Menntun, hæfni og ­ráðning kennara og skólastjórnenda við leik­skóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Umsögn í þingmáli 801 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 145 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Persónuvernd Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Æ PERSÓNU ! l[ I VERND ■ Alþingi Allsherjar- og menntamálanefnd 150 REYKJAVÍK Reykjavík, 13. júní 2019 Tilvísun: 2019061227/ÞS Efni: Umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjómenda Persónuvemd vísar til beiðni allsherjar- og menntamálaefndar Alþingis frá 12 júní 2019 um umsögn um tillögu nefndarinnar að breytingu á 3. mgr. 11. gr. frumvarps til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla (þskj. 1262, 801. mál á 149. löggjafarþingi). Í 1. málsl. umrædds ákvæðis frumvarpsins, eins og það stendur nú, er gert ráð fyrir að óheimil sé ráðning einstaklings til starfa við leik-, gmnn- eða framhaldsskóla hafi hann hlotið refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá segir í 2. málsl. að við ráðningu skuli „liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“ Samkvæmt tillögu nefndarinnar yrði orðalagi þessa ákvæðis breytt þannig að það færðist til samræmis við 4. mgr. 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 þar sem einnig er fjallað um öflun upplýsinga úr sakaskrá vegna ráðninga í störf, þ.e. hjá aðilum sem koma að æskulýðsstarfi og sem samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins mega ekki ráða þá til starfa sem hlotið hafa refsidóm fýrir tiltekin brot. Nánar tiltekið hefði tillaga nefndarinnar í för með sér að samkvæmt 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins yrði við ráðningu „heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota sem I. mgr. [taki] til, að fengnu samþykki hans.“ I tengslum við framangreint verður að gera ráð fyrir að einnig liggi fyrir tillaga að breytingu á 1. mgr. II. gr. fmmvarpsins þannig að þar verði gert ráð fyrir banni við ráðningu þeirra sem hlotið hafi refsidóm fýrir tiltekin brot, en í frumvarpinu er ekki vikið að því í umræddri málsgrein. Þá verður jafnframt að gera ráð fýrir að 1. málsl. 3. mgr. greinarinnar breytist þannig að hann hafi ekki lengur að geyma slíka tilvísun, enda hefði greinin ella að geyma óþarfa tvítekningu. Persónuvernd er ekki kunnugt um útfærslu í þessum efnum en leggur áherslu á að afimörkun þeirra brota, sem leiða til þess að ráðning verður óheimil, þarf að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að öðm leyti skal tekið fram að gerð er athugasemd við það orðalag í tillögu nefndarinnar að breytingu á 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins að upplýsingaöflun úr sakaskrá byggist á samþykki. Sérstaklega er tekið fram í skilgreiningunni á samþykki fýrir vinnslu persónuupplýsinga í 1. tölul. 4. gr. persónuvemdarreglugerðarinnar, (ESB) 2016/679, að þar sé átt við yfirlýsingu sem meðal annars sé Persónuvernd • Rauðarársrig 10 • 105 Reykjavík • IS (+354) 510 9600 • postur@personuvernd.is mailto:postur@personuvernd.is óþvinguð, sbr. einnig 8. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Einstaklingur, sem óskað yrði eftir að samþykkri upplýsingaöflun á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 11. gr. frumvarpsákvæðisins, yrði af tækifæri til að öðlast tiltekið starf, kysi hann að synja um veitingu heimildar til öflunar upplýsinga. I ljósi þess má telja vafa leika á um að kröfunum til þess að fyrir liggi samþykki samkvæmt persónuupplýsingalöggjöf sé hér fuUnægt. I ljósi þess að í umræddri málsgrein er fjallað um öflun persónuupplýsinga telur Persónuvemd eðlilegt að byggt sé á þessum kröfum og að því þurfi að breyta orðalagi málsliðarins. íjiggn r stofnuninþvi til að í stað niðurlagsorðanna „vnttu samþjkki hans“ komi orðin „að veittrifrœðslu tilhan sþar að lútandi“. Eins og fyrr greinir er einungis farið fram á umsögn Persónuverndar um umræddan málslið, en þó þykir rétt að taka fram að ekki em gerðar athugasemdir í tengslum við frumvarpið að öðm leyti. 2