Loftslagsmál

Umsögn í þingmáli 758 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 26.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 6 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 34 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Valorka ehf Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 11.04.2019 Gerð: Umsögn
Skógarbraut 1104, 262 Rn s. 862 2345 valorka@simnet.is Til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis: 11. apríl 2019 Umsögn Valorku ehf um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr 70/2012 um loftslagsmál Þingskjal 1200 - 758. Mál á 149. Löggjafarþingi 1. Gallar í lögum nr 70/2012 um loftslagsmál Valorka þakkar fyrir þetta tækifæri til umsagnar og mun hér gera athugasemdir við þessa lagabreytingu, en áður er nauðsynlegt að fjalla lítillega um megingalla laganna sjálfra og aðra viðleitni stjórnvalda til að drepa niður tækniþróun til hnattrænna orkuskipta sem eru meginstoð Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál. Valorka ehf vinnur að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku; umfangsmikilla ónotaðra orkuauðlinda heims sem nýta má án loftslagsáhrifa eða annarra umhverfisáhrifa. Starf Valorku er því mikilvægt framlag til þeirra hnattrænu orkuskipta sem er önnur meginstoð Parísarsamkomulagsins; en hin er samdráttur í annarri losun gróðurhúsaáhrifa. Ekkert annað íslenskt verkefni hefur viðlíka möguleika til að uppfylla 10.grein Parísarsamkomulagsins, en með eru aðildarríki skuldbundin til að styðja og miðla slíkri tækni. 10. Greinin hljóðar þannig (í þýðingu stjórnarráðsins): „1. Aðilar eiga sameiginlega langtímasýn um mikilvægi þess að nýta til fullnustu tækniþróun og -yfirfærslu íþ v ísk yn i að auka viðnám gegn loftslagsbreytingum og draga úr losun gróð urh úsalofttegun da. 2. Aðilar sem gera sér grein fyrir mikilvægi tækni fyrir framkvæmd aðgerða til að draga úr losun og til aðlögunar samkvæmt Parísarsamningnum og viðurkenna viðleitni til að nýta tækni og dreifa henni, skulu styrkja samvinnuaðgerðir um tækniþróun og -yfirfærslu". Samkvæmt þessu eru Íslensk stjórnvöld skuldbundin til að styðja við þróun tækni sem stuðlar að markmiðum sáttmálans um hnattræn orkuskipti; óháð því hvort Ísland þarf á þeirri tækni að halda nú um stundir. Þessu hafa íslensk stjórnvöld brugðist, eins og greinilega sannast á verkefnum Valorku. Enginn þróunaraðili í heiminum er kominn nær því marki en Valorka að ná tökum á hagkvæmri nýtingu hinna hægu sjávarfalla í annnesjaröstum, sem algengar eru víða um heim. Þrátt fyrir þá forystu og aðra tæknilega velgengni verkefnisins hafa stjórnvöld leitað allra leiða til að stöðva verkefnið og eyðileggja það. Nánar er því lýst í fréttum á vefsíðu Valorku www.valorka.is, en hér nægir að nefna að verkefnið hefur í nærfellt ár verið án alls opinbers stuðnings og hefur nú verið kastað á dyr með því að fjármálaráðuneytið lagði niður frumkvöðlasetrið Eldey á Suðurnesjum. Þá braut íslenska ríkið freklega gegn 5.gr. loftslagslaga nr 70/2012 með því að Valorku var ekki, sem hagsmunaaðila, boðið til samráðs um gerð aðgerðaáætlunar um loftslagsmál. Endurtekið brot í þeim efnum verður ekki látið kyrrt liggja. Viðhorf stjórnvalda gagnvart verkefnum Valorku eru skýr sönnun þess að þau hyggjast ekki að standa við skuldbindingar sínar í Parísarsáttmálanum; hvað sem líður förgrum fyrirheitum í stjórnarsáttmála VALORKA EHF mailto:valorka@simnet.is http://www.valorka.is/ Skógarbraut 1104, 262 Rn s. 862 2345 valorka@simnet.is núverandi ríkisstjórnar. Frekari staðfestingu þess er að finna í þessu lagafrumvarpi; verði það að lögum óbreytt. Lög nr 70/2012 um loftslagsmál eru meingölluð um margt. Þrátt fyrir ákvæði d-liðar 1.greinar laganna um að markmið þeirra sé að skapa skilyrði til að Ísland standi undir skuldbindingum í loftslagsmálum þá virðist lagasetningin að öðru leyti miðast við að sneiða hjá meginstoð Parísarsáttmálans sem er hnattræn orkuskipti. Svo er einnig um allar aðrar aðgerðir og aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Ofurkapp er lagt á að fegra losunartölur með öllu mögulegu og ómögulegu móti, en engin viðleitni er sýnd í þá átt að styðja við íslenska tækniþróun sem stuðlar að hnattrænum markmiðum sáttmálans, í samræmi við tilvitnaða 10.grein hans hér að framan. Einungis ein grein laganna hnígur í þá átt að stuðla að tækniþróun, en við nánari athugun er hún í raun innihaldslaus og gagnslaus. Hér er átt við 29.grein; „Loftslagssjóður". Þar er kveðið á um stofnun sjóðs með því nafni sem styðja skal; a) þróunarstarf og rannsóknir á sviði loftslagsvænnar tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi; b) verkefni er lúta að rannsóknum, kynningu og fræðslu.... Og c) verkefni sem stuðla að endurhimt votlendis og bindingu í gróðri og jarðvegi; skógrækt og landgræðslu. Þessi sjóður verður að óbreyttu gagnslaus sem stuðningsúræði við þróun nýrrar orkutækni. Í fyrsta lagi vegna þess að hann er gjörsamlega fjárvana miðað við þau fjölbreyttu og kostnaðarsömu verkefni sem honum eru ætluð. Honum eru einungis ætlaðar 50 milljónir árið 2019, sem fyrirséð að munu renna til helsta gæluverkefnis stjórnvalda, sem er stíflun allra skurða á landinu (án þess að árangur þess sé á nokkurn hátt sannaður). Verði eitthvað afgangs af þessum smáaurum mun það renna í óseðjandi hít landgræðslu og skógræktar. Ekkert verður því eftir til stuðnings við framangreinda 10.grein Parísarsáttmálans. Í öðru lagi gengur allt á afturfótunum í framkvæmdinni. Samkvæmt upplýsingum umhverfisráðuneytisins er undirbúningur sjóðsins skammt á veg kominn. T.d. verða lög um hann ekki lögð fram fyrr en á síðustu dögum yfirstandandi vorþings. Styrkir úr sjóðnum verða því augljóslega ekki veittir á þessu ári, sem þýðir að verkefni, líkt og verkefni Valorku, sem stjórnvöld hafa fjársvelt og hrakið úr húsi, munu einskis njóta af þessu ímyndaða „stuðningsúrræði" stjórnvalda. Verði framkvæmdin að óbreyttum lögum og með því móti sem nú horfir er nauðsynlegt að umsjónaraðilum Parísarsáttmálans og öðrum aðildarlöndum hans verði gerð grein fyrir þessum brotum íslenskra stjórnvalda á honum, og hyggst Valorka beita sér í þeim efnum. Hinsvegar er með umræddri lagabreytingu lagt til að reglum um Loftslagssjóð verði breytt verulega til bóta. Með breytingunni verður honum eingöngu ætlað að styðja nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni á sviði kynningar og fræðslu. Nái sú breyting fram að ganga verður hún til verulegra bóta. Ætti þá verkefni Valorku góða möguleika á þeim stuðningi; verði það enn lifandi þegar þar að kemur og láti stjórnvöld af fordómum sínum gagnvart verkefninu. En fleira þarf að athuga við þessa lagabreytingu eins og hér verður vikið að: 3. Athugasemdir við umrædda lagabreytingu. Veigamikil atriði er nauðsynlegt að laga í þessu frumvarpi að breytingum á lögum um loftslagsmál: Styrkja þarf ákvæði sem styðja skuldbindingar Íslands samkvæmt 10.grein Parísarsáttmálans sem til var vitnað hér að framan. Ekkert er núna að finna í lögum nr 70/2012 um lofslagsmál sem gefur til kynna að Ísland hyggist virða þessar skuldbindingar, og reynslan, t.d. af verkefni Valorku. Sýnir glögglega þörfina á að úr því verði tafarlaust bætt. Tillögur um 29.gr eru stórlega til bóta, en meira þarf til: VALORKA EHF mailto:valorka@simnet.is Skógarbraut 1104, 262 Rn s. 862 2345 valorka@simnet.is Gera þarf breytingar á eftirtöldum köflum laga nr 70/2012: a) Kafli II- 5.gr. Upphaf 1. málsgreinar orðist þannig: „Ráðherra lætur gera áðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Í aðgerðaáætluninni skal setja fram tillögur að aðgerðum til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi og stuðning við tækniþróun sem stuðlar að hnattrænum orkuskiptum , svo að stjórnvöld fái staðið við stefnu sína og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum". b) Kafli IX fái nafnið Tækniþróun á sviði loftslagsmála. 29. gr fái nafnið Loftslagssjóður, og orðist svo: „Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir ráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun". (Sama orðalag og lagt er til í brtl). 31.gr verður 30.gr; 32.gr verður 31.gr. 32.gr orðist svo: Starfsemi annarra samkeppnissjóða á sviði nýsköpunar, s.s. Tækniþróunarsjóðs og Orkusjóðs, mun taka mið af alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga í loftslagsmálum. Skýringar: Með þessum breytingatillögum er leitast við að bæta úr fáeinum ágöllum laga nr 70/2012. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þarf að styðja við Parísarsáttmálann að öllu leyti en ekki einungis losunarþáttinn innanlands, eins og nú er. Því er lögð til feitletraða innskotssetningin í a) lið. Nauðsynlegt er að breyta verulega kafla IX, sem nú nefnist „Loftslagssjóður". Allsendis ófullnægjandi er að Loftslagssjóði einum sé ætlað að standa undir skuldbindingum vegna 10.gr Parísarsáttmálans; þar verða allir samkeppnissjóðir að leggjast á eitt. T.d. er ástandið núna þannig að Tækniþróunarsjóður telur sér ekki skylt að taka neitt tillit til Parísarsáttmálans, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi forgöngu um reglur hans sem formaður VT-ráðs. Orkusjóður var eyðilagður með lagabreytingu 2014 og telur sér ekki skylt að styðja neina nýtköpun í orkutækni eftir þá breytingu; auk þess sem hann er alvarlega fjársveltur. Leitast er við að bæta úr þessu með viðbótinni í 32.gr. Því er hér lagt til að kaflinn um Loftslagssjóð fái víðtækara heiti. Að uppistöðu fjalli kaflinn einkum um Loftslagssjóð með hinu nýja og stórbætta orðalagi, en til viðbótar verði lögð áhersla á virkni annarra samkeppnissjóða í sömu veru. Samkeppnissjóðir á Íslandi eru fáir og nauðsynlegt að þeir hafi samræmda sýn í þessum efnum. Fráleitt er að einum sjóði sé ætlandi það hlutverk að standa undir þróun loftslagsvænnar tækni; um það vitnar bitur reynsla Valorku. Valorka telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir við aðra þætti fyrirhugaðrar lagabreytingar að svo komnu máli. Í þeim efnum skiptir vilji og framkvæmd stjórnvalda meira máli en beinagrind laganna. Það er t.d. með öllu óþolandi að Valorka sé sniðgengin sem hagsmunaaðili við mótun aðgerðaáætlunar; þvert á lagabókstafinn. Þá verða það að teljast einkennilegir starfshættir loftslagsráðs, sem á að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um loftslagsmál; að kynna sér ekki á nokkurn hátt stöðu íslenskrar sjávarorkutækni sem nú er leiðandi á heimsvísu og er líklega vænlegasta framlag Íslands til hnattrænna orkuskipta, sem er önnur meginstoð Parísarsamkomulagsins. Fordómum og sniðgöngu stjórnvalda í garð VALORKA EHF mailto:valorka@simnet.is hugvitsfólks og almennra frumkvöðla þarf að linna. Nánar verður gerð grein fyrir henni í svartri skýrslu um nýsköpun sem kynnt verður fyrir alþingismönnum á næstunni. Virðingarfyllst Skógarbraut 1104, 262 Rn s. 862 2345 valorka@simnet.isVALORKA EHF Valdimar Össurarson, framkv.stjóri Valorku ehf mailto:valorka@simnet.is