Sviðslistir

Umsögn í þingmáli 800 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 01.04.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 16 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bandalag íslenskra leikfélaga Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 16.04.2019 Gerð: Umsögn
Athugasemdir við sviðslistalög Bandalag íslenskra leikfélaga Athugasemdir við drög að Sviðlistalögum Bandalag íslenskra leikfélaga fagnar framkomnum drögum að frumvarpi til laga um sviðslistir og þakkar sérstaklega þann skilning sem þar kemur fram á mikilvægi starfsemi áhugamanna í leiklist. Okkur líst vel á að verða hluti af fyrirhugaðri kynningarmiðstöð sviðlista og vonum að samlegðaráhrifin verði jákvæð, jafnt faglega sem og rekstrar- og félagslega. Athugasemdir Bandalags íslenskra leikfélaga eru eftirtaldar: Almennt: Við teljum vissa hættu á að nýr milliliður milli okkar og ráðuneytisins, sviðslistaráð sem við munum ekki eiga aðild að, taki af okkur ákveðið sjálfræði - sérstaklega þar sem áformað er að ákvarðanir þess verði endanlegar á stjórnsýslustigi og sæti ekki kæru til ráðherra. Drög að frumvarpi til til laga um sviðslistir 17. gr. Sviðslistasjóður Við teljum að úthlutun styrkja til aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga vegna verkefna þeirra sé best fyrirkomið með sama hætti og hingað til, þ.e. að stjórn þess geri tillögur að úthlutun úr deild áhugamanna sviðslistasjóðs eftir þeim reglum sem aðilar hafa komið sér saman um. Við höfnum alfarið afskiptum atvinnumanna af því verkefni. Um einstakar greinar frumvarpsins Um 17 gr. bls 11: Í lok þriðju málsgreinar er talað um Félag íslenskra leikfélaga, vinsamlegast breytið því í Bandalag íslenskra leikfélaga. Í sömu málsgrein er tiltekið hvaða skipting eigi að vera milli deilda í sviðslistasjóði. Gæta þarf þess að að framlagið til áhugaleikfélaganna og skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga lækki ekki við þessa breytingu heldur verði tryggt að það hækki árlega til samræmis við almennar hækkanir í landinu. Tryggt verði að framlög til skrifstofu Bandalagsins sem hingað til hafa verið greidd samkvæmt 3ja ára samningi í senn undanfarin 6 ár, séu tekin með inn í reiknireglur vegna sviðslistasjóðs - það kemur ekki skýrt fram í frumvarpinu og skýringum með því.