Vátryggingarsamningar

Umsögn í þingmáli 763 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 28.03.2019 Tegund þingmáls: Dreifing Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjármála- og efna­hags­ráðuneytið Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Minnisblað
Málaskrá FJR GoPro - Lookup Documents By GPUNID Fjármála- og efnahagsráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Sendandi: Skrifstofa fjármálamarkaðar. Dagsetning: 14.05.2019 Málsnúmer: FJR19011067 Bréfalykill: 3.7 Efni: Athugasemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna umsagna við frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingasamninga (upplýsingagjöf). I. Inngangur Í minnisblaði þessu eru athugasemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna athugasemda sem efnahags- og viðskiptanefnd hafa borist frá Samtökum Fjármálafyrirtækja, dags. 15. apríl 2019 og Fjármálaeftirlitinu, dags. 17. apríl 2019, vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga (þskj. 1214 - 763. mál). II. Tilefni lagasetningar Með frumvarpinu er lagt til að lögum um vátryggingarsamninga verði breytt. Vísað er í almennar athugasemdir frumvarpsins varðandi tilefni og nauðsyn lagabreytinganna og samantektar á meginefnis frumvarpsins. III. Athugasemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 10. gi. frumvarpsins. Í greininni er lagt til að 4. mgr. 9. gr. verði svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið getur sett regiur um mat og eftirlit þegar vátrygging er seld með vöru eða þjónustu sem hluti a f pakka eða í sama samningi. I tilvikum sem um getur í 1. og 3. mgr. skal dreifingaraðili greina þarfir vátryggingartaka vegna vátrygginga sem eru hluti a f pakka eða í sama samningi. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins er bent á að reglur sem Fjármálaeftirlitið geti sett samkvæmt ákvæðinu byggist á viðmiðunarreglum Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA). Fjármálaeftirlitið taki venjulega slíkar viðmiðunarreglur upp með dreifibréf og slóð á ensku útgáfu þeirra á heimasíðu sinni en ekki með reglum og því sé regluheimildin óþörf. Með vísan til framangreindra skýringa hefur ráðuneytið ekki athugasemdir við að 1. málsl. 4. mgr. 9. gr. frumvarpsins falli brott. 32. gt. frumvarpsins. Í 32. gr. frumvarpinu er lagt til að gildistaka frumvarpsins verði 1. ágúst 2019. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja er tekið fram að frestur til gildistöku frumvarpsins sé skammur í ljósi þess að hann muni lenda á sumarleyfistíma starfsmanna vátryggingafélaga. Einnig kemur fram að í frumvarpinu séu umfangsmiklar breytingar á lagaumhverfi um dreifingu vátrygginga sem kalli á undirbúning hjá vátryggingafélögunum, meðal annars að breyta skilmálum vátryggingarsamninga. Því sé nauðsynlegt að nægur tími sé gefin fyrir þá sem falli undir frumvarpið að aðlaga sig að breyttu lagaumhverfi. Samtök fjármálafyrirtækja leggja því til að lengja frest til gildistöku frumvarpsins þannig að það taki gildi 1. október 2019. Með frumvarpinu er hluti af tilskipun 2016/97/ESB innleidd. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn 26. október 2018 með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2018 sem var samþykkt á Alþingi 2. apríl 2019 með þingsályktun nr. 14/2019. Þeir aðilar sem falla undir frumvarpið hafa verið upplýstir um að frumvarpið yrði lagt fram á yfirstandandi löggjafarþingi og fulltrúi frá Samtökum fjármálafyrirtækja var í nefnd sem kom að því að semja frumvarpið. Þar sem búið er að taka tilskipunina upp í EES-samninginn telur ráðuneytið heppilegast að frumvarpið taki gildi sem fyrst til að standa við skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Ráðuneytið lagði til í frumvarpinu að gildistaka þess yrði 1. ágúst nk. svo aðilar á markaði hefðu ákveðin aðlögunartíma og telur með vísan til umsagnar Fjármálaeftirlitsins ekki heppilegt að fresta gildistöku frumvarpsins frekar. Ráðuneytið tekur því ekki tillögur um að fresta gildistöku frumvarpsins.