Menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Umsögn í þingmáli 801 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 145 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Keilir, miðstöð vísinda,fræða og atvinnulífs Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 12.04.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um frv. til laga um menntun kennra og skólatjórnenda........ Þingskjal 1262. Til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Undirritaður þakkar fyrir tækifærið til að veita umsögn um frv. á þingskjali 1262. Umsögn mín er einföld: Allt of lengi hafa staðið múrar milli skólastiga, byggðir á gamalli hefð sem í raun er löngu úr sér gengin. Ekki verður betur séð en frv. sé góð viðleitni til að rjúfa skörð í þá múra og stuðla þannig að auknum sveigjanleika milli skólastiga. Því er frv tekið fagnandi með hvatningu um að það verði farsællega samþykkt. Kærar kveðjur/Best regards Hjálmar Árnason Framkvæmdastjóri | Managing Director Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs