Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bandalag háskólamanna Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 16.05.2019 Gerð: Umsögn
Bandalag háskólamanna Fjárlaganefnd Alþingis Nefndarsvið skrifstofu Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 15. maí 2019 Efni: Vegna frumvarps til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2010-2024, 750. mál. Bandalag háskólamanna bendir á að fjármálaáætlunin byggir á veikum grunni, efnahagslegar forsendur hennar eru þegar brostnar og nýútkomin þjóðhagsspá Hagstofu íslands staðfestir það. Vinnumarkaðsmál BHM fagnar áætlunum stjórnvalda um eflingu fæðingarorlofs. Þó er rétt að hafa í huga að markmið laga um fæðingarorlof er að tryggja jafna töku fæðingarorlofs beggja foreldra. Því er nauðsynlegt að hækka þak hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði jafnframt því sem stigin eru skref til lengingar fæðingarorlofs. í forsendum fjármálaáætlunarinnar er gert ráð fyrir því að launavísitalan hækki um 6,4 prósent á yfirstandandi ári og 4,7 prósent á því næsta. Á sama tíma er gert ráð fyrir sem samsvarar 4,3 prósenta launahækkun opinberra starfsmanna árið 2019 og 3,8 prósent árið 2020. Ráðstafanir í launa- og verðlagsforsendum áætlunarinnar gera ráð fyrir að ríkisstofnunum verði gert kleift að auka launakostnað um sem nemur 0,5% umfram verðlag árin 2020-2022 í stað 1,5% í fyrri áætlun. Verði þróun launakostnaðar með öðrum hætti fellur það í hlut viðkomandi ráðuneytis að mæta umframkostnaði með ráðstofunum innan viðeigandi málefnasviðs og málaflokks í fjárlagagerðinni. Þá er rétt að hafa hugfast að Hagstofan spáir verðbólgu talsvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstu tveimur árum, eða 3,8% árið 2019 og 3,3% árið 2020. BHM vekur athygli á því að enn er ósamið á opinberum vinnumarkaði og afar brýnt er að ríkissjóður hafi borð fyrir báru til að geta staðið vörð um samkeppnishæfni sína á vinnumarkaði og tryggt sé að launakjör opinberra starfsmanna dragist ekki aftur úr almennum vinnumarkaði. Nú þegar glímir ríkið, sem vinnuveitandi, við nýliðunarvanda og mönnun ýmissa stétta ógnar öryggi skjólstæðinga, t.d. í heilbrigðiskerfinu. i Bandalag haskólamanna Borgartúni 6, 105 Reykjavík Sími 595 5100 www.bhm.is http://www.bhm.is j) Bandalag ' háskólamanna BHM tekur undir að vel menntað fólk leggi grunninn að nútímalegu þekkingarsamfélagi og er grundvöllur verðmætasköpunar eins og segir í fjármálaáætluninni. BHM bendir í þessu samhengi á að mikilvægt er að menntun sé metin til launa hér á landi en tölur frá Eurostat sýna að virði menntunar endurspeglast síður í launum hér en í öðrum Evrópuríkjum. Fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu háskólastigsins á íslandi þarf því að fylgja eftir með átaki í því að leiðrétta launasetningu fjölda stétta háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna til að styrkja eðlilega hvata til menntunar. BHM gagnrýnir að fjármálaáætlunin skuli ekki taka á þessu mikilvæga viðfangsefni. í umræðu um stöðugleika á vinnumarkaði og breytingar á hinu íslenska vinnumarkaðslíkani er vert að hafa í huga að hérlendis ríkir kerfislæg mismunun í launasetningu ólíkra starfsstétta. Forsenda sáttar á vinnumarkaði hlýtur að felast í því að aðilar vinnumarkaðarins viðurkenni að ólík launasetning starfsstétta, sem byggir á sögulegum ástæðum, sé óréttlát og að hana þurfi að leiðrétta áður en reynt er að breyta skipulagi vinnumarkaðarins. BHM lýsir vonbrigðum sínum með að stjórnvöld skuli ekki hafa nýtt fjármálaáætlunina til þess að leggja niður línur um með hvaða hætti hægt sé að taka á launasetningu ákveðinna hópa, m.a. svonefndra kvennastétta, með varanlegum hætti. BHM kallar því enn eftirforystu stjórnvalda við að taka með skilvirkum hætti á ósanngjarnri og óeðlilegri launasetningu háskólamenntaðra starfsstétta. í þessu sambandi minnir BHM á sameiginlega yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra sem undirrituð var 12. febrúar 2018 í tilefni af kjarasamningum nokkurra aðildarfélaga BHM við samninganefnd ríkisins. Um langa hríð hefur fjársvelti opinbera heilbrigðiskerfisins orðið til þess að stofnanir eru ekki samkeppnishæfar um laun eða starfskjör sérfræðinga. Yfirlýsingin gefur von um breytingar til hins betra. Málefnið tengist einnig umræðu um launamun kynjanna og kynskiptan vinnumarkað. Margar fagstéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu eiga það sameiginlegt að vera að stórum hluta skipaðar konum. Verðmæti háskólamenntunarinnar sem þessar stéttir hafa aflað sér endurspeglast ekki í launasetningu þeirra. Endurmeta þarf laun þessara stétta með tilliti til menntunar. BHM hefði gjarnan vilja sjá á þessu verkefni tekið í fjármálaáætluninni. Framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina Boðuð eru aukin framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina. Áætlað er að þessi framlög vaxi um ríflega fjórðung frá fyrri fjármálaáætlun eða um samtals 15,5 milljarða króna á árunum 2020- 2023. Samtals er áætlað að framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina verði um 94 milljarðar króna á árunum 2020-2024. Mikilvægt er að staðið verði við fyrirheit um aukin framlög til þessa málaflokks nú þegar forsendur fjármálaáætlunar eru brosnar. 2 Bandalag háskólamanna Borgartúni 6, 105 Reykjavík Sími 595 5100 www.bhm.is http://www.bhm.is m Bandalag ' háskólamanna Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna BHM fagnar því að málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna séu á dagskrá stjórnvalda og hefur ítrekað kallað eftir því að fá að taka þátt í því ferli frá fyrstu stigum. Brýnt er að félagslegt hlutverk sjóðsins sé haft að markmiði og að hlutverk hans verði eftir sem áður að tryggja jafnt aðgengi allra að námi. í fyrirhuguðum útfærslum á styrkjum og lánum er mikilvægt að hafa í huga að ólík félagsleg aðstaða lánþega leiði ekki til aukinnar skuldsetningar þeirra sem mest þurfa á þjónustu LÍN að halda. Þannig er mikilvægt að styrkjum sé í frekara mæli beint til barnafólks, einstæðra foreldra og þeirra sem eru í viðkvæmari félagslegri stöðu. Árið 2016 undirrituðu fulltrúar heildarsamtaka opinberra starfsmanna, ríkis og sveitarfélaga samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Þar er gerð sú grundvallarbreyting að tekin er upp aldurstengd réttindaávinnsla lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Rétt er að hafa í huga að háskólamenntað fólk stígur seinna inn á vinnumarkaðinn en þau sem ekki leggja stund á langskólanám og hefur því ekki tök á að afla sér, að öllu óbreyttu, lífeyrisréttinda á þessum fyrstu og dýrmætustu árum aldurstengdrar réttindaávinnslu. BHM telur því mikilvægt að lánasjóðurinn greiði mótframlag í lífeyrissjóð og að námsmenn greiði lífeyri, enda séu lán hækkuð sem þessu nemi. Sem fyrr segir er ávinningur háskólamenntunar ekki nægur á íslandi og því afar brýnt að tryggja að lífeyrisréttindi háskólamenntaðs fólks skerðist ekki vegna samræmingar lífeyriskerfanna. BHM hefur árum saman bent á að afborganir námslána séu íþyngjandi. Þær nema nú u.þ.b. ráðstöfunartekjum eins mánaðar á ári. Á liðnum árum hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að létta afborgunarbyrði verðtryggðra húsnæðislána hér á landi en ekkert verið gert til að létta greiðslubyrði verðtryggðra námslána. BHM bendir á hægt er að grípa til margs konar aðgerða í þessu sambandi, t.d. að námslán verði frádráttarbær frá tekjuskattsstofni við útreikninga í bótakerfunum og að allt svigrúm til frestunar eða innborgana á námslán sé aukið til muna. BHM krefst þess að ábyrgðarmannakerfi LÍN verðir afnumið að fullu með því að afnema ábyrgðir á eldri lánum, enda eðlilegt að mismuna ekki lántakendum með þeim hætti sem nú er gert. BHM treystir því að stjórnvöld noti núverandi endurskoðun til að stíga þetta mikilvæga skref. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Bandalag háskólamanna Borgartúni 6, 105 Reykjavík Sími 595 5100 www.bhm.is http://www.bhm.is