Skráning einstaklinga

Umsögn í þingmáli 772 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sýslu­maðurinn á höfuðborgarsvæðinu Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 16.05.2019 Gerð: Umsögn
Góðan dag Í frumvarpinu er í 12. gr. fjallað um gjaldtöku Þjóðskrár og í 19. gr. gjaldfrelsi, eða meint gjaldfrelsi. Skýra þarf betur hvað í þessu felst t.d. fyrir aðra ríkisaðila s.s. sýslumenn. Í 12. gr. frv. segir: „Þjóðskrá er heimilt að taka gjald samkvæmt ákvæði þessu samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar." Sýslumenn afhenda ÞÍ mikið magn upplýsinga um breytta stöðu fólks, þ.e. forsjá, lögheimili, faðerni, skilnaði, sambúðarslit og eftir atvikum breytt lögheimili í tengslum við þessa gjörninga. Afhending sýslumanna til ÞÍ er án endurgjalds. Málakerfi sýslumanna þarf að styðja þessar aðgerðir og þarf þannig að leggja fjármagn í framkvæmdina. Það þarf að vera á hreinu að sýslumennn þurfi ekki að greiða fyrir breytingar á sínum málakerfum svo þau uppfylli óskir Þjóðskrár sbr. 7. gr. frv. Einnig er í þessu sambandi vert að athuga að í hvert skipti sem mál er stofnað í málaskrá sýslumanna fer í raun fram uppfletting í þjóðskrá og sóttar þangað upplýsingar. Ekki verður ráðið af texta frumvarpsins hvort breytingin muni leiða til frekari fjárútláta fyrir sýslumenn að þessu leyti. 19. gr. frumvarpsins er nokkuð mótsagnakennd. Það er frálett að gera ráð fyrir því að ÞÍ geti innheimt gjald fyrir að skrá í Þjóðskrá upplýsingar sem stafa frá stofnun sem nýtur gjaldfrelsis. Kveðja Þórólfur Halldórsson Sýslumaður thorolfur@syslumenn.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur Sími: (+354) 458 2000 www.syslumenn.is mailto:thorolfur@syslumenn.is http://www.syslumenn.is/