Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald

Umsögn í þingmáli 784 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 104 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Viðskipta­ráð Íslands Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 16.05.2019 Gerð: Umsögn
VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLAMDS Nefndasvið Alþingis Atvinnuveganefnd b/t nefndarritara Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 16. maí 2019 Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, með síðari breytingum (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi). Mál 784. Viðskiptaráð fer þess á leit að skila síðbúinni umsögn um mál 784 í ljósi umsagnar ráðsins á fyrri stigum.1 Viðskiptaráð fagnar því að tekið hafi verið tilliti til athugasemda þess við meðferð málsins þannig að samningsfrelsi leigusala og leigutaka hafi ekki verið skert um of eins og útlit var fyrir á fyrri stigum málsins. Viðskiptaráð áréttar að það styður að allir þeir sem leigja rými til skammtímagistingar, í daglegu tali kallað 90 daga reglan, sitji við sama borð og að öllum, bæði þeim sem halda heimili í eigin húsnæði og leiguhúsnæði, sé heimilt að nýta þá heimild sem veitt er í 3. gr. laga nr. 84/2007. Vandinn er hins vegar misnotkun á þeirri lagaheimild og svört gistihúsastarfsemi. Fram kom í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun að yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímagistingu hafi borist heimagistingarvakt ráðherra ferðamála. Um 60 mál eru sögð hafa endað á borði lögreglu og 61 máli var lokið með stjórnvaldssektum, sem hafa hingað til numið um 100 milljónum.2 Í ljósi þessa væri eðlilegt að búa þannig um hnútana að auðveldara verði fyrir stjórnvöld að skera upp herör gegn svartri atvinnustarfsemi sem er starfrækt í skjóli heimagistingar, til dæmis með áframhaldandi eftirliti heimagistingarvaktarinnar. Þannig mætti auk þess til dæmis gera kröfu um að þinglýstur eigandi fasteignar sé tilgreindur þegar leigutaki sækir um leyfi til sýslumanns til að leigja út heimili sitt í samræmi við lög nr. 84/2007 og jafnvel takmarka þann fjölda sem hverjum og einum fasteignaeiganda er heimilt að heimila skammtímagistingu í með sama hætti og gert er í a. lið. 1. mgr. 58. gr. a.3 Svört atvinnustarfsemi hefur óeðlilegt og ósanngjarnt samkeppnisforskot umfram þá rekstraraðila sem fara að öllum reglum vegna minni eða jafnvel engrar skatt- og reglubyrðar. Gerð var tilraun í fyrri útgáfu máls 784 til að stoppa upp í þetta gat en að mati Viðskiptaráðs gengið of langt á rétt leigusala og leigjenda í þeirri viðleitni. 1 Fyrri umsögn Viðskiptaráðs: https://vi.is/files/2018 10 24%20breyting%20%C3%A1%20l%C3%B6gum%20um%20heimagistingu%20(1).pdf 2 Tugir mála ratað á borð lögreglu: https://s3-eu-west-1.amazonaws.com/frettabladid-pdf/fbl/190513.pdf 3 https://skattalagasafn.rsk.is/?log=90.2003.4&alagningarar=2019&tab=&cat=42#G58a https://vi.is/files/2018_10_24%20breyting%20%C3%A1%20l%C3%B6gum%20um%20heimagistingu%20(1).pdf https://s3-eu-west-1.amazonaws.com/frettabladid-pdf/fbl/190513.pdf https://skattalagasafn.rsk.is/?log=90.2003.4&alagningarar=2019&tab=&cat=42%23G58a Viðskiptaráð kallar því eftir að málið verði tekið til skoðunar að nýju, annaðhvort hjá nefndinni eða ráðuneytinu, með það að leiðarljósi að skjóta loku fyrir svarta atvinnustarfsemi á sviði heimagistingar en án þess að skerða um of samningsfrelsi leigusala og leigutaka íbúðarhúsnæðis. Viðskiptaráð fagnar því jafnframt að hafin sé skoðun á vegum OECD á því regluverki sem hótel og gististaðir starfa eftir, með það að markmiði að einfalda það. Fram kom í máli Önju Thiemann, verkefnastjóra samkeppnishæfnismats OECD í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, að Íslendingar bæru þyngstu reglubyrðina af öllum löndum OECD á þessu sviði.4 Þetta mikla og íþyngjandi regluverk skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á þessu sviði og dregur úr hagsæld allra Íslendinga af þeim sökum. Virðingarfyllst, Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 4 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD: https://www.frettabladid.is/markadurinn/islensk-reglubyrdi-su- thyngsta-innan-oecd/ Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða: https://www.visir.is/g/2019190419097 https://www.frettabladid.is/markadurinn/islensk-reglubyrdi-su-thyngsta-innan-oecd/ https://www.frettabladid.is/markadurinn/islensk-reglubyrdi-su-thyngsta-innan-oecd/ https://www.visir.is/g/2019190419097