Tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Umsögn í þingmáli 762 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 28.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Alþýðu­samband Íslands Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 16.04.2019 Gerð: Umsögn
Hér komi titill Alþýðusamband íslands Alþingi Nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Reykjavík 16.4.2019 Tilvísun: 201904-0008 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatta á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum, 762. Mál. Alþýðusamband Islands hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatta á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum, 762. mál). Með frumvarpinu er lagt til að greiðslur til höfunda og/eða einstaklinga sem rétthafa frá viðurkenndum samtökum rétthafa skv. höfundarlögum, verði skattlagðar sem fjármagnstekjur þar sem um eignartekjur sé að ræða fremur en launatekjur. Alþýðusamband Íslands telur almennt að skattkerfið eigi stuðla að auknum tekju- og eignajöfnuði. Misskipting og ójöfnuður dregur úr félagslegum hreyfanleika, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika og hefur neikvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar. Liður í að tryggja þetta er að skattkerfið ívilni ekki sérstaklega þeim sem hafa tekjur sínar af eignum umfram þá sem framfleyta sér með launatekjum. ASÍ telur því mikilvægt að gerðar verði endurbætur á skattlagningu fjármagns- og eignartekna til að stuðla að auknu samræmi í skattlagningu launa- og eignatekna. Virðingarfyllst, Henný Hinz hagfræðingur ASÍ A L Þ Ý Ð U S A M B A N D ÍS L A N D S • G U Ð R Ú N A R T O N I 1 • 1 0 5 R E Y K J A V ÍK • S ÍM I : S 3 S 5 6 0 0 • F A X : 53 5 5 6 0 1 • A S I® A S1 , IS • W W W .A S I . I S http://WWW.ASI.IS