Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019–2022

Umsögn í þingmáli 771 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 147 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Barnaheill Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
Barnaheill Nefndasvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 12. maí 2019 Meðfylgjandi er umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022. 771. mál, þingskjal 1228. Virðingarfyllst, f.h. Barnaheilla - Save the Children á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is Barnaheill Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022 Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna framkominni framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar til ársins 2022 og hvetja til þess að hún verði samþykkt og komið í framkvæmd sem allra fyrst. Afar margt jákvætt er að finna í framkvæmdaáætluninni og kveður nokkuð við nýjan og framsækinn tón að ýmsu leyti. Því fagna Barnaheill og hvetja stjórnvöld til að halda áfram á þessari braut og tryggja að fjárfesting í lífi barna skili sér til barnanna sjálfra og verði nýtt með það sem börnum er fyrir bestu að leiðarljósi. Barnaheill fagna öllu því sem stefnt er að í framkvæmdaáætluninni en vilja nefna eftirfarandi sérstaklega: Afar jákvætt er að stefnt sé að því að kerfi þau sem þjónusta börn og fjölskyldur þeirra starfi saman með markvissum hætti og að heildarsýn í málefnum barna sé markmið sem stefnt sé að. Mikil áhersla á snemmtæka íhlutun og stuðning við foreldra með foreldrafærninámskeiðum er fagnaðarefni. Hvað varðar sameiginlegan gagnagrunn í barnavernd á landsvísu, er mikilvægt að hann verði búinn til og honum komið í notkun sem allra fyrst. Barnaheill hvetja til þess að vinnan við undirbúning að gerð gagnagrunns hefjist á árinu 2019. Jafnframt hvetja Barnaheill til þess að könnun á þjónustu við börn sem hafa upplifað líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi leiði fyrr til þess að niðurstaða verði fengin um það hvort opna eigi annað Barnahús. Barnaheill vilja vekja athygli á að styðja þarf betur við leik- og grunnskóla í þeim málum þegar ofbeldi á sér stað á milli barna. Ber þá stundum við að stuðning skortir við báða aðila, barni sem brýtur gegn öðru barni er hlíft og hitt barnið jafnvel fært um skóla til að koma því úr aðstæðunum, en ekki barnið sem braut gegn hinu. Barnaheill fagna áherslu framkvæmdaáætlunarinnar á rannsóknir, könnun og gæðamat en hvetja til þess að rannsóknir og mat á áhrifum úrræða barnaverndar við börn í sem flestum aðstæðum verði viðvarandi verkefni og að eftirfylgd eigi sér stað í lífi barna inn á fullorðinsár þeirra. Afar mikilvægt er að safna reglulega upplýsingum um stöðu barna í heildstæðum skilningi og að fylgjast með afdrifum þeirra sem þurfa sérstakan stuðning. Barnaheill vinna að bættum mannréttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Barnaheill - Save the Children á Íslandi - Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík s. 553 5900 - barnaheill@barnaheill.is - www.barnaheill.is 2 mailto:barnaheill@barnaheill.is http://www.barnaheill.is