Dýrasjúkdómar o.fl.

Umsögn í þingmáli 766 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 34 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 111 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Framsýn, stéttarfélag Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 16.04.2019 Gerð: Umsögn
Atvinnuveganefnd Alþingis nefndasvid@althinEi.is FRfimsvnSTÉTTA R FÉLA G Þ iN G EYIN G A Umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl., 766. mál Framsýn stéttarfélag hefur fjallað um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (innflutningur búfjárafurða). Innan Framsýnar eru tæplega fjögur þúsund félagsmenn. Framsýn varar eindregið við frumvarpinu eins og það hefur verið kynnt á forsendum sem fram koma í meðfylgjandi ályktun sem stjórn félagsins samþykkti að senda frá sér 4. mars 2019. Það ereftirtöluverða umræðu innan félagsins um þetta mikilvæga mál. Framsýn stóð m.a. fyrir sérstökum opnum fundi um dýrasjúkdóma og innflutning á ferskum matvælum til landsins. Sérfræðingar á þessu sviði voru fengnir til að vera frummælendur á fundinum. Um framkomið frumvarp sjávar- og landbúnaðarráðherra um að heimila innflutning á hráu „Framsýn stéttarfélag lýsiryfir vonbrigðum með framkomið frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þess efnis að heimilaður verði innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneiddum mjólkurvörum. Sú hætta sem stafar afslíkum gjörningi ætti að vera öllum Ijós, enda hafa okkar helstu sérfræðingar ísmitsjúkdómum og sýklafræðum ítrekað varað við aukinni hættu á sýklalyfjaónæmi og bent á að það væri mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Þá vita allir sem vita vilja að íslenskur landbúnaður er mikilvægur til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og viðhalda byggð ílandinu. Gæði íslensks landbúnaðar eru óumdeild, þau hafa sérstöðu, jafnvel I alþjóðlegu samhengi þarsem tekist hefur að verja búfjárstofna landsins fyrir utanaðkomandi sjúkdómum. Verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að veruleika þýðir þaðfullkomna uppgjöfí baráttu okkar íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna. Framsýn stéttarfélag mótmælir því harðlega að stjórnvöld gangijafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og taki viðskiptahagsmuni fram yfir matvælaöryggi og lýðheilsu. Félagið skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að samið verði um breytingar á EES samningnum sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar og árétta þar með skyldur stjórnvalda að viðhalda matvælaöryggi þjóðarinnar. Hreinleikinn er aðalsmerki íslensks landbúnaðar og þannig viljum við hafa það um ókomna tíð." Ályktun ófrosnu kjöti og ferskum eggjum. Húsavík 16. apríl 2019 Aðalsteinn Árni Baldursson Garðarsbraut 26 - 640 Húsavík Sími: 464 6600 - Fax: 464 6601 kuti@vh.is - www.framsyn.is mailto:nefndasvid@althinEi.is mailto:kuti@vh.is http://www.framsyn.is