Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
Bréfsefni SSA Samband sveitarfélaga á Austurlandi Tjamarbraut 39e ■ 700 Egilsstaðir ■ Sími 470 3800 ■ ssa@ssa.is ■ www.ssa.is Austurlandi 14. maí 2019 Skrifstofa Alþingis - nefndarsvið Bt. Fjárlaganefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Efni: Umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024, 750. mál. Samband sveitarfélaga á Austurlandi vill vekja athygli á nokkrum atriðum sem það telur mikilvægt að hafa í huga við umfjöllun og afgreiðslu tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024. Hin eiginlega þingsályktunartillaga er á mjög samandregnu formi en greinargerðin sem fylgir er aftur á móti umfangsmikil. Í upphafi vill SSA fagna því sem fram kemur í 1. kafla um sókn í samgöngumálum, nýsköpun og velferð. Allt eru þetta atriði sem skipta íbúa og atvinnulíf á Austurlandi verulegu máli. Nánar verður vikið að þessum atriðum sem og fleirum hér á eftir. Í neðangreindum málaflokkum verður tæpt á nokkrum atriðum og byggir umsögnin á ályktunum aðalfundar SSA 2018 og stöðu mála í landshlutanum. 1. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Stjórn SSA tekur heilshugar undir bókun XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. mars sl. þar sem áformum ríkisins um frystingu framlaga í jöfnunarsjóð sveitarfélaga er harðlega mótmælt. mailto:ssa@ssa.is http://www.ssa.is/ Landsþing Sambands íslenskra sveítarfélaga krefst þess aö þau óásættanlegu áform sem fram koma í fyrírliggjandi tiilögu aö fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um að skerða framlög ríkissjóðs tíi JÖfnunarsjóðs sveítarféiaga næstu Landsþingið minnir á að í 11. gr. laga um opínber fjármá! er kveðið á um að við mótun fjármáiaáætiunar skuli ráðherra leita samkomulags víð Samband ísíenskra sveitarfélaga. Engar viðræður fóru fram um málið heldur var fulítrúum sveitarfélaga tilkynnt um þessa ákvorðun. Landsþingið telur vinnubrogð fjármála- og efnahagsráðuneytisins í málinu vera með öílu óásættanleg enda væri þanníg veríð að skapa hættulegt fordæmi um að ríkisvaidið grípi einhliða inn í lögbundna tekjustofna sveitarfélaga. Ljóst er jafnframt að fyrirhuguð skerðing framlaga jöfnunarsjóðs kemur misjafniega niður á sveitarfálögum og bítnar harðast á Landsþing sambandsins fer fram á að ríkisstjömin og Alþingi tryggi að samskipti ríkis og sveitarfélaga verði á jafnræðisgrundvelii þar sem vírðing og traust ríki á milli aðila. Slík samskipti hafa verið að byggjast upp undanfarin ár með góðum árangri, en er nú ógnað af hálfu ríkisins með þvífrumhlaupí sem iandsmenn hafa Landsþingið iýsir sambandið engu að síður tiibúið í viðræður um málíð. Áhrif skerðingarinnar er fram koma í fjármálaáætluninni verða mikil á sveitarfélögin á Austurlandi eins og sjá má í neðangreindri töflu. Tekjutap 2020 og 2021 Sveitarfélag Íbúafjöldi Framlög 2019 í m.kr. pr. Íbúa Djúpavogshreppur 477 134.3 -22.2 - 46,618 Fjarðabyggð 5,065 474.9 -78.6 - 15,520 Fljótsdalshérað 3,581 632.4 -104.7 - 29,277 Fljótsdalshreppur 73 0 0 - Seyðisfja rðarkaupstaður 702 129 -21.4 - 30,423 Borgarfjarðarhreppur 112 39.9 -6.6 - 59,014 Vopnafjarðarhreppur 645 145.4 -24.1 - 37,304 10,655 1555.9 -257.6 - 24,176 Tekjutap sveitarfélaga á Austurlandi nemur 257,6 millj. kr. og er þar um 16,6% samdrátt í tekjum frá jöfnunarsjóði að ræða á milli ára. Íbúar Austurlands sem nema um 3% af íbúafjölda landsins mun miðað við tölur sambandins bera um 10,6% skerðingarinnar. Ljóst er að um algjörlega óásættanlega og vanhugsaða aðgerð er að ræða sem mun án efa leiða til verulegrar þjónustuskerðingar af hálfu sveitarfélaganna ef af verður. 2. Samgönguáætlun SSA lýsir ánægju sinni með þá yfirlýstu stefnu stjórnvalda að blása til sóknar í samgöngumálum eins og lýst er í kafla 1 í greinargerðinni. Á sama tíma og talað er um að blása til sóknar er ljóst að sú sókn virðist ekki ná nema að litlu leiti til - 2 - samgöngumála á Austurlandi. SSA lýsir yfir miklum vonbrigðum með hlut Austurlands og þær miklu tafir sem við blasa hvað varðar nauðsynlegar samgöngubætur í fjórðungnum sem fram komu í samgönguáætluninni sem samþykkt var sl. haust. Þetta er sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að undanfarin ár hafa nýframkvæmdir og viðhald vega á Austurlandi verið í algjöru lágmarki. Stjórn SSA krefst þess að hlutur Austurlands varðandi framkvæmdir í samgöngumálum verði réttur í boðaðri endurskoðun á samgönguáætlun og tekið verði tillit til þeirrar forgangsröðunar samgönguframkvæmda sem samþykkt hefur verið ítrekað á vettvangi SSA. Í því samhengi má nefna Fjarðarheiðargöng, nýjan veg yfir Öxi auk fjölda brýnna viðhaldsverkefna víða í fjórðungnum sem SSA hefur ályktað um. Samgöngumál varða alla þjóðina. Samgöngur hafa mikil áhrif á búsetu fólks atvinnutækifæri, öryggi og lífsgæði. Á Austurlandi hafa nýframkvæmdir og vegabætur verið ákaflega takmarkaðar undanfarin ár og því er þörfin orðin brýn. Nefna má að malarvegir liggja víðs vegar um fjórðunginn, háir fjallvegir valda einangrun íbúa á vetrum vegna ófærðar og einbreiðar brýr, blindhæðir og skortur á útskotum valda hættum í umferðinni. Ljóst er að óskir íbúa Austurlands, öryggi vegfarenda og þarfir samfélagsins í samgöngumálum krefjast gríðarlegs fjármagns vegna fjársveltis undanfarinna ára. 3. Innanlandsflug SSA vill einnig ítreka mikilvægi innanlandsflugsins fyrir íbúa Austurlands ekki síst vegna fjarlægðar frá höfuðborginni. Öruggt innanlandsflug er ein af forsendum þess að styrkja búsetugæði landshlutans en sökum verðlags getur almennur íbúi í reynd ekki nýtt sér flugið nema í ítrustu neyð. SSA fagnar því að „skoska leiðin" sé komin inn í samgönguáætlun og ítrekar mikilvægi þess að verkefnið sé fullfjármagnað og taki gildi í upphafi árs 20 20 . 4. Egilsstaðaflugvöllur og Isavia Stjórn SSA leggur mikla áherslu á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og mikilvægi þess að breytingar verði innleiddar á skipulagi Isavia í samræmi við tillögur þess efnis er varðar uppbyggingu, viðhald og rekstur. Þá vill SSA benda á mikilvægi þess að vinnu við sértæka eigendastefnu fyrir Isavia sé hraðað. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda á tilgang og hlutverk opinbers aðila sem heldur utan um verulega innviði í landshlutanum sé skýr. Einnig hvetur SSA stjórnvöld til að huga vel að flugþróunarsjóði sem virðist eiga leggja af miðað við þessi drög. Töluvert hefur verið fjárfest í markaðssetningu og uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaðaflugvöll og er flugþróunarsjóður mikilvægur hlekkur í þeirri framtíðarsýn að opna nýjar gáttir inn til landsins. Ljóst er að þetta verkefni tekur tíma og er af því mikill ávinningur fyrir þróun - 3 - ferðaþjónustunnar í landshlutanum. Það skýtur skökku við þegar unnið er að dreifingu ferðamanna að hvatakerfi sem búið er að koma á í formi flugþróunarsjóðs, og hefur reynst nauðsynlegt í öðrum löndum, er lagt af áður en það fær tækifæri til að sanna sig hér á landi. 5. Almenningssamgöngur SSA starfrækir almenningssamgöngur skv. framlengdum samningi við Vegagerðina út árið 2019. Stjórn Stætisvagna Austurlands, sem fer með verkefnið fyrir hönd SSA, hefur af því verulegar áhyggjur að nú í maí 2019 er ekki komin niðurstaða hvernig þessu verði háttað á næsta ári. Í fjármálaáætluninni kemur fram að stefnt sé að því að endursemja við landshlutasamtök um áætlanaakstur frá og með 2020 á grundvelli heildstæðrar stefnu. Mikilvægt er að hraða allri vinnu við nýja samninga því ljóst er að tíminn er orðinn knappur. 6. Sóknaráætlanir landshlutanna Sóknaráætlanir landshlutanna eru verkefni sem mikil samstaða hefur náðst um eftir langt þróunarferli. Nú er tækifæri til að stórefla þetta verkefni þar sem núverandi samningar renna út í árslok 2019. Huga mætti að tilflutningi verkefna út á landsbyggðina í gegnum þennan farveg. Með myndarlegum stuðningi og verulegri hækkun fjármagns af hálfu stjórnvalda má færa vald, ákvarðanir og ábyrgð út í nærsamfélagið. 7. Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar SSA leggur áherslu á að við þróun á stuðnings- og styrkjaumhverfi ríkisins er varðar nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar verði horft til þess að byggja upp á landsbyggðinni. SSA og Austurbrú hafa bent á mikilvægi þess að nýsköpun nái til alls landsins og að nýsköpun sé ekki einkamál höfuðborgarsvæðisins eins og oft mætti ætla miðað við umræðuna. SSA fagnar þeim áfanga að gera eigi úttekt á vegum vísinda- og tækniráðs um dreifingu opinbers fjármagns til rannsókna, þróunar og nýsköpunar eftir landshlutum. Framundan eru miklar atvinnulífsbreytingar á Austurlandi sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni. Mikilvægt er að stuðningsumhverfi fyrir nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar sé með þeim hætti að landshlutinn eigi möguleika á að byggja upp nýjar atvinnugreinar samhliða því að hinar hefðubundnu framleiðslugreinar nýta tæknibyltinguna til að auka framleiðni. Mikið sóknarfæri er í að færa rannsóknir nær samfélögunum og þeirri auðlindanýtingu sem hagkerfið okkar byggir á. Myndi þetta styðja á margþættan hátt við markmið sem fram koma í stjórnarsáttmálanum um að „Mikil verðmæti felist í þ v í að landið allt sé í blómlegri byggð. Landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt" - 4 - SSA vill einnig benda á þá stöðu að í dag er engin starfsemi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Austurlandi. Á þetta hefur margoft verið bent og er ástandið algjörlega óviðunandi. Í ljósi þessarar stöðu kallar SSA eftir endurskoðun á því hvert fjármagni er úthlutað til að þjónusta landshlutann á þessu sviði. 8. Áfangastaðurinn Austurland Umræður um að koma á fót áfangastaðastofum sjást ekki merki í fjármálaáætluninni en mikilvægt er að stýring og þróun áfangastaðanna sé unnin á forsendum landshlutanna. Þá er vert að benda á mikilvægi þess að verkefni sem fram koma í áfangastaðaáætlunum landshlutanna fái fjármögnun þannig að þau nái fram að ganga. Fjármagna þarf sérstaklega markaðssetningu þeirra svæða sem lengst eru frá höfuðborginni og búa við verulega árstíðarsveiflu í greininni og kallast í daglegu tali „köld svæði" í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að eyrnamerkja sérstaklega fjármuni til að vinna að þessum málum. 9. Menntun og rannsóknir Á aðalfundi SSA voru ítrekaðar fyrri ályktanir um að verulega halli á Austurland í háskóla- og rannsóknarstarfsemi á vegum ríkisins. Fjarlægðir á milli byggðakjarna og erfiðar samgöngur kalla á dreifða þjónustu. Mikilvægt er að styðja við það uppbyggingarstarf sem þegar hefur verið unnið í landshlutanum með tilkomu Austurbrúar en Austurbrú sinnir í dag þjónustu við fjarnema í háskólanámi á 6 stöðum á Austurlandi, auk þess að standa fyrir mjög öflugu símenntunarstarfi og rannsóknum. Á Austurlandi er unnið að uppbyggingu á kennslu á háskólastigi á sviði tæknigreina í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Atvinnulífið á Austurlandi byggir á hátæknifyrirtækjum og er því umhverfið einstakt á landsvísu og góður grundvöllur fyrir starfsemi sem þessa. SSA ítrekar mikilvægi þess að þessi tegund þekkingarstarfa verði til í landshlutanum en til að svo megi verða þarf stuðning ríkisins við þetta brautryðjendastarf heimamanna. 10. Viðbótar áhersluatriði Heilbrigðisþjónusta SSA ítrekar mikilvægi þess að efla þá heilbrigðisþjónustu sem nú er veitt í landshlutanum og að bætt verði úr þar sem þjónusta er ekki viðunandi. Mikilvægt er að efla Umdæmissjúkrahús Austurlands og tryggja heilsugæslu sem og bráðaþjónustu í nærumhverfi. Mikilvægt er að auka aðgengi að þjónustu á sviði geðheilbrigðismála í landshlutanum sem og auka þjónustu sem gerir fólki kleyft að búa sem lengst á heimaslóum. Fjármögnun hjúkrunarrýma þarf að taka mið af reksti auk þess sem þeim þarf að fjölga í landshlutanum. - 5 - Skólar í landshlutanum SSA leggur áherslu á að framhaldsskólar á Austurlandi fái tækifæri til að þróa starfsemi sína til að mæta þeim áskorunum sem fylgja rekstri fámennra skóla í dreifðum byggðum. Mikilvægt er að á Austurlandi bjóðist fjölbreytt nám sem stenst samanburð við það besta sem gerist og að stofnunum landshlutans verði gert kleift að vinna saman að mótun þjónustu í samræmi við menntunarþarfir íbúa á Austurlandi. Tryggja þarf skólunum fjármagn sem gerir þeim þetta kleift. SSA vill hvetja stjórnvöld til að klára vinnu við frumvarp til almennrar löggjafar um lýðskóla og tryggja að þessum nýja valkosti í menntun viðeigandi stað í menntakerfinu. Sýslumanns- og lögregluembættin Stjórn SSA ítrekar að nauðsynlegt er að tryggja fjármögnun sýslumannsembættis Austurlands í takt við þau fyrirheit sem gefin voru þegar breytingar voru gerðar á embættum á Austurlandi. Ófremdarástand er komið upp þar sem starfshlutföll starfsmanna hafa verið lækkuð þar sem skekkjur í grunnforsendum reiknilíkansins um mönnun, sem fjármögnun embættisins byggir á, hafa ekki verið leiðréttar. Þá hefur ekki verið verið nógu markvisst unnið að því á vegum stórnvalda að flytja til embættisins verkefni eins og til stóð. SSA ítrekar að fjármögnun löggæslu á Austurlandi sé viðunandi bæði hvað varðar mönnun og endurnýjun húnæðis og búnaðar. Brýnt er að bæta aðstöðu lögreglunnar á Seyðisfirði og hafa verður í huga að um landamærastöð er að ræða. Stjórn SSA vill benda á tækifæri sem felst í því að fela lögreglu- og sýslumannsembættum á landsbyggðinni eftirlit með skammtímaleigu og leyfislausri gististarfsemi í landshlutunum. Myndi slík aðgerð styðja við það markmið að flytja fleiri verkefni til embættanna. Að öðru leiti en því sem hér kemur sérstaklega fram vill Samband sveitarfélaga á Austurlandi taka undir það er fram kemur í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsetta 3. maí sl. https://ssa.is/images/%C3%81lyktanir a%C3%B0alfundar SSA 2018.pdf Á ofangreindum hlekk má sjá ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og eru þar fjölmargar ályktanir sem lýsa nánar áherslum sveitastjórnamanna á Austurlandi m.a. í þeim fjölmörgu verkefnum er fram koma í fjármálaáætlun. Fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Einar Már Sigurðarson, formaður stjórnar. - 6 - https://ssa.is/images/%C3%81lyktanir_a%C3%B0alfundar_SSA_2018.pdf