Félagsleg aðstoð og almannatryggingar

Umsögn í þingmáli 954 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 31.05.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 5 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Trygginga­stofnun ríkisins Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 06.06.2019 Gerð: Umsögn
® TRYG G ING A STO FNUN Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík nefndasvid@althinqi.is Reykjavík, 6. júní 2019 Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna) - Þingskjal 1655 - 954. mál. Vísað er til tölvubréfs dags. 4. júní 2019 þar sem óskað er eftir umsögn Tryggingastofnunar um ofangreint lagafrumvarp. Með frumvarpinu eru annars vegar lagðar til breytingar á 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum, hvað varðar greiðslur sérstakrar uppbótar á lífeyri vegna framfærslu og hins vegar á 16. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum, hvað varðar meðferð atvinnutekna lífeyrisþega. Tryggingastofnun vill byrja á að benda á að líklega væri gott að vísa sérstaklega til 3. mgr. 9. gr. núverandi laga um félagslega aðstoð í f. lið 1. gr. frumvarpsins svo það sé skýrt hvaða bætur það eru sem eiga að hafa að fullu áhrif á sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu. Talin er ástæða til þess að vekja athygli á að í seinni hluta fyrsta málsl. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins segir „...heimilt að telja einungis til tekna bótaþega atvinnutekjur í þeim mánuði sem þeirra er aflað.“ Orðlag þetta gæti verið villandi. Skýrar væri að orða þetta á eftirfarandi hátt: „...heimilt að telja atvinnutekjur til tekna bótaþega einungis í þeim mánuði sem þeirra er aflað." Þá væri gott að það kæmi skýrt fram í lagaákvæðinu að heimildinni um að telja atvinnutekjur til tekna einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað sé eingöngu hægt að beita á heildargreiðslur lífeyrisþega. Tryggingastofnun telur að útreikningar verði of flóknir ef hægt verður að beita heimildinni á hluta greiðsluflokka (t.d. á örorkulífeyri en ekki tekjutryggingu). Stofnunin telur einnig nauðsynlegt að útfæra heimildina nánar í reglugerð vegna aukins flækjustigs við útreikninga. Tryggingastofnun vill vekja athygli á því að í greinargerðinni með frumvarpinu kemur fram eftirfarandi setning í umfjöllun um 2. gr.: „Má í því sambandi geta þess að 45% lífeyrisþega eru með atvinnutekjur í mánuðum sem þeir fá ekki greiðslur bóta“. Þessi setning hefur líklega misfarist eitthvað við textagerð. Hún byggir líklega á gögnum Tryggingstofnunar þar sem fram kemurað 45% þeirra lífeyrisþega sem eru með atvinnutekjur, a. m. k. einn mánuð á árinu 2018 1 mailto:nefndasvid@althinqi.is (ekki allir lífeyrisþegar), eru með atvinnutekjur í færri mánuði en fjölda mánaða með réttindi (þ.e. misdreifðar atvinnutekjur). Einnig vill Tryggingastofnun leiðrétta ákveðinn misskilning sem virðist vera um frumvarpið miðað við fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga. Þ.e. að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir einhvers konar „samtímauppgjöri" á lífeyrigreiðslum þannig að í stað þess að „bakreikningur“ sé sendur lífeyrisþegum að loknu árlegu uppgjöri þá verði gert uppgjör mánaðarlega. Samkvæmt frumvarpinu er engin breyting á ákvæðum núverandi laga um að framkvæma uppgjör árlega og greiða mánaðarlega greiðslur á grundvelli tekjuáætlunar. Einu breytingarnar í 2. gr. frumvarpsins er að heimilt er að telja atvinnutekjur einungis til tekna í þeim mánuðum sem þær falla til og að gera á samanburð í ársuppgjöri. Að lokum er bent á að ekkert kostnaðarmat kemur fram I greinargerðinni, hvorki varðandi bótaflokkana né kostnað Tryggingastofnunar. Gera má ráð fyrir umtalsverðum auknum kostnaði hjá stofnuninni vegna breytingar á kerfum og utanumhaldi starfsmanna vegna aukins flækjustigs við útreikninga. Virðingarfyllst, 2