Almenn hegningarlög o.fl.

Umsögn í þingmáli 796 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag atvinnurekenda Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Viðbótarumsögn
KMBT_C224e-20190514121735 FÉLAG S S B aTVINNUREKENDA Nefndasvið Alþingis b.t. efnahags- og viðskiptanefndar Austurstræti 8 -10 150 Reykjavík Reykjavík, 14. maí 2 0 1 9 Efni: Viðbótarumsögn um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, Iögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur (misnotkun á félagaformi og hæfisskilyrð), 796. mál. Þann 12. apríl sl. óskaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn Félags atvinnurekenda (FA) um ofangreint frumvarp. FA skilaði inn umsögn 2. maí sl. þar sem stuðningi var lýst við frumvarpið. Félagið telur ástæðu til að gera viðbót við umsögn sína eftir yfirferð umsagnar skattrannsóknarstjóra ríkisins, sem barst nefndinni 3. maí sl. Lögfræðingur félagsins mætti á fund nefndarinnar 8. maí sl. og gerði grein fyrir breyttri umsögn félagsins munnlega. Umsögn þessi er þeirri umsögn til eftirfylgni. FA lýsir sem fyrr yfir stuðningi við markmið frumvarpsins, enda er kennitöluflakk alvarleg meinsemd í íslensku atvinnulífi, en telur þó rétt að tillögur frumvarpsins verði teknar til frekari skoðunar. Þá telur félagið framkomið frumvarp fela í sér skynsamlegri leið heldur en fyrri tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. í umsögn skattrannsóknarstjóra er gerð athugasemd við a-Iið 1. gr. frumvarpsins þar sem ætlunin er að veita lífeyrissjóðsiðgjöldum sömu vernd og vörslusköttum. Lagt sé að jöfnu greiðsla iðgjalda af launum launþega sem vinnuveitanda ber að halda eftir af launum launþega og standa skil á til lífeyrissjóðs annars vegar og framlag vinnuveitanda vegna launþegans hins vegar. Fram til þess hafi verið litið svo á að vanræksla vinnuveitanda á að standa skil á iðgjaldahluta launþega sem hafi þó verið dreginn af launum hans varði við fjárdráttarákvæði almennra hegningarlaga nr. 1 9 /1 9 4 0 . Vanræksla á skilum á framlagi vinnuveitanda feli hins vegar í sér skuld við lífeyrissjóðinn og það sé umhugsunarefni hvort slíkar kröfur skuli njóta refsiverndar umfram aðrar kröfur. Verði breytingin samþykkt myndu meiri háttar brot varðandi skil iðgjalda falla undir 262. gr. alm hgl. en ekki minni háttar brot, sem myndu enn varða við fjárdráttarákvæði laganna. FA tekur undir umsögn skattrannsóknarstjóra hvað þetta varðar, þ.e. að þetta sé varla æskileg staða. Frumvarpinu er ætlað að gera greinarmun á milli hefðbundinna gjaldþrota og gjaldþrota þar sem ásetningur er til kennitöluflakks en framangreind breyting kann að hafa í för með sér að menn verði sóttir til saka fyrir dómi fyrir að standa ekki skil á framlagi vinnuveitanda þó ekki hafi verið ásetningur til kennitöluflakks. Þá hefur lífeyrissjóðsiðgjöldum með þessum hætti verið veitt refsivernd umfram aðrar kröfur, m.a. launakröfur og kröfur heildsala og annarra birgja, og kann afleiðingin því að verða sú að aðilar velji að greiða fremur lífeyrissjóðsiðgjöldin á kostnað annarra krafna. Félagið telur að lokum nauðsynlegt að ítreka það sem fram kom í fyrri umsögn þess, og vikið var að á fundi nefndarinnar 8. maí s l , um nauðsyn þess að breyting verði gerð á 36. gr. laga um samningsveð nr. 7 5 / 1 9 9 7 en samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þó kaupverð hafi ekki verið greitt. Ákvæðið er sett til að koma í veg fyrir að hlutir sem ætlaðir eru til endursölu verði ekki sóttir til kaupanda en hefur þær afleiðingar að Hús verslunarinnar | i03Reykjavík | Sími 5888910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is i www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 I Banki 015-26-6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is FELAG Œ S A T V IN N U R E K E N D A heildsalar geta ekki tekið veð í vörum sínum þó að þær séu óseldar og ógreiddar. Það getur þriðji aðili hins vegar gert með allsherjarveði. Eru þannig dæmi um að fyrirtæki, sem stefna í þrot, panti vörur af heildsölum skömmu fyrir gjaldþrot. Við uppgjör búsins á svo þriðji aðili veðrétt í vörunum á meðan kröfur heildsalanna hafa stöðu almennra krafna. Þarna verður því ákveðin eignatilfærsla. Þetta er brýnt hagsmunamál innflytjenda og heildsala, sem verða oft fyrir verulegu tjóni við gjaldþrot fyrirtækja vegna þessa. Tjón fyrirtækjanna er iðulega hlutfallslega mikið samanborðið við tjón stærri kröfuhafa og kann að hafa áhrif á fjöldann allan af smærri fyrirtækjum með tilheyrandi samfélagslegu tjóni. í baráttunni gegn kennitöluflakki er brýn þörf á að taka á þessu máli. Félagið skilyrðir því stuðning sinn við frumvarpið með vísan til framangreinds. Virðingarfyllst, f.h. Félags atvinnurekenda (/f(j Guðný Hjaltadóttir, lögfr. FA Hús verslunarinnar 10BReykjavík | S (m i5888910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 1 Banki 015-26-6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is