Seðlabanki Íslands

Umsögn í þingmáli 790 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 26 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagstofa Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 17.04.2019 Gerð: Umsögn
l ln Hagstofa íslands Alþingi Efnahags- og viðskiptanefnd 101 Reykjavík Umsögn um frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands, 790. mál. Hagstofa Íslands gerði í samráðsferli frumvarpsins athugasemdir við, að ekki væri í frumvarpinu gerð nógu skýr aðgreining á gögnum sem ætluð eru til hagskýrslugerðar bankans og gögnum sem aflað er vegna annarra verkefna Seðlabankans, svo sem vegna eftirlits. Kæmi það í veg fyrir að Hagstofan gæti afhent bankanum örgögn til hagskýrslugerðar sem eru rekjanleg með beinum eða óbeinum hætti til einstaklinga eða fyrirtækja. Farið var yfir málið á fundi með fulltrúum forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Seðlabanka Íslands og Hagstofunnar. Niðurstaða fundarins var að fulltrúar Seðlabankans töldu ekki þörf á að fá slík gögn afhent frá Hagstofunni vegna hagskýrslugerðar sinnar, eins og rakið er á bls. 41 í greinargerð með núverandi frumvarpi. A f þeim sökum mun standa óbreytt sú framkvæmd undanfarinna ára, að Hagstofan afhendir Seðlabankanum ekki slík gögn. Hagstofan gerir því ekki athugasemdir við efni frumvarpsins.