Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019–2022

Umsögn í þingmáli 771 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 147 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Greiningar- og ­ráðgjafarstöð ríkisins Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
Greíningar-og ráftgjafarstöð ríkisinj Digrðncwegi 5 ■ 200 Xojsavogor SSmi 5103400 • fax 5108401 Netfdog gre}n.'r,g&gre.‘n;ng. is Vetf&ng vwvw greiningjs Velferðarnefnd Alþingis nefndarsvid@althingi.is Kópavogur 14. maí 2019 Efni: Umsögn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um tillögu til þingsáiyktunar um framkvæmdaáætlun á sviði bamaverndar 2019-2022, - 771. mál Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins telur framkomna framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar vera metnaðarfulla og leggja mikilvægan grunn að þróun þjónustu við börn í nútíð og framtíð. Þó eru nokkrar áherslur sem stofnunin vill koma á framfæri og snúa að fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri, hvar sem þau búa á landinu, skv. lögum nr. 83/2003. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að annast greiningu og ráðgjöf vegna barna með víðtæk þroskafrávik, sinna fræðilegum rannsóknum á þessu sviði og veita börnum með óvenjuflóknar eða sjaldgæfar fatlanir iangtímaeftirfylgd. Öflun og miðiun þekkingar um fatlanir og þroskafrávik og fræðsla um helstu fhlutunarleiðir er enn fremur meðal hlutverka stofnunarinnar. Stofnunin vinnur í nánu samstarfi við aðrar þjónustustofnanir á landinu, þar á meðal sérfræðiþjónustu skóla, félagsþjónustu sveitarfélaga, skóla, ieikskóla og heilbrigðiskerfi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að börn með fatlanir eða frávik í taugaþroska eru í verulegri hættu á aö verða fyrirofbeldi, vanrækslu og/eða misnotkun. Álag á foreldra eroft mikið, auk þess sem margir þeirra glíma sjálfir við frávik í taugaþroska. Umönnun barnanna er að jafnaði flókin og krefjandi og hefðbundnar uppeldisaðferðir duga oft ekki til. Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og samstarf við þá eru því afar mikilvægar í þessu samhengi og þörf á sérhæfðum íeiðbeiningum og ráðgjöf í foreldrahlutverkinu. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vill því benda á mikilvægi þess að hjá félagsmálayfirvöldum og barnavernd sé til þekking á þroskafrávikum barna og gagnreyndum úrræðum á því sviði. Þegar fötluð börn fara í fóstur er að sama skapi mikilvægt að hafa sérþarfir þeirra í huga og tryggja að fósturforeldrar fái allar upplýsingar um fötíun þeirra. Þess eru dæmi að fötluð börn hafi verið send í fóstur án þess að fósturforeldrar hafi fengið upplýsingar um fyrirliggjandi greiningar eða leiðbeiningar um umönnun eða uppeldi barnanna. Þess eru einnig dæmi að á sama fósturheimili séu fleiri en eitt fatlað barn, jafnvel frá fíeiri en einu sveitarfélagi, þar sem hegðun er mjög krefjandi. Að mati Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er því nauðsynlegt að fósturforeldrum sem taka fötluð börn í fóstur sé gefinn kostur á að sækja sérhæfð námskeið um stöðu og líðan fatlaðra barna, sem og gagnreyndar uppeldis- og íhlutunarleiðir, svo þeirgeti mætt þörfum þeirra sem best. í þessu samhengi er einnig mikilvægt að tryggja að börnin njóti viðeigandi þjónustu, sérstuðnings og kennslu í skólaumhverfi og frístundastarfi í því sveitarfélagi sem fósturforeldrar búa. mailto:nefndarsvid@althingi.is Greiningar-og ráðcjafarstöð ríkisins Dtgrwcsrtgí s - 2G0 KOpavogíir Slmi 5108400 • fax 5108401 Netfantj greiningSgre.'n/ng. is '/efferjfj wwar.grein/ng.ií Til viðbótar er vert að benda á að margir erlendir fræðimenn hafa hvatt til þess að öll börn sem fara i fóstur undirgangist taugasálfræðilegt mat, til að kortleggja þroska barnanna, greina undirliggjandi vanda, færni og líðan svo betur sé hægt að mæta þörfum þeirra í fósturráðstöfuninni. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins átti ekki fulltrúa í ráðgjafarhópnum sem kom að gerð framkvæmdaáætlunarinnar en teiur nauðsynlegt að í áætlunina verði bætt aðgerðum sem snúa að sérhæfðri þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Stofnunin lýsir sig tilbúna að koma á fund velferðarnefndar til að gera betur grein fyrir umsögn sinm og sjónarmiðum. Virðingarfylíst, f.h. Greininear- oe ráðgiafarstöðvar ríkisins, Soffía Lárusdóttur, forstöðumaður