Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 785 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Almannaheill, samtök þriðja geirans Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
m tö k þr ið j a g e i r a n s I m a n n a h e i l l Til: Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Frá: Stjórn Almannaheilla Dags: 13.05.2019 Efni: Umsögn um þingskjal 1245, frum varp til laga um félög til alm annaheilla (785. mál). Fyrir hönd stjórnar Almannaheilla er eftirfarandi umsögn um þingskjal 1245, frumvarp til laga um félög til almannaheilla sett fram. Bætt lagaleg umgjörð eflir starf almannaheillafélaga Almannaheill fagnar frumvarpi um félagasamtök til almannaheilla. Frá stofnun Almannaheilla árið 2008 hafa samtökin beitt sér fyrir slíku frumvarpi. Almannaheill telja afar brýnt að sköpuð sé lagaleg umgjörð um faglegt starf frjálsra félagagasamtaka og sjálfseignastofnana sem vinna að heill manna án hagnaðarvonar. Félagsfundir Almannaheilla frá stofnun hafa staðfest þennan vilja samtakanna. Frumvarpið er líklegt til að skapa meiri gagnsæi, gæði og þar með tiltrú á almannaheillasamtök þegar kemur að stjórnarháttum og meðferð fjármuna. Vel skipulögð almannaheillafélög, stór og smá, átta sig á að trúverðugleiki og fagmennska eru lykill að árangri til lengri tíma. Hugsjónir og góð meining er auðvitað nauðsynleg forsenda allra almannaheillasamtaka, en þeim verða að fylgja skynsamar og raunhæfar ákvarðanir sem hægt er að stóla á. Með því að setja skilyrði í lögum fyrir því að slík félög geti notið ýmissra réttinda og borið skyldur er leitast við að tryggja almenningi að félög og félagasamtök sem njóta stuðnings eða fyrirgreiðslu séu traustsins verð. Slík lög yrðu því til mikilla bóta fyrir þriðja geirann og samfélagið. Hagur hins opinbera af slíkum lögum er einnig ótvíræður. Með því að skilgreina og viðurkenna í lögum almannaheillafélög sem sérstaka tegund félagasamtaka, og gera jafnframt kröfur og veita réttindi, getur hið opinbera betur tryggt að þeim verkefnum sem félagasamtökum er falið að sinna séu í faglegum farvegi. Þannig eykst sameiginlegur skilningur, væntingar verða samstilltar og rekstraráhætta verkefna minnkar. Því er fagnað að frumvarpið gerir ráð fyrir að skráning félags til almannaheilla sé valkvæð og eigi ekki við um öll félagasamtök. Lítil félög sem ekki eru með umfangsmikinn rekstur þurfa ekki að sækja um slíka skráningu og geta starfað áfram án þess að þessi lög hafa önnur áhrif en að verða fyrirmynd um góðan rekstur. Um Almannaheill Aðildarfélög Almannaheilla eru 33 talsins og samtals eru þau með tugþúsundir félagsmanna sem vinna að fjölbreyttum málefnum í þágu samfélagsins. Eftirtalin félög eiga aðild að Almannaheillum: ADHD samtökin, Bandalag íslenskra skáta, Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Einstök börn, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Félag lesblindra, Foreldrahús/Vímulaus æska, FRÆ - Fræðsla og forvarnir, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóli, Hjartavernd, Hjálparstarf Kirkjunnar, Krabbameinsfélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Landssamband eldri borgara, Landssamtökin Geðhjálp, Landssamtökin Þroskahjálp, Neytendasamtökin, Norræna félagið, Móðurmál - samtök um tvítyngi, SÁÁ, Samtök sparifjáreigenda, Skógræktarfélag Íslands, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, UMFÍ, Umhyggja, Vinir Vatnajökuls, Öryrkjabandalag Íslands Reykjavík, 13. maí 2019 Fyrir hönd stjórnar Almannaheilla, Ketill Berg Magnússon, formaður