Breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjár­málastefnu 2018–2022

Umsögn í þingmáli 953 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 29.05.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 07.06.2019 Gerð: Umsögn
S A M B A N D Í S L E N S K R A S V E I T A R F É L A G A Skrifstofa Alþingis - nefndasvið b.t. fjárlaganefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík 1801041SA SAS Málalykill: 00.63 Reykjavík 7. júní Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þings- ályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018-2022, 953. mál. Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 4. júní sl., þar sem óskað er eftir umsögn um ofangreint mál Breyttar en óvissar horfur í Ijósi breyttra horfa í efnahagsmálum áformar ríkisstjórnin að gera breytingar á samþykktri fjármálastefnu 2018-2022 og endurskoða fjármálaáætiun í kjölfarið. í þeim drögum að breytingu á þingsályktunartillögu um fjármálastefnu 2018-2022 sem við höfum undir höndum koma fram ýmis atriði sem mikilvægt er að fjalla um. Fjármálaráðuneytið gengur út frá spá Hagstofu íslands eins og lög segja til um. Rétt er hér að benda á að Arion banki spáði í aprílbyrjun að samdráttur landsframleiðslu í ár yrði 1,9%, Landsbankinn mat samdráttinn 0,5% í spá frá miðjum maí og stuttu síðar kom út spá Seðlabankans sem hljóðar upp á 0,4% samdrátt. í byrjun júní birti íslandsbanki spá sína sem fól í sér 0,7% samdrátt. Þaö eru líka skiptar skoðanir meðal spámanna um horfur á næsta ári. Hagstofan reiknar með að þjóðarbúskapurinn rétti við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá í takt við langtímameðaltal eða 2,6%. Þessu fylgir enginn rökstuðningur hjá Hagstofu eða greining t.d. á horfum í ferðaþjónustu. Seðlabankinn og Landsbankinn eru á svipuðu róli í sínum spám með um 2'A % hagvöxt 2020. Arion banki og íslandsbanki eru svartsýnni um næsta ár og reikna með að hagvöxtur verði um 11A%. Að stórum hluta má rekja breyttar horfur til atburða sem erfitt er að sjá fyrir. En rétt er að benda á að leiðandi hagvísar Analytica hafa sýnt vísbendingar um samdrátt á næsta hálfa ári í fimmtán mánuði í röð, eða allt frá marsmánuði 2018. í fréttabréfi Analytica frá maí sl. segir: „Þessi langa þróun ber vott um samdrátt eða stöðnun framundan og þá óvissu sem ríkir með efnahagshorfur.Vaxandi líkur eru á stöðnun eða samdrætti inn á árið 2020." Það er athyglisvert að leiðandi hagvísar Analytica skuli með þessum hætti hafa borið kennsl á vendipunkta í efnahagsþróun sem stærri haglíkönum yfirsást. Sambandið leyfir sér að ítreka að það haglíkan sem Seðlabanki og Hagstofa nota er peningamálalíkan sem er skammtímalíkan. Það er nauðsynlegt að þróa annars konar líkan sem brúklegra er til að meta áhrif opinberra fjármála. B o r g a r t ú n i 3 0 , p ó s t h ó l f 8 1 0 0 , 1 2 8 R e y k j a v í k , s í m i 5 1 5 4 9 0 0 , f a x 5 1 5 4 9 0 3 , s a m b a n d @ s a m b a n d . i s , w w w . s a m b a n d . i s mailto:samband@samband.is http://www.samband.is <%> Það eru því nokkrar líkur á að staða efnahagsmála verði verri en fjármálaráðuneytið leggur til grundvallar í tillögu að breytingu á fjármálastefnu. Verði það uppi á teningnum er hætta á að endurskoða þurfi fjármálastefnuna aftur að ári og yrði þá að engu festa sú og fyrirsjáanleiki um opinber fjármál sem fjármálastefnu er ætlað að stuðla að. Áhrif samdráttar á búskap hins opinbera Að óbreyttu telur fjármálaráðuneytið að afkoma ríkissjóðs versni um sem nemur 38 ma.kr. í ár og um 34 ma.kr. á næsta ári. Verrri afkoma ríkissjóðs skýrist fyrst og fremst af lækkun tekna sem nemur 3% en jafnframt er gert ráð fyrir að útgjöld aukist um 1,3%, einkum vegna aukinna atvinnuleysisbóta. Áhrifin á sveitarfélögin eru talin minni. Reiknar fjármálaráðuneyti þannig með að heildartekjur sveitarfélaga verði 1,6% minni en ella og útgjöldin óbreytt í ár. Rétt er að árétta að þessi niðurstaða er algjörlega á ábyrgð fjármálaráðuneytisins og hafa fulltrúar sveitarfélaga ekki komið að þessu mati. Tafla 1. Breyting tekna og gjalda frá fyrirliggjandi tillögu að fjármálaáætiun 2020-2024 Hið opinbera 2019 2020 2021 2022 2023 2024 Heildartekjur, ma.kr. -33 -34 -31 -27 -28 -28 Heildargjöld, ma.kr. 9 6 10 18 14 18 Heildarafkoma, ma.kr. -41 -40 -41 -46 -42 -45 % af VLF -1,4 -1,3 -1,3 -1,3 -1,2 -1,2 Ríkissjóður Heildartekjur, ma.kr. -27 -28 -29 -27 -27 -28 Heildargjöld, ma.kr. 9 6 8 13 9 11 Heildarafkoma, ma.kr. -35 -35 -36 -40 -36 -38 % af VLF -1,2 -1,1 -1,1 -1,2 -1,0 -1,0 Sveitarfélög Heildartekjur, ma.kr. -6 -7 -3 0 -1 0 Heildargjöld, ma.kr. 0 -1 2 5 5 7 Heildarafkoma, ma.kr. -6 -5 -5 -5 -6 -7 % af VLF -0,2 -0,2 -0,2 -0,2 -0,2 -0,2 Til minnis: Spá um VLF, milljarðar kr. á verðlagi hvers árs 2.890 3.070 3.241 3.412 3.594 3.780 Breytingar á fjármálastefnunni Með fjármálastefnu eru sett neðri mörk á afkomu hins opinbera. Hins vegar hefur afkoma ífjármálaáætlun og fjárlögum farið niður að þessu lágmarki þrátt fyrir umtalsvert góðæri hin síðari árin. Afleiðing þessa er að nú þegar gefur á bátinn er svigrúm ekkert og fjármálareglur laga um opinber fjármála 1 halda ekki er varðar afkomu yfir 3 ára tímabil ef gangur efnahagslífsins verður sá sem ný þjóðhagsspá Hagstofu íslands teiknar upp. 1 Fjármálareglur LOF víkja annars vegar að afkomu og hins vegar að skuldastöðu. Heildarafkoma á að vera jákvæð yfir 5 ára tímabil og árlegur halli aldrei meira en 2,5% af landsframleiðslu. heildarskuldir (án lífeyrisskuldbindinga og að handbæru fé frádregnu) ekki umfram 30% af VLF. 2 < g> í 10. gr. laga um opinber fjármál er kveðið á um skilyrði fyrir endurskoðun fjármálastefnu. Þessi skilyrði eru býsna hörð. Um er að ræða að „grundvallarforsendur" fjármálastefnunnar bresti vegna „efnahagsáfalla", „þjóðarvár" eða annarra aðstæðna, sem ógerlegt er að bregðast við. í greininni segir ennfremur að við þessi skilyrði megi víkja frá fjármálareglum í allt að þrjú ár. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um opinberfjármála segir um 10. gr. „Fjármálastefna verður á hinn bóginn ekki endurskoðuð af þeirri ástæðu að markmið hennar náist ekki vegna almennra veikleika í fjármálastjórn hins opinbera við framkvæmd gildandi stefnu." Eflaust má halda þvífram að veikleikar hafi verið í fjármálastjóm á undanförnum árum að því leyti að reksturinn hefði átt að skila mun betri niðurstöðu en fjármálastefnan kvað á. Þetta hefur m.a. verið sjónarmið Fjármálaráðs í umsögnun sínum um fjármálaáætlanir undanfarinna ára. Eins er vafamál hvort spá um 0,2% samdrátt geti talist „efnahagsáfall". Á móti þessu vegur að fjárlög sem tækju mið af gildandi fjármálastefnu fælu í sér umtalsverða aðhaldskröfu á ríkisútgjöld með tilheyrandi áhrifum á þjóðarbúskapinn. Hér eru vissulega álitaefni sem fjármálaráði er falið að skera úr um eins og segir í lögunum og kveða upp úr hvort um er að ræða fullgilt til efni til endurskoðunar. Fyrirliggjandi tillaga um breytingu á fjármálastefnu felur í sér töluverða breytingu á afkomumarkmiðum. Þá er nýmæli að kveðið er á um stefnan feli í sér lágmarksviðmið að viðbættu „sérstöku svigrúmi" í varfærnisskyni. Svigrúmið er ákveóið -0,4% af vergri landsframleiðslu, eða sem nemur tæpum 12 ma.kr. í ár og rúmlega þeirri fjárhæð 2020. Svigrúmið sýnist eiga að vera allt ríkissjóðsmegin. Ekki verður séð af hverju svigrúmið var ákveðið 0,4% en ekki t.d. 0,5%. Afkoma hins opinbera næstu árin í töfiu 2 er metið hver afkomumarkmið í endurskoðaðri fjármálaáætlun gætu verið. Gengið er út frá uppgefnum tölum um tekjur og gjöld í tillögu að fjármálaáætlun og þeim breytt skv. áætlunum fjármálaráðuneytisins sbr. töflu 1. Til þess að afkoman verði í jafnvægi, sbr. markmið endurskoðaðrar fjármálastefnu, þarf að draga úr útgjöldum/auka tekjur hins opinbera um 6-10 ma.kr. næstu þrjú árin. Verði samdráttur í þjóðarbúskapnum meiri blasir við að honum verði að mæta með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur. 3 <$> Tafla 2. Áætlun um tekjur, gjöld og afkomu í fjármálaáætlun Hið opinbera 2019 2020 2021 2022 2023 2024 Heildartekjur, ma.kr. 1.219 1.285 1.348 1.409 1.471 1.538 Heildargjöld, ma.kr. 1.221 1.291 1.357 1.419 1.472 1.539 Heildarafkoma, ma.kr. -2 -6 -9 -10 -1 -1 Heildarafkoma, % af VLF -0, 1% -0,2% -0,3% -0,3% 0,0% 0,0% Ríkissjóður Heildartekjur, ma.kr. 869 915 954 991 1.033 1.078 Heildargjöld, ma.kr. 870 920 964 1.002 1.034 1.078 Heildarafkoma, ma.kr. -1 -5 -10 -11 -1 0 Heildarafkoma, % af VLF 0,0% -0,2% -0,3% -0,3% 0,0% 0,0% Sveitarfélög Heildartekjur, ma.kr. 379 399 422 451 473 496 Heildargjöld, ma.kr. 380 399 422 449 472 496 Heildarafkoma, ma.kr. -1 0 0 2 1 0 Heildarafkoma, % af VLF 0,0% 0,0% 0,0% 0,1% 0,0% 0,0% Heildarafkoma hins opinbera verður að óbreyttu neikvæð árin 2020-2022. Tafla 2 sýnirað afkoma ríkissjóðs á næstu þremur árum fer nálægt því sérstaka svigrúmi sem í boði er í fjármálastefnunni. í greinargerð kemur hins vegar fram sá ásetningur fjármálaráðuneytisins að markmið í fjármálaáætlun verði að svigrúmið verði ekki nýtt og stefnt að jafnvægi í ríkisbúskapnum 2019 og 2020 og vaxandi afgangi eftir það. Til þess að ná markmiði um jafnvægi þarf að draga úr opinberum útgjöldum eða tekjum um 6-10 ma.kr. á ári eins og tafla 2 sýnir. Boðað aukið aðhald í ríkisfjármálum er áhyggjuefni og það gæti hæglega aukið samdrátt í þjóðarbúskapnum. Eins og vikið var að hér að ofan eru áætlanir fjármálaráðuneytisins um tekjur og gjöld sveitarfélaga alfarið á ábyrgð þess og fulltrúar sveitarfélaga hafa ekki komið að áætluninni. Pað má efast um að áhrifin á afkomu sveitarfélaga verði ekki meiri en ráðuneytið gerir ráð fyrir. Sambandið leggur mikla áherslu á að í endurskoðaðri fjármálaáætlun verði horfið frá áformum um að frysta framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Óljóst er hvort þessi tillaga að breytingu á fjármálastefnu felur í sér að ríkið ætli að standa við þau áform. Virðingarfyllst SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA 4