Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019–2022

Umsögn í þingmáli 771 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 147 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
Reykjavíkurborg Barnavernd Reykjavíkur Alþingi b.t. velferðarnefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 14. maí 2019 Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019 - 2022,771. mál. Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 30. apríl 2019, þar sem Reykjavíkurborg var gefinn kostur á að senda inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar. Meðfylgjandi er umsögn frá Barnavernd Reykjavíkur. Almennt um þingsályktunartillöguna Félagsmálaráðuneytið ber ábyrgð á stefnumótun í barnavernd og skal ráðherra leggja fyrir Alþingi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum, sbr. 5. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sú framkvæmdaáætlun sem fjallað er um í ofangreindri þingsályktunartillögu nær frá tímabili gildistöku árið 2019 og til ársins 2022. Töluverð vinna hefur átt sér stað frá hausti 2018 á vegum félagsmálaráðuneytis, áður velferðarráðuneytis, er varðar heildarendurskoðun og framtíðarstefnumótun í málefnum barna og barnaverndar til ársins 2030. Nokkrir starfshópar hafa verið að störfum vegna þessa og hafa fulltrúar Barnaverndar Reykjavíkur átt aðild að vinnu nokkurra slíkra hópa. Barnavernd Reykjavíkur tilnefndi auk þess fulltrúa sinn í þá nefnd sem falið var að semja framkvæmdaáætlun ríkisins á sviði barnaverndar sem hér er fjallað um. Fagna ber því góða samráði og samstarfi sem viðhaft hefur verið við Barnavernd Reykjavíkur sem og sveitarfélögin sem gegna lykilhlutverki íframkvæmd þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra að undanförnu. Vonir standa til að það góða samstarf muni einkenna vinnunna áfram nú þegar heildarendurskoðun á núgildandi barnaverndarlöggjöf liggur fyrir auk fleiri verkefna. Afstaða Barnaverndar Reykjavíkur Barnavernd Reykjavíkur fagnar þeirri umfangsmiklu framkvæmdaáætlun sem hér er lögð fram í málefnum barnaverndar árin 2019 - 2022 og styður þær tillögur sem fram eru Iagðar. Lykilhugtök sem fram koma í framkvæmdaáætlun ríkisins á sviði barnaverndar eru ítakt við þær áherslur sem einkenna starf Barnaverndar Reykjavíkur og varða samstarf kerfa, snemmtæka íhlutun þar sem þjónusta og stuðningur sé veittur á vettvangi barnsins, áhersla á stuðning við starfsfólk barnaverndarnefnda, eflingu faglegra vinnubragða og áherslu á gagnreyndar aðferðir og rannsóknir. Þó er vert að benda á eftirfarin atriði: Borgartúni 12-14 105 Reykjavík Sími 411 92 00 barnavernd@reykjavik.is mailto:barnavernd@reykjavik.is D - liður snýr að stuðningi vegna barna á fósturheimilum. Pær tillögur sem lagðar eru fram eru metnaðarfullar og leggja áherslu á heildstæðan stuðning við fósturforeldra sem og kynforeldra barna í fóstri með innleiðingu KEEP/PTC-R. Mikilvægt er að huga jafnframt að þeim hópi barna sem glíma við flókin vanda og eru í varanlegu fóstri. Fyrrgreindar tillögur snúa fyrst og fremst að börnum í tímabundnu fóstri sem er vel. Pó verður að huga að þeim börnum sem þurfa á varanlegri fósturráðstöfun utan heimilis að halda. Jafnframt þarf að efla og auka þá þjálfun og fræðslu sem verðandi fósturforeldrum stendur til boða og má í því samhengi nefna innleiðingu á Foster Pride námskeiðum 2 og 3. E. 4 - liður snýr að nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda eða afplána óskilorðsbundna fangelsisdóma. Beðið hefur verið eftir nýju meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu um langt skeið þar sem þörfin hefur verið töluverð. Núverandi form meðferðarheimila sem til staðar eru þykja ekki henta öllum þeim fjölbreytta hópi ungmenna sem glíma við flókinn vanda. Fjölmörg dæmi þess efnis snúa að vistun ungmenna á meðferðarheimilum þar sem meðferð þykir nýtast illa og hefur skort á aðgengi að árangursmælikvörðum til þess að meta með heildrænum hætti árangur af dvöl ungmenna á tilteknum meðferðarheimilum. Gert er ráð fyrir að hið nýja meðferðarheimili taki ekki til starfa fyrr en árið 2022 en það er of langur tími og ekki til þess fallinn að efla tiltrú á þau meðferðarúrræði sem tiltæk eru handa ungmennum í miklum, flóknum ogfjölþættum vanda. Hækkun útgjalda vegna vistunargjalda skýra um 60% af hækkun annars rekstrarkostnaðar Barnaverndar Reykjavíkur á milli áranna 2010 og 2018. Er það mat Barnaverndar Reykjavíkur að stór hluti útgjaldaauka sl. ára sé tilkomin í kjölfar fækkunar úrræða Barnaverndarstofu. Þá eru börn í þjónustu Barnaverndar Reykjavíkur með fjölþættari vanda en verið hefur. Mikilvægt er að tryggt sé að fjármagn fylgi þeim aðgerðum sem nú eru til umfjöllunar líkt og fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni og hafa aðgerðir verið kostnaðarmetnar. Meta þarf nánar kostnaðaráhrif sveitarfélaga af tilteknum aðgerðum sem varða þátttöku sveitarfélaga í eflingu úrræða s.s. PMTO meðferðarmenntun fagaðila, KEEP/PTC-R og MST-CAN. Barnavernd Reykjavíkur er reiðubúin að mæta á fund velferðarnefndar sé þess óskað til þess að skýra betur það sem hér hefur verið rakið að framan. Virðingarfyllst f.h. Barnaverndar Reykjavíkur / d n N <atrín Hetga Hallgrímsdóttir skrifstofustjóri lögfræði og stjórnsýslu Sigrún Þórarinsdóttir skrifstofustjóri ráðgjafar 2