Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 891 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 07.05.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 07.06.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um 891. mál á 149. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 6. júní 2019 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 891. mál á 149. löggjafarþingi Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (nýting séreignarsparnaðar) Með frumvarpi þessu er lagt til að heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða hraðari niðurgreiðslu húsnæðislána, verði framlengd um 2 ár eða til 30. júní 2021. Þá er vísað til þess í greinargerð með frumvarpinu að það sé liður í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum í tengslum við nýgerða kjarasamninga á vinnumarkaði. Auk þessa frumvarps hefur legið fyrir sambærilegt þingmannafrumvarp, þar sem er lagt til að þessi úrræði verði framlengd um 3 ár (þskj. 981 - 583. mál 149. löggj.). Hagsmunasamtök heimilanna eru hlynnt því að umrædd úrræði verði framlengd og leggja því til að síðarnefnda frumvarpið verði samþykkt. Enn fremur leggja samtökin til að um leið verði sá tími nýttur til þess að taka fyrirkomulag og útfærslu þeirra úrræða til nánari skoðunar. Þar á meðal verði kannaðir möguleikar á að rýmka heimildir einstaklinga til að ákveða sjálfir að hve miklu leyti lífeyrissparnaður þeirra verði fjárfestur í eigin íbúðarhúsnæði, að sá hluti húsnæðis sem þannig er fjármagnaður verði ekki aðfararhæfur frekar en samsvarandi lífeyriseign yrði, ásamt því að ráðist verði í stefnumótun með því markmiði að slík úrræði verði ekki tímabundin heldur varanleg. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=891 https://www.althingi.is/altext/149/s/0981.html http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is