Félagsleg aðstoð og almannatryggingar

Umsögn í þingmáli 954 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 31.05.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 5 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lands­samtökin Þroskahjálp Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 05.06.2019 Gerð: Umsögn
Lanctssamtöfíin Þroskahjdlp Mannréttindi fyrir ailaí Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og meðferð atvinnutekna), 954. mál. Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið sent til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi það. Samtökin telja að líta verði svo á að hér sé aðeins um fyrstu aðgerð að ræða af hálfu stjórnvalda til að rétta hlut öryrkja og að strax á haustþingi hljóti að vera að vænta fleiri breytinga á lögum og reglum í því skyni. Samtökin telja að sú breyting sem er að finna í f. lið 1 gr. frumvarpsins um að telja aðeins 50% af fjárhæð aldurstengdrar uppbótar til tekna við útreikning framfærsluupbótar sé til bóta. Sú breyting kæmi sér best fyrir þá sem hafa haft skerðingar frá unga aldri og eiga þar af leiðandi lítinn sem engan rétt í lífeyrissjóðum og eru almennt eignalausir eða eignalitlir. Hvað varða lækkun skerðingarhlutfalls framfærsluupbótar telja samtökin að betra og sanngjarnara hefði verið að hækka fjárhæð örorkulífeyris eða tekjutryggingar og minnka þannig vægi framfærsluuppbótar í heildargreiðslum. Grunnbætur almannatrygginga (örorkulífeyrir og tekjutrygging) eru nú kr. 195.329. Með fullri aldurstengdri uppbót er fjárhæðin kr. 241.810 og að viðbættri framfærsluppbót kr. 247.183. Sú fjárhæð er 32.500 kr. lægri en atvinnleysisbætur. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafa samtökin ekki fengið skýringar hlutaðeigandi stjórnvalda á því á hvaða forsendum og rökum sá munur byggist. Landssamtökin Þroskahjálp hafa ávallt barist fyrir því að sérstaklega sé gætt að hagsmunum þeirra sem vegna sjúkdóma eða skerðinga þurfa alfarið að treysta á almannatryggingar og telja það grunnhlutverk þess kerfis að tryggja sómasamlega framfærslu þess hóps. Þær breytingar sem frumvarpið mælir fyrir um munu alls ekki leiða til þess. Samtökin óska eindregið eftir að fá að koma á fund velferðarnefndar til að skýra sjónarmið sín, áherslur og rök í því máli sem hér er til umfjöllunar. Virðingarfyllst, f.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður.