Tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Umsögn í þingmáli 762 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 28.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 9 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Myndstef Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 16.04.2019 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis nefndasvid@althingi.is 19. mars 2019 EFNI: Umsögn frá Myndstef vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum). Mál 762. Myndstef hefur fengið til umsagnar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frumvarp um um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á jjármagnstekjur (skattlagning tekna af höjundaréttindum). Myndstef fagnar ofangreindu frumvarpi, enda um að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir myndhöfunda. Hefur Myndstef lengi vel þurft að standa fyrir gagnrýni frá sínum höfundum vegna þeirrar fyrirkomulags sem áður var, og þá sérstaklega við úthlutun til erfingja og annarra afleiddra rétthafa, enda tíðkast það ekki við aðrar erfðir að af þeim sé reiknaður tekjuskattur. Að auki hafa rétthafar höfundaréttar oft ekki sama tækifæri á að skila kostnaði á móti tekjum og lækka þar skattstofn sinn. Að auki styður frumvarp þetta það sjónarmið að verk sem þegar hafa verið sköpuð séu ákveðin verðmæti, eign, og tekjur sem geta orðið til af þeirri eign eigi ekki að skattleggja á sama hátt og eiginlegt vinnuframlag. Að lokum fagnar Myndstef þeim breytingum sem frumvarpið sætti við gerð þess, og að brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem umsögn Myndstefs bar með sér, dags. 19. mars s.l. Virðingarfyllst og f.h. Myndstefs, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Lögfræðingur Myndstefs mailto:nefndasvid@althingi.is