Menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Umsögn í þingmáli 801 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 145 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Háskólinn á Akureyri Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 17.04.2019 Gerð: Umsögn
Háskólinn á Akureyri Univers i ty o f Akureyri Akureyri, 16. apríl 2019 Efni: Umsögn um frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801 mál Meginmarkmið frumvarpsins er mikilvægt, þ.e. að stuðla að sameiginlegri sýn á kennarastarfið og að skilgreina sérstöðu þess. Eins að líta til hæfni í starfi og meta mismunandi leiðir til að ná þeirri hæfni. Viðmið um hæfni geta vissulega verið leið til að skilgreina starfsþróun kennara og fá sameiginlega sýn á hana. Það þarf hins vegar að huga vel að því hvernig eigi að meta aukna eða breytta sárhæfingu (starfsþróun) til kennslu á öðru skólastigi en upphaflega sérhæfingin sagði til um. Sérstaklega verður að huga að því að sérhæfing ákveðinna skólastiga verði ekki undir en það er ákveðin hætta á því, sérstaklega hvað leikskólann varðar, þar sem starfsumhverfi og starfsaðstæður leikskólakennara eru töluvert frábrugðnar öðrum skólastigum. Kennaranámið sjálft byggist á ECTS einingum (Bologna) með tilgreindum hæfniviðmiðum sem eiga að tryggja að lágmarkshæfni sé til staðar. Ekki er ástæða til að breyta því kerfi. Með því væri verið að gjaldfella þau viðmið og hefði það í för með sér aukna miðstýringu eftirlitsstofnana sem getur verið varhugavert og vandmeðfarið. Mikilvægt er að háskólum/kennaramenntunarstofnunum sem uppfylla gæðaviðmið sé treyst til að uppfylla skilyrði menntunarinnar. Eins er mikilvægt að treysta fagmennsku skólastjórnenda til að meta hæfni kennara til starfa. Ef stofnað verður svo kallað kennararáð er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk þess mjög vel. Mat á sérhæfðri hæfni byggist væntanlega á einingum úr háskóla, að loknum námskeiðum/einingum. Ef meta á annað; hvernig á að fara að því og hvaða aðilar eru til þess bærir? Hvert er vægi sérhæfðu hæfninnar þegar kemur að ráðningu (ef aðili hefur sérhæfinguna en ekki almennu menntunina)? Hvað gerist þá? Hvað verður um þá sem eru nú þegar með leyfisbréf? Spurningar: Noröurslóð 2 600 Akureyri 46 0 8 0 0 0 unak@unak.is www.unak.is mailto:unak@unak.is http://www.unak.is