EN 2 https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32008R0763&from=EN og tengdar gerðir 3 https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2013:252:0005:0010:EN:PDF https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32013R1260&from=EN https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32007R0862&from=EN https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32007R0862&from=EN https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/HTML/?uri=CELEX:32008R0763&from=EN https://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2013:252:0005:0010:EN:PDF Því er lagt til að gert sé skýrt að ákvæði 6.greinar nýtist í þessu samhengi og orðalagi breytt svohljóðandi: „Ráðherra er heimilt með reglugerð að ákveða að skrá aðrar þær upplýsingar sem þörf er á að safna og halda, svo sem netföng einstaklinga eða staðsetningu hjónavígslu, vegna sérstakra verkefna eða hagsmuna hins opinbera eða sem leiðir af lögum eða alþjóðlegum skuldbindingum eða til hagskýrslugerðar." Grein 21 Í tuttugustu og fyrstu grein frumvarpsins er fjallað um heimildir Hagstofunnar til nýta þjóðskrá til hagskýrslugerðar. Ennfremur er fjallð um að þjóðskrá skuli „...jafnframt aðstoða Hagstofu Íslands eftir föngum við að finna nöfn og heimilisföng þátttakenda í úrtaksathugunum hennar." Hagstofan vill ítreka að í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu þar sem sífellt verður erfiðara fyrir Hagstofuna að hafa upp á og taka viðtöl við þá sem valdir eru í úrtak rannsókna stofnunarinnar er lagt til að orðalag greinarinnar verði svohljóðandi: „...jafnframt aðstoða Hagstofu Íslands eftir föngum við að finna upplýsingar um þátttakendur í úrtaksathugunum hennar, svo sem nöfn, heimilisföng, símanúmer og tölvupóstföng." Með þessari breytingu er Hagstofunni gert kleift að afla upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands um úrtakseiningar í rannsóknum Hagstofunnar sem skráðar eru í þjóðskrá í samræmi við sjöttu grein frumvarpsins, til dæmis tölvupóstfang. Vinsamlegast, f.h Hagstofu Íslands Hrafnhildur Arnkelsdóttir Sviðsstjóri