Mat á umhverfisáhrifum

Umsögn í þingmáli 775 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 17 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 141 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 11.06.2019 Gerð: Upplýsingar
PowerPoint Presentation 11. júní 2019 Frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.) Stjórnarráð íslands Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Tilskipun 2014/52/ESB • Tilskipun 2011/92/ESB um mat á umhverfisáhrifum er innleidd með lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum. • Frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 er innleiðing á tilskipun 2014/52/ESB sem breytir tilskipun 2011/92/ESB um mat á umhverfisáhrifum. • Tilskipun 2014/52/ESB tók gildi í maí 2017. • Frumvarpið byggir á tillögu að frumvarpi starfshóps sem skilað var til ráðherra í febrúar 2018. • Endurflutt frumvarp frá 148. löggjafarþingi. • Dómur EFTA dómstólsins í samningsbrotamáli vegna tilskipunarinnar var uppkveðinn 14. maí sl. Frumvarp - ýmsar breytingar á ákvæðum laga 106/2000 • Breyting á nokkrum skilgreiningum laganna. • Sérstakt ákvæði um „Inntak mats á umhverfisáhrifum" • Sérstakt ákvæði um „Efni mats á umhverfisáhrifum" • Hæfniskröfur við gerð umhverfismats og yfirferð þess. • Ákvæði til að bregðast við mögulegum hagsmunaárekstrum við ákvörðun sveitarfélaga um matsskyldu. • Ítarlegri ákvæði er varðar ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. - Framkvæmdaraðili - Skipulagsstofnun og sveitarstjórn Frumvarp - ýmsar breytingar á ákvæðum laga nr. 106/2000 • Gildistími ákvörðunar um matsskyldu. • Ítarlegri kröfur um upplýsingar í frummatsskýrslu. • Ítarlegri ákvæði er varðar mótvægisaðgerðir og vöktun framkvæmda. • Heimilt að sameina mat á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000 við mat á umhverfisáhrifum samkvæmt öðrum lögum. • Heimild til að samþætta skýrslugerð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda við skýrslugerð á grundvelli laga um umhverfismat áætlana. Það sama á við um kynningu fyrir almenning og umsagnaraðilum. Frumvarp - ýmsar breytingar á ákvæðum laga nr. 106/2000 • Ákvörðun um endurskoðun umhverfismats. • Undanþáguheimildir frá mati á umhverfisáhrifum. • Stjórnvaldssektir. • Birting upplýsinga og ákvarðana með rafrænum hætti. • Takmarkanir á upplýsingagjöf. • Breytingar á 2. viðauka laganna. Breytingar á frumvarpi frá síðasta löggjafarþingi. • Gildistími ákvörðunar um matsskyldu. • Ákvörðun um endurskoðun umhverfismats. • Stjórnvaldssektir. • Afstaða leyfisveitanda til annarra leyfisveitinga við ákvörðun um leyfi. • Aðrar minniháttar breytingar í kjölfar athugasemd Skipulagsstofnunar. Gildistími ákvörðunar um matsskyldu. • Ef umsókn um leyfi til framkvæmda berst leyfisveitanda eftir að sjö ár eru liðin frá ákvörðun um að framkvæmd skuli ekki háð umhverfismati skal málsmeðferð fara fram að nýju. • Í frumvarpi á 148. löggjafarþingi var lagt til að tímamörkin yrðu fimm ár. Ákvörðun um endurskoðun umhverfismats • Ef umsókn um leyfi til framkvæmda berst leyfisveitanda eftir að sjö ár eru liðin frá því að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir skal viðkomandi leyfisveitandi óska ákvörðunar Skipulagsstofnunar um hvort endurskoða þurfi að hluta eða í heild umhverfismat framkvæmdarinnar áður en leyfi til framkvæmda er veitt. • Framkvæmdaraðila er einnig heimilt að óska ákvörðunar Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats. • Samhliða breyting á skipulagslögum: gildistími framkvæmdaleyfa úr 12 mánuðum í tvö ár. Ákvörðun um endurskoðun umhverfismats • Endurskoðun getur náð til málsmeðferðar í heild eða að hluta. • Endurskoðun getur tekið til tiltekinna þátta umhverfismats framkvæmdarinnar eða til heildstæðs umhverfismats. • Atriði sem Skipulagsstofnun ber að horfa til: ✓ breyting á náttúrufari eða landnotkun á áhrifasvæði framkvæmdarinnar, ✓ breyting á löggjöf um umhverfismál, ✓ breyting á alþjóðlegum skuldbindingum, ✓ tækniþróun varðandi framkvæmdina. • Ákvörðun Skipulagsstofnunar skal auglýsa. • Ákvörðun Skipulagsstofnunar er kæranleg. • Þriggja ára aðlögunarfrestur samkvæmt ákvæði til bráðabirgða. Ákvörðun um endurskoðun umhverfismats - sjö ára tímamörk • Flestar kærur vegna útgáfu leyfa fjalla um umhverfismat sem á ekki lengur við („up to date") - stytting á tíma getur leitt til fækkunar kæra. • Kæruferli fært framar í ferlið þar sem ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats er kæranleg. • Beiðnir um endurupptöku umhverfismats hafa yfirleitt varðað umhverfismat sem er fimm ára eða eldri. • Sótt er um leyfi fyrir flestum framkvæmdum innan fimm ára frá því að álit um mat á umhverfisáhrifum lá fyrir. • Tímamörk endurskoðun umhverfismats ✓ Í núgildandi lögum miðast tímamörk um endurskoðun matsskýrslu við...Ef framkvæmdir hefjast ekki innan tíu ára frá því að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. ✓ Í frumvarpi miðast tímamörk um endurskoðun umhverfismats við þegar umsókn um leyfi til framkvæmda berst. Ákvörðun um endurskoðun umhverfismats • Í frumvarpi á 148. löggjafarþingi var lagt til að miðað væri við fimm ár. Ákveðið var að lengja þann tíma í sjö ár vegna andstöðu er fram kom við meðferð málsins á Alþingi m.a. frá atvinnulífinu. • Í frumvarpi á 148. löggjafarþingi var lagt til að aðeins leyfisveitandi gæti óskað ákvörðunar Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats auk þess sem Skipulagsstofnun var heimilt að taka ákvörðun um endurskoðun að eigin frumkvæði. • Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi getur framkvæmdaraðili nú einnig óskað eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar um endurskoðun umhverfismats og felld hefur verið á brott heimild Skipulagsstofnunar til að taka ákvörðun um endurskoðun að eigin frumkvæði. Stjórnvaldssektir • Skipulagsstofnun getur lagt stjórnvaldssektir á framkvæmdaraðila: ✓ sem hefur hafið framkvæmd sem er matsskyld án þess að meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. ✓ sem hefur hafið framkvæmd sem er tilkynningaskyld til ákvörðunar um matsskyldu án þess að tilkynna framkvæmdina. ✓ ef framkvæmdaraðili veitir rangar upplýsingar um framkvæmd eða umhverfisáhrif hennar. Stjórnvaldssektir - frh. • Ef framkvæmdaraðili hefur hafið framkvæmd þar sem sveitarstjórn tekur ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar, án þess að tilkynna framkvæmdina til ákvörðunar um matsskyldu eða veitir sveitarstjórn rangar upplýsingar um framkvæmd þá ber sveitarstjórn að vísa málinu til Skipulagsstofnunar sem leggur stjórnvaldssekt á framkvæmdaraðila ef tilefni er til. Stjórnvaldssektir - frh. • Ákvörðun sektar ✓ Alvarleiki brots og hvort um ítrekað brot er að ræða. ✓ Ásetningur og gáleysi. ✓ Brot framið í þágu hagsmuna framkvæmdaraðila. ✓ Líta þarf til fjárhagslegs styrks hans. ✓ Sektir 100.000 kr. til 25.000.000 kr. ✓ Heimild fellur niður þegar fimm ár eru liðin frá því að brot átti sér stað. Afstaða leyfisveitanda til annarra leyfisveitinga. • Í frumvarpi á 148. löggjafarþingi var kveðið á um að leyfisveitandi skyldi einnig taka afstöðu til annarra leyfisveitinga við ákvörðun um útgáfu leyfis ef um það er fjallað í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. • Í kjölfar athugasemda var ákvæðinu breytt í að leyfisveitandi skuli taka afstöðu til tengdra leyfisveitinga þegar tilefni sé til ef um það sé fjallað í áliti Skipulagsstofnunar. • Mikilvægt er að útfæra skyldur leyfisveitanda betur í reglugerð um mat á umhverfisáhrifum. Undanþáguheimildir • Framkvæmd í heild eða að hluta má undanskilja ákvæðum laganna þegar eini tilgangur hennar er varnir landsins eða viðbrögð við neyðartilvikum er varða almannavarnir, ef slíkt mundi hafa skaðleg áhrif á tilgang framkvæmdarinnar. • Ráðherra er heimilt í sérstökum undantekningartilvikum og þegar markmiðum laga þessara er náð að undanskilja tiltekna framkvæmd, eða hluta hennar ákvæðum laga þessara, þegar beiting þeirra mundi hafa skaðleg áhrif á tilgang framkvæmdarinnar. • Með sérlögum, sem kveða á um tiltekna framkvæmd, er heimilt að undanskilja framkvæmdina ákvæðum laga þessara um samráð við almenning enda sé markmiðum laganna náð og lögin sett í upphafi málsmeðferðar mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ákvörðun um matsskyldu - flokkur C • Varðar ekki fyrirliggjandi frumvarp með beinum hætti. • Kom inn í lög um mat á umhverfisáhrifum með lögum nr. 138/2014 en ESA gerði athugasemdir við viðmiðunargildi framkvæmda sem falla undir lögin. • Framkvæmdir sem falla í flokk C eru tilkynningaskyldar til ákvörðunar um matsskyldu að meginstefnu til sveitarstjórna. • Ákvörðun um matsskyldu fer því fram á svipuðum tíma og ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfa. • Heyrir til algjörra undantekninga að þær framkvæmdir séu ákvarðaðar matsskyldar. • Er til sérstakrar skoðunar hjá starfshópi um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála • Lög nr. 130/2011. • Afgreiðslufrestir nefndarinnar eru almennt 3 mánuðir en 6 mánuðir í viðamiklum málum. • Staða kærumála hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. • Á fyrsta ársfjórðungi var alls lokið 43 kærumálum. ✓ 19 málum frá árinu 2017 ✓ 21 máli frá árinu 2018 ✓ 3 málum frá árinu 2019 • Meðalmálsmeðferðartími mála í janúar - mars 2018: 427 dagar (allt árið: 321 dagur). • Meðalmálsmeðferðartími mála í janúar - mars 2019: 290 dagar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála • Elstu mál eru yngri en áður og færri mál bíða afgreiðslu nefndarinnar en nokkru sinni fyrr. • Meðalmálsmeðferðartími mun líklega styttast enn frekar á seinni helmingi ársins. • Langflestum málum frá árinu 2018 verður lokið á 3. ársfjórðungi þessa árs og öllum fyrir árslok. Mikið verður afgreitt af málum frá árinu 2019. • Þau mál sem fara yfir á árið 2020 eiga almennt ekki að vera mikið eldri en 6 mánaða. Takk fyrir!