Efnalög

Umsögn í þingmáli 759 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 26.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 28 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 17.04.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavík, 17. apríl 2019 Tilvísun: 2019040240 Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Efni: Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um frumvarp til laga um breytingu á efnalögum (breytt hugtakanotkun, einföldun á framkvæmd, EES-reglur um kvikasilfur), 759. mál. Vísað er til tölvubréfs Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 3. apríl 2019 þar sem óskað er umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um frumvarp til laga um breytingu á efnalögum (breytt hugtakanotkun, einföldun á framkvæmd, EES-reglur um kvikasilfur), 759. mál. Áður hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefið umsögn dags. 6. mars sl. um frumvarpsdrög umhverfis- og auðlindaráðuneytis um breytingu á efnalögum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur farið yfir frumvarpið og meðfylgjandi greinargerð og gefur eftirfarandi umsögn. HER ítrekar athugasemdir í fyrri umsögn við það fyrirkomulag að heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga (HES) sé falið eftirlit skv. lögunum án þess að því fylgi þvingunarúrræði, þ.m.t. stjórnvaldssektir. Öllu eftirliti sem fram fer í fyrirtækjum með starfsleyfi heilbrigðisnefndar ættu þvingunarúrræði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir m.s.b. að eiga við. HER bendir á að nú hefur verið lagt til að HES fái heimild til að beita stjórnvaldssektum vegna eftirlits með frjálsu flæði ferskrar búvöru skv. matvælalögum og því eðlilegt að slíkt úrræði sé til staðar fyrir öll stjórnvöld sem sinna eftirliti skv. efnalögum. Virðingarfyllst f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi 2