Félög til almannaheilla

Umsögn í þingmáli 785 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 27 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
samband íslenskra framhaldsskólanema Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Austurstrœti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 11. maí. Umsögn SÍF um frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 785. mál Samband Íslenskra Framhaldsskólanema fékk ekki málið sent til umsagnar og furðar framkvæmdastjórn félagsins á því. Bendir SÍF á mikilvægi þess að hagsmunaaðilum sé gefinn kostur á að veita umsögn um þau mál er þá varðar enda alla jafna sérfræðingar á sínu sviði. Samband íslenskra framhaldsskólanema er að öllu leyti stýrt af framhaldsskólanemendum sem eðli málsins samkvæmt eru að meiri hluta yngri en 18 ára, einkum eftir styttingu náms til stúdentsprófs. Í 19.gr. frumvarpsins er kveðið á um að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða. Slíkt hefði afar íþyngjandi og hamlandi áhrif á starfsemi félagsins en í gegnum tíðina hafa stjórnarmeðlimir margir hverjir verið yngri en 18 þegar þeir voru kosnir á árlegu aðalþingi, þar með talið núverandi formaður sem var 16 ára þegar hún var kosin í embætti. Verði óbreytt frumvarp að lögum hefði það í för með sér að rúmlega helmingur nemenda gæti ekki boðið sig fram í framkvæmdarstjórn, bakslag yrði í réttindabaráttu ungs fólks og umtalsverð neikvæð áhrif á ungmennafélög almennt. Að mati SÍF fer þetta gegn ungmennum og nemendum sem vilja hafa áhrif í samfélaginu. SÍF tekur undir umsögn Landssambands ungmennafélaga þar sem segir að frumvarpið brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðana. Einnig tekur SÍF undir umsögn LUF þar sem bent er á að félög geta verið afar mismunandi, sum hver stunda atvinnurekstur, en önnur vinna að hagsmunamálum, ekki sé hægt að gera sömu kröfur til stjórnarsetu þeirra . Nýlega ávarpaði flutningsmaður frumvarpsins, dómsmálaráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar ráðstefnuna „Ungt fólk og lýðræði” þar sem kom fram að hún er yngsti kvenkyns ráðherra í sögu landsins, og hvatti hún jafnframt ungt fólk til þess að hafa áhrif í samfélaginu . SÍF tekur undir orð hennar, en telur það furðu sæta að ráðherra sem þannig talar vilji meina ungmennum yngri en 18 ára að stjórnum frjálsra félagasamtaka. . Þá telur SÍF mikilvægt að einnig komið sé á skilvirku kerfi til að ákvarða framlög ríksins til frjálsra félagasamtaka, svo sem eftir fjölda félagsmanna, kynja-og jafnréttissjónarmiða, fjölda viðburða og öðru, en að framlagið sé ekki hentisemisákvörðun hvers og eins ráðherra frá ári til árs. Framkvæmdastjórn SÍF óskar eftir því að fá boð á nefndarfund þegar málið verður tekið fyrirverður tekið fyrir inn í nefnd. Virðingarfyllst f.h. framkvæmdarstjórnar SÍF, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, formaður gunnhildur@neminn.is s:820-6062 Samband íslenskra framhaldsskólanema The Icelandic Upper Secondary School Student Union Rafstöðvarvegur 7-9, 110, Reykjavík, Iceland (+354) 551-4410 / neminn.is / neminn@neminn.is www.facebook.com/framhaldsskolanemar https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/mikilvaegt-ad-fylgja-innsaeinu-og-trua-a-sjalfan-sig-segir-radherra/ mailto:gunnhildur@neminn.is http://neminn.is/ mailto:neminn@neminn.is http://www.facebook.com/framhaldsskolanemar