Almenn hegningarlög o.fl.

Umsögn í þingmáli 796 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 7 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis b.t. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis nefndasvið@althingi.is Reykjavík 14. maí 2019 Efni: Frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum o.fl. (misnotkun á félagaformi, hæfisskilyrði) vegna a. liður 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins . Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands („samtökin“) skiluðu sameiginlegri umsögn um frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum o.fl. (misnotkun á félagaformi, hæfisskilyrði) 17. apríl 2019. Á fundi með Efnahags- og viðskiptanefnd 8. maí sl. var óskað eftir því að samtökin skiluðu frá sér skriflegum viðbrögðum um þær athugasemdir sem Skattrannsóknarstjóri ríkisins gerir við a. lið 1. mgr. 1. gr. sama frumvarps. Samtökin taka undir með skattrannsóknarstjóra að mikilvægt sé að gera greinarmun annars vegar á þeim hluta lífeyrissjóðsiðgjalda sem atvinnurekanda ber að halda eftir fyrir launþega og skila til viðkomandi lífeyrissjóðs og hins vegar mótframlagi atvinnurekanda. Í fyrrnefnda tilvikinu er atvinnurekandi í hlutverki vörsluaðila. Lögð eru refsiviðurlög við meiri háttar vörsluskattsbrotum sem framin eru af ásetningi eða stórfelldu gáleysi í 262. gr. almennra hegningarlaga. Eðlilegt er að mati samtakanna að sömu refsiviðurlög liggi við meiri háttar lífeyrissjóðsiðgjaldabrotum þar sem atvinnurekandi er í hlutverki vörsluaðila. Samtökin taka þó undir með skattrannsóknarstjóra að sömu rök eigi ekki við þann hluta lífeyrissjóðsiðgjalda sem atvinnurekandi ber sjálfur að standa straum af. Í ljósi framangreinds leggja samtökin til að a. lið 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins verði breytt og hann orðist svo: a. Á eftir orðinu „tryggingagjald“ í 1. mgr. kemur: gegn 3. mgr. 7. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða vegna iðgjaldshluta launþega. Virðingarfyllst, F.h. Samtaka atvinnulífsins F.h. Alþýðusambands Íslands mailto:nefndasvi%c3%83%c2%b0@althingi.is