Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sveitar­félaga á Vesturlandi Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
h i s s vI , S a m tö k s v e ita rfé la g a * I ! á Vestu rland i Skrifstofa Alþingis- nefndarsvið b.t. fjárlaganefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Efni; Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750 mál Inngangur í þessari umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 erfarið yfir helstu þætti í áætluninni sem hafa áhrif á stöðu mála á Vesturlandi, hjá sveitarfélögum og opinberum stofnunum. Því er rétt að taka fram að það er afar erfitt að lesa út úr áætluninni hvaða áhrif hún hefur á rekstur sveitarfélaga og stofnanna á svæðinu. Þá eru áætlanir um afkomu sveitarfélaga alfarið á ábyrgð ríkisins enda var ekki gert samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga í aðdraganda fjármálaáætlunar um helstu forsendur. Staða sveitarfélaga á Vesturlandi Fjárhagsstaða sveitarfélaga á Vesturlandi hefur styrkst nokkuð á undanförnum þremur árum eftir mjög erfið ár í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 . í raun má segja að tekjustofnar hjá mörgum sveitarfélögum hafa styrkst, síst þó hjá sveitarfélögum sem byggja að stórum hluta á sjávarútvegi. Almennt hefur útsvarið sem reiknast af launatekjum íbúa verið stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, en gott ástand í atvinnulífi og fjölgun íbúa vega þyngst þegar tekjur af útsvari hækka. íbúum á Vesturlandi hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum, fjölgunin hefur fyrst og fremst verið á sunnanverðu Vesturlandi, Akranesi, Hvalfirði og í Borgarbyggð, fjöldi íbúa á Snæfellsnesi hefurstaðið í stað, en íbúum í Dalabyggð hefur fækkað. Þetta má glöggt sjá á mynd hér að neðan. — - — Akraimessvæ'ðfi ----- * Boir«3rfparðarsvaeði STTraeffeH&nes r~ “ * E>aíiir 8 QOO , v - ‘ ^ 7 S 0 7 7.000 s 6.000 . — ^ ^* — 5.000 ^ ^ ' 3862 4.000 — — - =*■ — / 3.000 2.000 1.000 667 on po ur> r-~- * r*o> M ynd 3: Ibúafjöldi 1971-2018. T'úlur a rf'*?se(Ttinber á r hf«-erl: Ir a m tnl 1 ^ 9 8 e n 1 iiamjmir e ltíir þ>»ð Tö/lun Hagsto>tu l'U an ds o ® ðy^ gð^ n ito l'n uinar Annar stærsti tekjustofn sveitarfélaga á Vesturlandi eru framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þetta á sérstaklega við í landstórum sameinuðum sveitarfélögum eins og Borgarbyggð og Dalabyggð, auk þess sem hlutfall jöfnunarsjóðs í tekjum fámennra sveitarfélaga er alla jafna hátt. Því er Ijóst að fyrirhuguð frysting á framlögum ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun leiða til verulegs tekjutaps hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var bókað um málið og þar kom m.a. eftirfarandi fram: • Það liggur Ijóst fyrir að ef til þessarar skerðingar kemur þá verður tekjutap sveitarfélaga á Vesturlandi verulegt, en í samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er áætlað að hún verði rúmar 335 m.kr. fyrir árin 2020 - 2021. Verði af fyrirhuguðum áformum mun það án efa leiða til skerðingar á þjónustu við íbúa, draga úr viðhaldi og framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna og gera þeim erfiðara fyrir varðandi lækkun skulda. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hvetur því ríkisvaldið til þess að endurskoða vinnubrögð sín og að á ný verði tekin upp eðlileg vinnubrögð í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Afar mikilvægt er að nú þegar hefjist viðræður aðila um breytingar á fjármálaáætlun og þær leiði til þess að áform um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs verði dregin til baka Stjórn SSV leggur því þunga áherslu á að öll áform um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði dregin til baka. Rekstur sveitarfélaga á Vesturlandi hefur almennt verið að skila viðunandi framlegð á síðustu þremur árum. Á myndinni hér að neðan sést hvert veltufé sveitarfélaganna á Vesturlandi var árið 2017, talan við súlurnar sýnir röð þeirra á landsvísu: Snæ fellsbæ r . ^ a ■ i------- - .. ■ 13 H valfjarðarsvelt 17 A kraneskaupstaður — —■ --------------------- 17 Dalabyggð 27 Stykkishólm sbæ r 56 Eyja- og M iklaholtshreppur Skorradalshreppur Helgafellssveit 0,02 0,04 0,06 0,08 0,1 0,12 0,14 0,16 Þá hafa sveitarfélögin á Vesturlandi náð að lækka skuldir tiltölulega hratt á síðastliðnum þremur árum, en skuldahlutfall A-hluta þeirra allra var komið undir 150% í árslok 2017 eins og sést á mynd hér að neðan. Stykkishólm sbæ r 69 G rundarfjarðarbæ r Akraneskaupstaður Borgarbyggð Snæ fellsbæ r Dalabyggð H valfjarðarsveit Eyja- og M iklaholtshreppur Skorradalshreppur H elgafellssveit 0,2 0,4 0,6 52 1,2 67 1,4 1,6 Þrátt fyrir að skuldahlutfall sveitarfélaga á Vesturlandi hafi lækkað undanfarið er Ijóst að fjármagnskostnaður þeirra er hár sérstaklega hjá þeim sem eru mest skuldsett og því gæti verðbólguskot haft mjög slæm áhrif á rekstur þeirra. íbúakannanir SSV á Vesturlandi Frá árinu 2004 hafa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi með reglubundnum hætti lagt kannanir fyrir íbúa á Vesturlandi um viðhorf þeirra til ýmissa búsetuþátta í landshlutanum. Síðast var slík könnun gerð árið 2016. Þar kom fram, eins og sjá má á mynd hér að neðan, að íbúarnir voru ánægðastir með náttúruna, friðsæld og öryggi. íbúarnir eru hins vegar óánægðastir með vegakerfið, launatekjur og vöruverð. i I NlJiílurai9 • ö'vbss _ u BOk.ls*fn ■ umlcrð ’ LdKAkOKi • GfU"'reí ,í,tL• ICrnS,st.wskol* .1^ F 1 - t ® «ÍJ*crtí*r _Or*l«i£ L.r-nfierð 2 1 5, rJ1T I ' ' ' A '<3i • K * . K * U i * ^ l • . A rw in nu orv,* , % AsviítittuÍ^irSíF ^ A l m s á r m g 'u i i r u u ' '* J ! • I .Ifh.it?NVrintat * ^SKipúlaganál • Atvunnimrv^' • HSsMU Afbroor*® • v o .u v c ^ • iu«j<íii Fram»aMT.Ia ___ 9 L-D'ig.u*ibui3'it j) 2 J .4 Í.L* -5 1 i 4 *1 4 i> Sist < M ikilvæK' - - >M est 1 3 Samgöngumál í janúar 2017 var samþykktu sveitarfélögin á Vesturlandi sérstaka samgönguáætlun fyrir Vesturland. í kjölfarið hafa sveitarfélögin í landshlutanum talað einum rómi varðandi forgangsröðun verkefna. í ályktun haustþings SSV 2018 var eftirfarandi ályktað með hliðsjón af samgönguáætlun Vesturlands: „Tvöföldun vegar á Kjalarnesi er óhjákvæmileg framkvæmd vegna aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda m.a. vegna fjölgunar ferðamanna. Samkvæmt vegáætlun átti verkefnið að hefjast árið 2018 og var nauðsynlegt að svo yrði. Þá var einnig mikilvægt að hefja undirbúning að veglínu og framkvæmdaáætlun um endurbætur á Þjóðvegi 1 um Hvalfjarðarsveit í Borgarnes þegar árið 2017. Því skorar Haustþing SSV 2018 á stjórnvöld að hefja þegar í stað vinnu við tvöföldun vegar frá Reykjavík í Borgarnes og að framkvæmdum verði lokið á næstu átta árum. Haustþing SSV skorar á Vegagerðina og Reykjavíkurborg að hefja án tafar undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem bætir umferð til og frá höfuðborginni og eykur umferðar- og almannaöryggi. Því fyrr sem raunhæfur undirbúningur verkefnisins hefst eru líkur á að framkvæmdir geti farið af stað innan fárra ára. Samhliða þessu eru Ijóst að fara þarf í tvöföldun Hvalfjarðarganga á næstu árum ef og þegar hámarki umferðar um göngin skv. reglugerð verður náð. Ríkissjóður verður tímanlega að hafa frumkvæði að nauðsynlegum undirbúningi og framkvæmd. Afar brýnt er að framkvæmdum við veginn um Fróðárheiði Ijúki hið fyrsta og hefðu átt að Ijúka á árinu 2018 og framkvæmdum við veginn um Uxahryggi verði haldið áfram og þær klárist eigi síðar en árið 2020. Vinna við þessa vegi hefur staðið yfir í mörg undanfarin ár og þeim verður að Ijúka sem fyrst. Mikilvægt er að Vegagerðin geri sérstaka úttekt á tengivegum á Vesturlandi og forgangsraði framkvæmdum m.t.t. umferðarog mikilvægis. Verkefnið verði unnið í samvinnu við SSV. Áhersla verði lögð á að bundið slitlag verði komið á alla tengivegi í byggð fyrir 2029. Þá er lagt til að teknar verði upp viðræður við sveitarstjórn Borgarbyggðar um endurskoðun á nýtingu áætlaðs fjármagns til endurbóta á Þjóðvegi 1 um Borgarnes. Árið 2017 voru smávægilegar lagfæringar gerðar á veginum um Skógarströnd. Mikilvægt er að hönnun endurbóta hans og gerð tímasettrar verkáætlunar framkvæmda liggi fyrir sem fyrst. Þá er nauðsynlegt að hefja framkvæmdir við lagningu slitlags þar sem undirbyggingu er lokið. Nú þegar þarf að hefjast handa við að tvöfalda einbreiðar brýr á Vestfjarðavegi í Dalabyggð til að tryggja umferðaröryggi. Ljóst er, að gera þarf nauðsynlegar öryggisúrbætur á gatnamótum tengivega og Þjóðvegar 1 og þeim lokið eigi síðar en árið 2020. Þá er mikilvægt að fjölga útskotum á fjölförnum vegum, tryggja að góðar girðingar séu meðfram vegum og ráðast í öryggisaðgerðir á stöðum þar sem stórviðri eru algeng. Skýrsla starfshóps um fjármögnun framkvæmda við helstu stofnleiðirtil og frá höfuðborgarsvæðinu hefur örvað umræðuna um nýjar leiðir til að flýta vegaframkvæmdum en eftir stendur að taka ákvörðun um framhaldið. Haustþing SSV leggur til að skoðaðar verði leiðir þar sem veggjaldi er komið á til að flýta uppbyggingu á stofnleiðum á Vesturlandi sem ekki eru inni á langtímaáætlun ríkissjóðs. Gjaldtöku skal hins vegar stillt í hóf gagnvart þeim sem eru reglulega í förum þar sem veggjald er lagt á og komið til móts við þá sem sækja atvinnu eða nám og þurfa að nýta viðkomandi mannvirki." Sveitarfélögin á Vesturlandi telja afar brýnt að ráðast sem fyrst í þær framkvæmdir sem taldar eru upp hér að ofan. Síðastliðin 10 ár hafa verið sáralitlar nýframkvæmdir á Vesturlandi og það endurspeglast í viðhorfi íbúa til samgöngumála sem vitnað er til hér að ofan. í fyrstu könnun sem gerð var 2004 voru íbúar mun sáttari með stöðu vegamála en hún hefur farið hríðversnandi. Við svo búið verður ekki unað. Á meðfylgjandi mynd má sjá að aðeins á Norðurlandi vestra er hærra hlutfall malarvega í landshluta og umferð um tengi- í héraðsvegi hefur stóraukist vegna uppbyggingar sumarhúsahverfa og fjölgunar ferðamanna. Hlutfall malarvega af vegakerfinu Stjórn SSV fagnar því að í fjármálaáætlun er aukið svigrúm til nýframkvæmda og brýnt er að huga bæði að nýframkvæmdum á helstu stofnleiðum sem og að ráðast í átak við lagningu bundins slitlags á tengivegi. Jafnframt áréttar stjórn áherslur sínar varðandi það að leitað sé leiða til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum með gjaldtöku að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eða sérstakri fjármögnun. SSV hefur undanfarin sjö ár haldið utan um almenningssamgöngur á milli sveitarfélaga á Vesturlandi og reyndar víðar á svæðinu frá Reykjavík að Akureyri. Þessi rekstur hefur verið erfiður undanfarin þrjú ár og því fagnar stjórn SSV nýrri stefnumótun um almenningssamgöngur „Ferðumst saman". Það er hins vegar mjög mikilvægt að þetta verkefni sé að fullu fjármagnað og að fargjöld geti verið samkeppnishæf. Heilbrigðis- og endurhæfingarþjónusta Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa að undanförnu verið að vinna að Velferðarstefnu Vesturlands sem hefur þann megin tilgang að auka samráð og samvinnu þeirra aðila sem vinna að velferðarmálum í landshlutanum. Þetta er gert til þess að veita betri þjónustu og ná fram betri nýtingu fjármuna. Á Vesturlandi eru rekin sjö hjúkrunar- og dvalarheimili; í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Borgarnesi og á Akranesi. Síðan er heimili á Fellsenda í Dalabyggð sem er sérstakt heimili fyrir eldra fólk sem glímir við heilabilun. Rekstur þessara heimila hefur gengið misjafnlega og hjá sumum heimilum duga framlög ríkisins engan veginn fyrir rekstri og hafa þá sveitarfélögin verið að greiða með rekstrinum til þess að endar nái saman. Þannig má benda á að Dalabyggð greiddi á árinu 2017 alls 26,5 m.kr. með rekstri Silfurtúns í Búðardal eða um 3,5% af tekjum sínum. Nauðsynlegt er að hækka framlög til reksturs hjúkrunar- og dvalarheimila. Samkvæmt áliti Embættis landslæknis vantar um 30% upp á fjárhæð daggjalds hjúkrunarrýma til að hjúkrunarheimili geti uppfyllt þau lágmarksviðmið um fagmönnun og umönnunarstundir sem Embætti landlæknis hefur gefið út. Það sama á við um dvalarrými. Því er afar brýnt að gengið verði frá rammasamningi um þjónustu hjúkrunarheimila á grundvelli kostnaðarmats á kröfulýsingu velferðarráðuneytisins. Málefni fatlaðs fólks Á árinu 2018 bendir flest til þess að í fyrsta skipti frá því að sveitarfélögin á Vesturlandi tóku yfir málefni fatlaðra frá ríkinu þurfi þau ekki að greiða með verkefninu. Því skýtur því skökku við að samkvæmt fjármálaáætlun verði framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fryst árinu 2020 og 2021 sem þýðir að framlög til málefna fatlaðra á Vesturlandi verða skert um 15,1 m.kr. eða 2%. Stjórn SSV leggur því þunga áherslu á að öll áform um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði dregin til baka. Menntamál Á Vesturlandi eru þrír framhaldsskólar sem allir gegna mikilvægu hlutverki, varðandi þjónustu við íbúa og byggðafestu á svæðinu. Skólarnir í Grundarfirði og í Borgarnesi eru bóknámsskólar, en á Akranesi er bók- og verknámsskóli. Mikilvægt er að þeir hafi svigrúm og fjármagn til að halda úti öflugu starfi. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst hafa mikil áhrif á mannlíf og þróun samfélaga á Vesturlandi. Þetta eru fjölmennir vinnustaðir sem laða að ungt fólk, auk þess sem skólarnir koma að ýmsum verkefnum sem tengjast uppbyggingu á Vesturlandi. Því er ekki síður mikilvægt að þessar stofnanir fái tækifæri til að dafna. Fjárhagsstaða skólanna hefur batnað að undanförnu og mikilvægt er að þeir geti haldið út öflugu starfi. Mikilvægt er að endurskoða fjárveitingar til Símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni, en framlag ríkisins hefur nánast verið óbreytt undanfarin ár. Símenntunarmiðstöð Vesturlands hefur þurft að ráðast í hagræðingaraðgerðir og mikilvægt er að taka upp sanngjarnt reiknilíkan fyrir símenntunarmiðstöðvar. Opinber störf á Vesturlandi Opinber störf skipta miklu máli um þróun atvinnulífs í landshlutunum. Þessum störfum hefur fjölgað mjög á landsvísu, en afar misjafnt er hvernig þau dreifast á milli landshluta. í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út nýverið kom fram að hlutfall starfa hjá ríkinu er lægst á Vesturlandi, en hlutfall opinberra starfa (ríki og stofnanir) er næstlægst á Vesturlandi ef landshlutarnir átta eru bornir saman, þ.e. hlutfalla stöðugilda affjölda á vinnumarkaði: 31.12.2017 Stöðugildi skipt á landssvæði íbúafjöldi 1.1.2018 Hlutfall stöðugilda af heildarfjölda Hlutfall stöðugilda af íbúafjölda Hlutfall stöðugilda af fjölda 15-64 ára Höfuðborgarsvæðið 222.484 70,5% 7,7% 11,5% Vesturland 16.257 3,4% 5,0% 7,8% Vestfirðir 6.994 1,8% 6,4% 9,7% Norðurland vestra 7.195 2,0% 6,6% 10,5% Norðurland eystra 30.453 7,9% 6,3% 9,7% Austurland 10.485 2,4% 5,5% 8,6% Suðurland 28.812 5,8% 4,9% 7,5% Suðurnes 25.770 5,9% 5,5% 8,0% Erlendis - 0,3% 0,0% 0,0% Samtals 348.450 100% 7,0% 10,5% í umfjöllun Byggðastofnunar segir jafnfram að stöðugildum fjölgaði um 15 eða um tæp 2% á Vesturlandi á milli áranna 2016 - 2017. Akranes er eina sveitarfélagið á Vesturlandi þar sem stöðugildum fjölgaði á milli ára. Fjölgunin er um 6,2% sem að mestu á sér stað á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ fækkaði um nokkur stöðugildi. Á undanförnum árum hefur orðið mikil fækkun starfa hjá ýmsum opinberum stofnunum á Vesturlandi. Þar má nefna að störf hafa verið lögð niður hjá Sýslumannsembættinu á Vesturlandi þrátt fyrir fyrirheit um að sameining embætta myndi leiða af sér að sýslumannsembættin á landsbyggðinni gætu orðið miðstöðvar opinberra starfa. Fjárveitingar til sýslumannsembættisins á Vesturlandi hafa engan veginn nægt til þess að standa við þau fyrirheit sem gefin voru um starfsmannahald og starfsstöðvar við sameiningu embætta. Embættið lagði niður störf eða lækkaði starfshlutfall sex starfsmanna á árinu 2018. Þetta hefur haft í för með skerðingu á þjónustu og öll afgreiðsla erinda tekur mun lengri tíma en áður var. Það er afar brýnt að embættið fái hærri fjárveitingar og verði eflt. Nauðsynlegt er að fjölga í útkallsliði lögreglunnar á Vesturlandi og alltof víða er skortur á lögregluþjónum. íbúum fjölgar jafnt og þétt og aukinn ferðamannastraumur allan ársins hring kallar á fjölgun lögregluþjóna. Vegna þessa þarf auknar fjárveitingar til embættisins. Þá hefur störfum fækkað verulega við Landbúnaðarháskóla íslands. Þessu til áréttingar má benda á að 20 störf voru við búvísindadeild skólans árið 2005 en í dag eru 5 störf við deildina þrátt fyrir að nemendum hafi ekki fækkað. Stjórn SSV telur mikilvægt að opinberum störfum verði fjölgað á Vesturlandi á næstu árum og stjórnvöld fari í markvissar aðgerðir til þess að fjölgum slíkum störfum á landsbyggðunum. Við viljum benda á að nágrannaþjóðir okkar hafa farið í umfangsmiklar aðgerðir á undanförnum árum, en það á við um Norðmenn, Svía og Dani. Danir eru með átak í gangi sem hófst 2015 um að flytja 8000 opinber störf frá Kaupmannahöfn til landsbyggðarinnar, en það jafngildir því að 400 störf væru flutt frá Reykjavík út á land. Stjórn SSV skorar á ríkisvaldið að hefja nú þegar undirbúning að átaksverkefni um flutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðanna. Sóknaráætlun Vesturlands hefur haft mjög jákvæð áhrif á Vesturlandi, en Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur úthlutað tæplega 300 m.kr. á s.l. fimm árum til ýmissa verkefna og þá verið ráðist í ýmis verkefni sem skilgreind eru í Sóknaráætlun Vesturlands fyrir ríflega 100 milljónir. Sóknaráætlanir eru því orðnar mikilvægur þáttur byggðastefnu. Stjórn SSV leggur þunga áherslu á að auknu fjármagni verði veitt til sóknaráætlana. Byggðamál Virðingarfyllst f.h. stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri