Raforkulög og Orku­stofnun

Umsögn í þingmáli 782 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 01.04.2019 Tegund þingmáls: Ákvörðun Fjöldi umsagna við þingmál: 19 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 120 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtökin Orkan okkar Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
ORKAN OKKAR Umsögn samtakanna Orkan okkar um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál Frumvarpið er til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/72/EB. Orkan okkar leggur til að Alþingi hafni frumvarpinu og þeirri tilskipun er það byggir á og óskað verði eftir undanþágu sameiginlegu EES-nefndarinnar frá innleiðingu orkupakkans á Íslandi. Rök fyrir þeirri málsmeðferð eru meðal annars eftirfarandi: • Raforkumál eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og mikilvægt að landsmenn geti hagað regluverkinu að íslenskum aðstæðum. o Ísland framleiðir tífalt meiri raforku á íbúa en ESB. o 90% raforkufyrirtækja eru í eigu hins opinbera. o 80% raforku er seld til stórnotenda í erlendri eigu. o Almenningur á mikilla hagsmuna að gæta sem óbeinn eigandi orkufyrirtækja. o Hér er raforkuverð lágt, afhending er örugg og þjónusta góð. o Aðstæður í raforkumálum ESB eru allt aðrar. • Raforkuframleiðsla hefur miklar afleiðingar fyrir náttúru landsins. o Hingað til hefur arður af virkjunum hins opinbera runnið til samfélagsins alls. o Ásókn einkaaðila í að virkja auðlindir náttúrunar mun aukast og arðurinn mun renna til þröngs hóps. o Orkustefna ESB hvetur til aukinnar raforkuvinnslu og einkum með endurnýjanlegum orkugjöfum. Orkustofnun verður skylt að framfylgja þessari stefnu. r • Markmið og ákvæði tilskipunarinnar samrýmast illa hagsmunum Íslendinga. o Uppskipting raforkufyrirtækja í opinberri hefur aukið kostnað í rekstri þeirra. o Frjáls samkeppni með raforku á ekki við hér og getur leitt til fákeppni, ofnýtingar jarðhita og uppistöðulóna, óstöðugs verðs og jafnvel orkuskorts. o Orkustofnun ber að vinna að samtengingum yfir landamæri sem er andstætt því markmiði að Alþingi taki ákvörðun um tengingar yfir landamæri. o Orkuver skulu fá aðgang að flutningskerfinu á verði sem Orkustofnun ákveður. o Þjóðin hefur varið gríðarlegum fjármunum og landsvæðum til flutningskerfisins en missir réttinn til að verðleggja aðganginn að því með þessu frumvarpi. 1 o Ekki er hægt að neita framleiðanda um aðgang að flutningskerfinu þótt það kalli á fjárfestingu í aukinni flutningsgetu. o Hvetja skal til aukinnar raforkuframleiðslu þótt Ísland framleiði nú tífalt meiri raforku á hvern íbúa en aðrar ESB þjóðir. o Kostnaður Orkustofnunar mun aukast um a.m.k. 50 mkr. á ári sem leggst á notendur. • Orkustofnun verður óháð innlendu ráðherravaldi, hefur vítt verksvið og miklar valdheimildir, tekur við ákvörðunum frá ACER og framkvæmdastjórn ESB með milligöngu ESA. o Valdheimildir Orkustofnunar eru ekki vel afmarkaðar. o Fyrirkomulagið samrýmist hvorki stjórnarskrá Íslands né meginreglunni um lýðræðislegt aðhald að stjórnvöldum. verkefna óháðrar Orkustofnunar má nefna: Taka ákvarðanir um gjaldskrá flutningskerfa og dreifiveitna og þannig hafa bein áhrif á tekjur hins opinbera og verð til raforkunotenda. Vinna að samtengingu Íslands við orkumarkað ESB. Tryggja orkuframleiðendum aðgang að flutningskerfinu, jafnvel þótt það valdi auknum kostnaði. • Alþingi þarf að hafa frelsi til að setja raforkulög sem taka mið af aðstæðum hér. o Ísland er ótengt orkumarkaði ESB og þarf að vera undanþegið regluverki hans. o Það voru mistök að undirgangast löggjöf raforkumarkaðar ESB og mikilvægt að snúa af þeirri braut áður en tjónið verður meira. • Einhliða fyrirvarar munu ekki halda fyrir dómi o Frumvörp vegna gerða 713/2009, 714/2009 og 543/2013 hafa ekki enn verið lögð fram en boðað er að þau muni innihalda lagalegan fyrirvara sem á að tryggja að ákvæði þeirra hafi "ekki virkni" á meðan Ísland er ótengt orkumarkaði ESB. o Hinn lagalegi fyrirvari hefur ekki enn verið kynntur og því ekki ljóst hvort eða hvernig hann getur uppfyllt ákvæði EES samningsins og stjórnarskrárinnar. o Pólitískar yfirlýsingar EFTA ríkjanna annarsvegar og orkumálaráðherra ESB hins vegar, koma ekki í stað undanþágu af hálfu sameiginlegu EES-nefndarinnar. o Yfirlýsingarnar kunna að binda EFTA ríkin og ESB að einhverju marki en þær skerða á engan hátt rétt annarra hagsmunaðila á EES svæðinu, til að sækja rétt sinn gagnvart Íslandi með hliðsjón af gildandi ákvæðum þriðja orkupakkans. Þau ákvæði verða í fullu gildi í sjálfum EES-samningnum og í honum verður enginn undanþága fyrir Ísland þótt það sé ótengt orkumarkaði ESB. Samningurinn gengur sem kunnugt er framar landslögum aðildarríkjanna þegar á reynir. Huga þarf að hagsmunum þjóðarinnar sem óbeins eiganda raforkukerfisins Ríflega 90% raforkukerfis landsins (framleiðsla, dreifing og sala) eru nú í eigu ríkis og sveitarfélaga og þar með óbeint í eigu almennings í landinu. Ríflega 80% af framleiddri raforku er seld til stórnotenda í erlendri eigu en afgangurinn til innlendra notenda, þar á meðal heimila. Ólíkt • Meðal o o o 2 því sem tíðkast í ríkjum ESB er almenningur á Íslandi því ekki bara neytandi að raforku, hann er í raun eigandi raforkukerfisins á veigamikla hagsmuni sem slíkur. Raforkukerfið skilar árlega tugum milljarða í hagnað og horfur eru á að hagnaður fari vaxandi. Arður orkukerfisins rennur til hins opinbera og stendur þannig straum af útgjöldum til samneyslu, bættra innviða eða lægri skattbyrði. Það þjónaði vart hagsmunum almennings að búta stór og samþætt orkufyrirtæki í smærri framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki. Með því veiktist samningsstaðan gagnvart stórkaupendum, yfirbygging og rekstrarkostnaður jukust og heildstæð auðlindastýring varð erfiðari. Við getum ekki undið ofan af þessum mistökum á meðan við lútum löggjöf orkumarkaðar ESB. Sem eigandi dreifikerfis raforku hefur þjóðin ríka hagsmuni af því að geta tekið ákvarðanir um gjaldskrá fyrir flutning raforku um kerfið. Tilskipunin leiðir hins vegar til þess að sjálfstæð Orkustofnun, óháð innlendum stjórnvöldum, verður falið að ákveða gjaldskrárnar með hliðsjón af kostnaði og "eðlilegu" álagi. Tryggja ber öllum framleiðendum og kaupendum raforku aðgang að flutningskerfinu á "eðlilegu" verði. Með þessu er tekinn af þjóðinni rétturinn til að semja við einstaka framleiðendur og kaupendur um notkun dreifikerfis sem þjóðin á sjálf og hefur byggt upp með miklum tilkostnaði og fórnum á umhverfi landsins. Hvernig getur það þjónað hagsmunum þjóðarinnar? Augljóst er að það getur hinsvegar þjónað hagsmunum ESB að greiða sem minnst fyrir afnot af flutningakerfinu innanlands þegar sæstrengur er kominn. Annað markmið tilskipunar 72/2009 er að skerpa á aðskilnaði framleiðslu og dreifingar með því eignarhald þessara þátta verði aðskilið. Ísland hefur fengið undanþágu frá þessu ákvæði en ráðherra málaflokksins hefur engu að síður kynnt áform um að uppfylla aðskilnað eignarhalds. Ekki er ljóst hvaða hag þjóðin hefur af því frumkvæði en hinsvegar er ljóst er að Landsvirkjun verður vart einkavædd án slíks aðskilnaðar á eignarhaldi. Í markmiðsgrein 56 í tilskipuninni stendur að "Markaðverð ætti að veita hæfilegan hvata til þróunar netkerfisins og nýrra fjárfestinga í raforkuframleiðslu." Í 57. gr. stendur "stuðla að aukningu í nýrri raforkuframleiðslugetu skal veraforgangsatriði". Í 58. gr. stendur að skuli "innlima einangruð kerfi sem mynda rafmagnseyjar sem enn finnast íBandalaginu". Í 59. gr. stendur "Þróun raunverulegs innri markaðar á sviði raforku, með net sem tengt er um allt Bandalagið, skal vera eitt a f helstu markmiðum þessarar tilskipunar og stjórnsýsluleg málefni varðandi samtengingar yfir landamæri og svæðisbundna markaði skulu því vera eitt helsta verkefni eftirlitsyfirlitsyfirvalda, í náinni samvinnu við stofnunina eftir því sem við á". Í 60. gr. stendur m.a. "Í því skyni mun rétt markaðsverð vera hvati að samtengingum yfir landamæri og fyrir fjárfestingar í nýrri orkuframleiðslu". Þótt þessi markmiðsákvæði hafi ekki beint lagagildi hafa þau leiðbeinandi áhrif við framkvæmd tilskipunarinnar og geta haft áhrif í dómsmálum sem hana varða. Orkustofnun sem verður sjálfstæð og óháð íslenskum stjórnvöldum mun fylgja þessum markmiðum eftir. Skylda til að koma á samkeppnismarkaði á sviði raforku Samkvæmt 3. gr. tilskipunar 72/2009 er aðildarríkjum skylt að koma á "samkeppnismarkaði á sviði raforku" og að raforkufyrirtækjum sé ekki mismunað varðandi réttindi eða skyldur. 3 Ísland aflaði ekki undanþága frá þessu ákvæði og því er skylt að koma hér upp kauphöll fyrir raforku. Á meðan hið opinbera á 90% orkuvera landsins er augljóst að samkeppnismarkaður með raforku mun ekki virka. Hætt er við að smærri aðilar á markaði muni krefjast uppskiptingar Landsvirkjunar og kæra þessi fyrirtæki af minnsta tilefni vegna þess að þau verða í markaðsráðandi stöðu. Ekkert tillit verður tekið til þess að þessi fyrirtæki eru í eigu almennings. Svo getur farið að samkeppnisreglur og orkulöggjöf ESB muni því vinna með hagsmunum einkaaðila á raforkumarkaði og gegn hagsmunum almennings. Velja þarf milli aukinnar raforkuframleiðslu eða náttúruverndar Hér á landi verður raforka vart framleidd án þess að beisla fallvötn, jarðhita eða vindasöm víðerni. Raforkuframleiðsla felur þannig í sér fórnir umhverfisgæða og það hefur áhrif á íbúa landsins og komandi kynslóðir. Hingað til hefur arðurinn af raforkuframleiðslu runnið til hins opinbera og þannig bætt lífskjör allra í landinu og byggðir hafa verið innviðir nýtast munu komandi kynslóðum. Í markmiðsákvæðum tilskipunarinnar 72/2009 er hvatt til aukinnar raforkuframleiðslu og að einkaaðilum verði gert kleyft að framleiða raforku og koma henni á markað. Með því verður náttúru landsins fórnað í þágu fjárfesta í stað almennings. Nú þegar framleiðir Ísland tífalt meiri raforku á íbúa en ríki ESB. Stefna ESB er að virkja meira og framleiða meiri endurnýjanlega raforku en það er ekki jafn augljóst að hér þurfi að virkja mun meira en orðið er. Loki eitt álver á þjóðin næga orku á öll farartæki landsins þegar orkuskiptin ganga í garð. Óheimilt verður að synja orkuveri að tengjast flutningskerfinu Óheimilt verður að hafna t.d. einkarekinni virkjun um að tengjast flutningsnetinu (sem er í eigu ríkisins) jafnvel þótt slík tenging kalli á fjárfestingu í aukinni flutningsgetu netsins og þar með aukin útgjöld fyrir ríkið. sbr. ákvæði 3.mgr. 23. gr. tilskipunarinnar. Það er alls ekki ljóst hvað þetta eina ákvæði getur valdið Landsneti eða öðrum flutningsfyrirtækjum miklum útgjöldum á næstu árum. Orkustofnun ber að afnema takamarkanir í viðskiptum með raforku milli aðildarríkjanna Í 36. gr. tilskipunarinnar stendur að eftirlitsyfirvald skuli gera "allar viðeigandi ráðstafanir til að ná eftirfarandi markmiðum innan ramma skyldnaþeirra og valdsviðs.." ".. c) að afnema takmarkanir í viðskiptum með rafmagn milli aðildarríkjanna, þ.m.t. aðþróa viðeigandi flutningsgetu yfir landamæri til að anna eftirspurn og auka samþættingu landsmarkaða sem getur auðveldað raforkuflæði innan Bandalagsins," Tilskipunin gengur því gegn yfirlýstum markmiðum Íslands um að Alþingi skuli taka ákvarðanir um viðskipti með raforku til annarra landa. Stefna ESB er skýr og með samþykkt tilskipunar 72/2009 undirgengst Ísland þá stefnu og Orkustofnun er falið að vinna að henni. Í þessu felst mótsögn sem ekki gengur upp. 4 Orkustofnun ber að auðvelda aðgang nýrrar framleiðslugetu að netinu Í 36. gr. lið e) er eftirlitsyfirvaldinu gert skylt "að auðvelda aðgang nýrrar framleiðslugetu að netinu, einkum með því að fjarlægja hindranir sem geta komið í veg fyrir aðgang nýrra aðila að markaðinum og rafmagns frá endurnýjanlegum orkugjöfum". Rétt er að vekja athygli á því að þjóðin á flutningsnetið en missir hér ákvörðunarvald yfir því hverjir fá að tengjast því og á hvaða kjörum. Orkustofnun skal beinlínis "fjarlægja hindranir" í vegi slíkra aðila. Hún skal gæta hagsmuna allra á EES svæðinu ekki bara þeirra sem hér búa og eiga orkukerfið í sameiningu. Þetta getur gengið gegn þjóðarhagsmunum. Orkustofnun mun ákveða gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu Samkv. a) lið 37. gr. tilskipunarinnar mun eftirlitsyfirvaldið "ákvarða eða samþykkja, í samræmi við gagnsæjar viðmiðanir, gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu eða aðferðafræði þeirra". Þess ber að geta að eftirlitsyfirvaldið er óháð innlendum stjórnvöldum en tekur við fyrirmælum frá ACER fyrir milligöngu ESA sbr. lið d) sömu greinar. Vandséð er hvernig framsal ríkisvalds í þessum mæli til stofnunar sem lýtur erlendu valdboði getur staðist stjórnarskrá. Hér er um að ræða gjaldskrá fyrir aðgang að öllu flutningsneti raforku og dreifikerfi en það er að langmestu leiti í eigu hins opinbera og byggir á gríðarlegri fjárfestingu. Það er samrýmist ekki þjóðarhagsmunum að framselja ákvarðanir um verðlagningu á afnotum þessarar eignar til stofnunar sem lýtur ekki innlendri stjórn. Þrengt er að möguleikum til að niðurgreiða raforku Skv. f) lið 37. gr. er það skylda eftirlitsyfirvaldsins "að tryggja að engar víxlniðurgreiðslur séu milli flutnings-, dreifingar-, og afhendingarstarfsemi." Með þessu er dregið úr möguleikum hins opinbera til að niðurgreiða raforku t.d. til kaldra svæða, matvælaframleiðslu, samgangna eða annarra verkefna sem kjósendur og kjörnir fulltrúar þeirra telja mikilvægt að styðja við með þessum hætti. Valdheimildir eftirlitsyfirvaldsins eru miklar og mörk þeirra óljós Í a) lið 4. mgr. 37. gr. tilskipunarinnar er eftirlitsyfirvaldinu falið "að gefa út bindandi ákvarðanir um raforkufyrirtæki,". Ekki er tilgreint hvaða ákvarðanir er átt við, annað en að þær skulu vera "bindandi". Í d) lið sömu mgr. er eftirlitsyfirvaldinu fengin heimild til að beita viðurlögum sem nema allt að 10% af árs veltu raforkufyrirtækis. f.h. Orkan okkar Frosti Sigurjónsson, Bjarni Jónsson og Haraldur Ólafsson 5 Um samtökin Orkan okkar Orkan okkar eru þverpólitísk samtök einstaklinga sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum. Samtökin voru stofnuð í október 2018 til þess að vekja athygli á mikilvægi orkuauðlindarinnar fyrir lífskjörin í landinu og kynna rök gegn frekari innleiðingu orkulöggjafar ESB hér á landi. Samtökin eru opin öllum sem vilja styðja málstaðinn. Hátt í sjö þúsund manns hafa gengið í hópinn Orkan okkar á Facebook en í þann hóp eru allir velkomnir sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi. Auk þessa hafa fleiri en tíu þúsund manns tekið undir áskorun Orkunnar okkar á netinu til þingmanna um að hafna orkupakkanum. Söfnun áskorana til þingmanna mun halda áfram á meðan Alþingi hefur málið til meðferðar. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu samtakanna: www.orkanokkar.is 6 http://www.orkanokkar.is/