Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21 • 550 Sauðárkróki • S: 455 6000 • F: 455 6001 • Netf.: skagafjordur@ skagafjordur.is • www.skagafjordur.is Skagafjörður Sauðárkróki, 15. maí 2019 Alþingi Fjárlaganefnd Austurstræti 8-10 Reykjavík Efni: Fjármálaáætlun 2020-2024, mál nr. 740 Á 866. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar var lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. maí 2019, um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750. mál. Í umsögninni er sett fram sú skýlausa krafa sveitarfélaga landsins að Alþingi dragi til baka áform ríkisstjórnarinnar um frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bókaði eftirfarandi: Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar átelur þau áform sem birtast í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru þeim til mikils vansa en fulltrúum sveitarfélaga var tilkynnt einhliða um þessa ákvörðun fyrir skemmstu og var þar með farið á svig við lög um opinber fjármál sem kveða á um að við mótun fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algjöran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum ílandinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér ískerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu ílandinu. Áhrif frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs hefur mest áhrif á fámennari og dreifbýlli sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og gerir þeim mun erfiðara um vik að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef tillagan nær fram að ganga mun áætluð tekjuskerðing Sveitarfélagsins Skagafjarðar nema um 117,9 mkr. á þessu 2ja ára tímabili auk 8,6 mkr. vegna málefna fatlaðs fólks. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnvart áformum ríkisstjórnarinnar um aðskerðaframlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og krefst þess að Alþingi dragi til baka öll áform um frystingu framlaga til sjóðsins. Þetta tilkynnist hér með. F.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri mailto:skagafjordur@skagafjordur.is http://www.skagafjordur.is