Vátryggingarsamningar

Umsögn í þingmáli 763 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 28.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök fjár­málafyrirtækja Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 15.04.2019 Gerð: Umsögn
SFF SAMTÖKFJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA lcelandic Financial Services Association Nefndasvið Alþingis b.t. efnahags- og viðskiptanefndar Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík 15. apríl 2019 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga, 763. mál, og frumvarp til laga um dreifingu vátrygginga, 764. mál. Samtök fjármálafyrirtækja vísa til framangreindra frumvarpa, sem lögð hafa verið fram á Alþingi samhliða, í því skyni að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar um dreifingu vátrygginga nr. 2016/97/ESB. SFF lýsa yfir ánægju sinni með frumvörpin en gera eftirfarandi tvær athugasemdir. 23. gr. frumvarps til laga um dreifingu vátrygginga Samkvæmt c. lið 1. mgr. 23. gr. frumvarpsins má vátryggingasölumaður ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, þessum lögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld eða þeim sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Engin tímamörk eru í ákvæðinu og það er því talsvert íþyngjandi fyrir atvinnufrelsi einstaklinga. Í mörgum sambærilegum ákvæðum í lögum á fjármálamarkaði eru sett 10 ára tímamörk. Sem dæmi má nefna 52. gr. laga um fjármálafyrirtæki um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. SFF leggja því til að sett verði inn tímamörk í ákvæðið þ.e. að vátryggingasölumaður hafi ekki á síðustu 10 árum hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt þeim lögum sem vísað er til í ákvæðinu. Gildistaka laganna Samkvæmt 58. gr. frumvarps til laga um dreifingu vátrygginga og 32. gr. frumvarps til laga um breytingu á lögum um vátryggingarsamninga skulu lögin taka gildi 1. ágúst 2019. Sá frestur er skammur, sérstaklega í ljósi þess að hann mun lenda inni á sumarleyfistíma starfsmanna vátryggingafélaga. Frumvörpin hafa að geyma umfangsmiklar breytingar á lagaumhverfi um dreifingu vátrygginga og kalla breytingarnar á undirbúning hjá vátryggingafélögum sem m.a. felast í breytingum á skilmálum vátryggingasamninga. Nauðsynlegt er að nægur tími sé gefinn fyrir vátryggingafélög og aðra sem falla undir lögin til að aðlaga sig að breyttu lagaumhverfi. Samkvæmt framangreindu leggja SFF til að gefin verði a.m.k. tveggja mánaða frestur til viðbótar fyrir gildistöku þ.e. að lögin taki gildi 1. október 2019. Með vinsemd og virðingu, Híft Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur Samtök fjármálafyrirtækja | Borgartúni 35 | 105 Reykjavík | Sími 591 0400 | Netfang sff@sff.is | www.sff.is mailto:sff@sff.is http://www.sff.is