Breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018–2022

Umsögn í þingmáli 953 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 29.05.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök iðnaðarins Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 07.06.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis B.t. fjárlaganefndar nefndasvid@althingi.is Reykjavík, 7. júní 2019 Efni: Umsögn um tillögu um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir 2018-2022, 953. mál Fjármálaáætlun 2020-2024 var lögð fram af fjármála- og efnahagsráðherra í lok mars sl. sem tillaga til þingsályktunar. Hún byggðist á gildandi fjármálastefnu. Í umsögn Samtaka iðnaðarins um fjármálaáætlunina segir að efnahagshorfur hafi farið hratt versnandi undanfarið og að samhliða því hafi efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar og þeirrar fjármálastefnu sem hún byggist á breyst umtalsvert til hins verra. Slæm tíðindi hafa borist af stöðu útflutningsgreina sem viðbúið er að munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Segir í umsögninni að í stað hagvaxtar má nú reikna með því að samdráttur verði í hagkerfinu á þessu ári samkvæmt spám greiningaraðila á markaði og Hagstofu Íslands.1 Líkt og segir í ofangreindri umsögn SI er verkefni hagstjórnar nú að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem nú vofir yfir. Stöðugleiki í efnahagslegu tilliti er nauðsynleg forsenda áframhaldandi velmegunar og eitt af grunngildunum fimm sem gerð er krafa um í lögum um opinber fjármál að stefnumörkun í opinberum fjármálum byggist á. Búum við vel að því nú að viðnámsþróttur þjóðarbúsins er mikill eftir uppgang síðustu ára. Í því sambandi skiptir miklu máli að afkoma hins opinbera góð og skuldastaða hins opinbera er nokkuð sterk. Geta hins opinbera til að beita tækjum hagstjórnar í viðnámstilliti og skapa stöðugleika í samspili við stjórn peningamála er því meiri en oft áður. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Það er því fullt tilefni til þess að nýta svigrúm innan fjármálareglna til að auka við slakann í opinberum fjármálum og í því sambandi leyfa innbyggðum sveiflujöfnurum að virka með þeim hætti sem þeim er ætlað að gera við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi. Í þingsályktuninni um fjármálastefnuna segir að stærð og eðli framboðsskellsins sem hagkerfið stendur frammi fyrir gerir það að verkum að ekki er talið tilefni til að grípa til sérstakra ráðstafana til að örva hagkerfið umfram það sem leiðir af sjálfvirkum sveiflujöfnurum. 1 https://w w w .s i.is /m ed ia / eplica-uppsetning/Umsogn-SI-um-thingsalvktun-um-fiarmalaaaetlun-2020-2024-750.-mal-08-04-2019.pdf Borgartúni 35 -105 Reykjavík - Sími 591 0100 - mottaka@si.is - www.si.is mailto:nefndasvid@althingi.is https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Umsogn-SI-um-thingsalyktun-um-fjarmalaaaetlun-2020-2024-750.-mal-08-04-2019.pdf mailto:mottaka@si.is http://www.si.is o SI vilja í þessu sambandi annars vegar benda á að veruleg óvissa er um stærð framleiðsluskellsins og hins vegar á á mikilvægi þess að fjármálastefna hins opinbera endurspegli þá meginþætti sem líklegastir eru til að efla samkeppnishæfni Íslands um þessar mundir og undirbyggja þar með bætt lífskjör landsmanna litið til framtíðar líkt og rætt er um í ofangreindri umsögn SI. Í þessu sambandi vill SI aftur lýsa ánægju sinni með það sem fram kom í tillögu að fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 að auka framlög til samgöngumála, nýsköpunar og menntunar. Líkt og í þeirri umsögn hvetja SI til þess að þessum áherslum verði fylgt eftir þrátt fyrir breyttar forsendur. Varðandi umræðu um mikilvægi þessa þátta vísa SI til ofangreindrar umsagnar og skýrslna samtakanna um samkeppnishæfni og atvinnustefnu er komu út á árinu 2018 en þar er rætt um alla þá þætti er mestu varða um samkeppnishæfni Íslands til framtíðar.2 Skýr stefna, fumlaus framkvæmd og markviss eftirfylgni ríkisvaldsins á þessum sviðum leiðir til raunverulegra umbóta og leggur grunn að auknum lífsgæðum íbúa. Virðingarfyllst, aðalhagfræðingur SI Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI 2 https://w w w .s i.is /m ed ia / eplica-uppsetning/SI Atvinnustefna skvrsla fina l.pdf Borgartúni 35 -105 Reykjavík - Sími 591 0100 - mottaka@si.is - www.si.is https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/SI_Atvinnustefna_skyrsla_final.pdf mailto:mottaka@si.is http://www.si.is