Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 891 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 07.05.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðu­samband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 16.05.2019 Gerð: Umsögn
Hér komi titill Alþýðusamband íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík 16.5.2019 Tilvísun: 201905-0017 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (nýting séreignarsparnaðar), 891. mál. Alþýðusamband Islands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum (nýting séreignarsparnaðar), 891. mál. Með frumvarpinu er lagt til að núverandi heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar og úttektar á viðbótariðgjaldi til séreignarsparnaðar til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, sem að óbreyttu fellur úr gildi þann 30. júní n.k., verði framlengd um tvö ár eða til 30. júní 2021. Frumvarpið er liður í að framfylgja loforðum sem gefin voru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði þann 3.apríl síðastliðinn. Alþýðusamband Íslands leggur ríka áherslu á að staðið verði við gefin fyrirheit með samþykkt frumvarpsins. Virðingarfyllst, Henný Hinz hagfræðingur ASÍ A L Þ Ý Ð U S A M B A N D ÍS L A N D S • G U Ð R Ú N A R T O N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V ÍK • S ÍM I : S 3 S 5 6 0 0 • F A X : 53 5 5 6 0 1 • A S I® A S1 , IS • W W W .A S I . I S http://WWW.ASI.IS