Húsaleigulög

Umsögn í þingmáli 795 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 07.06.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um 795. mál á 149. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 7. júní 2019 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 795. mál á 149. löggjafarþingi Húsaleigulög (bætt réttarstaða leigjenda við lok leigusamnings) Hagsmunasamtök heimilanna lögðu fram umsögn þann 18. mars sl. við drög að frumvarpi þessu sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda og lýstu þar yfir stuðningi við markmið frumvarpsins. Vegna anna við önnur verkefni hefur samtökunum ekki gefist svigrúm til frekari eftirfylgni, fyrr en nú þegar nánar útfært frumvarp hefur verið afgreitt úr þingnefnd með breytingartillögum meirihlutans. Samtökin hafa kynnt sér fyrirliggjandi gögn um meðferð málsins, sem virðist hafa verið vönduð af hálfu velferðarnefndar Alþingis. Þær tillögur sem koma fram í áliti nefndarinnar sýnast einnig vera til þess fallnar að styrkja réttarstöðu leigjanda og gera hana skýrari. Megináherslur samtakanna lúta ekki síst að því að réttur til húsaskjóls sé órjúfanlegur hluti af þeim mannréttindum sem eigi að gilda hér á landi. Þess vegna eru samtökin hlynnt því að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í áliti velferðarnefndar (þskj. 1697 - 795. mál 149. löggj.). Að lokum telja samtökin ástæðu til að minna á mikilvægi þess að breytingum sem þessum sé fylgt eftir með kynningu á þeim réttindum sem þær færa einstaklingum og fræðslu starfsmanna hjá þeim stofnunum sem eiga að leiðbeina borgurunum um þessi réttindi. Einnig er þörf á eftirfylgni í því skyni að meta áhrif breytingarinnar í reynd svo sníða megi af henni hugsanlega vankanta sem kunna að koma í ljós í framkvæmd og tryggja þannig að markmiðum hennar verði náð. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=795 https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1344&uid=a66e2fe0-a949-e911-9450-005056850474 https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1344 https://www.althingi.is/altext/149/s/1697.html http://www.heimilin.is/ mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is