Breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018–2022

Umsögn í þingmáli 953 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 29.05.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Seðlabanki Íslands Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 07.06.2019 Gerð: Umsögn
7. júní 2019 1906006 Nefndasvið Alþingis nefndasvid@althingi.is Austurstræti 8 - 1 0 150 Reykjavík Með tölvupósti dags. 4. júní 2019, óskaði fjárlaganefnd Alþingis eftir umsögn Seðlabanka íslands um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018-2022, 953. mál. Snarpur viðsnúningur efnahagsumsvifa í ár gerir það að verkum að framleiðsluspenna minnkar hraðar en áður var talið og samkvæmt nýbirtri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í Peningamálum 22. maí sl. er talið að slaki myndist í þjóðarbúinu í lok þessa árs sem hverfi aftur undir lok þess næsta. Afkoma ríkissjóðs er mjög háð þróun hagsveiflunnar eins og hún birtist í breytingum í framleiðsluspennu, sérstaklega á tekjuhlið. Einnig hafa komið til töluverðar sértækar aðgerðir sem hafa verið til þess fallnar að rýra afkomu ríkissjóðs, m.a. aðgerðir í tengslum við nýlega kjarasamninga. Því þarf ekki að koma á óvart að viðmið núgildandi ijármálastefnu um afgang á rekstri ríkissjóðs haldi ekki enda voru viðmiðin sett hátt í ljósi þess hver ætluð afkoma samkvæmt fjármálaáætlunum var. Ljóst var að ekki mátti miklu skeika í afkomunni til hins verra án þess að farið yrði niður fyrir viðmið fjármálastefnunnar. Einnig er ljóst að töluverð óvissa er um efnahagshorfur og því kann að vera rétt að gera ráð fyrir rýmra óvissusvigrúmi en áætlunin gerir. Ekki er unnt að gera ítarlegri úttekt á ijármálastefnunni innan þess stutta tímafrests sem gefín er en ítarlegri greiningu á ríkisfjármálum og aðhaldsstigi þeirra verður að fínna í vetrarhefti Peningamála. Þá tekur bankinn ekki afstöðu til þess hvar afkomuviðmið ijármálastefnunnar skulu liggja enda þar um að ræða stefnumarkandi ákvörðun ríkisfjármála. Virðingarfyllst SEÐLABANKI ÍSLANDS 'A *Y /l/H'/rt Már Guðmundsson seðlabaircastjóri G. Pétursson aðalhagfræðingur mailto:nefndasvid@althingi.is