Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sveitar­félaga á Norður­landi vestra Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
Landbúnaður á nORÐURLANDI VESTRA NORÐURLAND VESTRA Hvammstanga 14. maí 2019 Fjárlaganefnd Alþingis. Sent rafrænt á nefndasvid@althingi.is Efni: Umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, 750. mál. Stjórn samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi (SSNV) vestra tekur heilshugar undir þegar innsendar athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. maí 2019. Í umsögn sambandsins er tæpt á helstu áhyggjuefnum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er varða fjámálaáætlun áranna 2020-2024. Stjórn SSNV vill hnykkja sérstaklega á eftirfarandi atriðum í umsögn Sambandsins: 1. Nýverið tilkynnti fjármálaráðuneytið forsvarsmönnum sambandsins þá fyrirætlan sína að frysta framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2019, 2020 og 2021. Stjórn SSNV tók undir kröftug mótmæli sambandsins og lagðist alfarið gegn þeim áformum í umsögn sinni til ráðherra fjármála og samgöngu og sveitarstjórnarmála dags. 1. apríl 2019. Er þar tæpt á áhrifum fyrirhugaðrar frystingar á sveitarfélögin í landshlutanum. Áhrif frystingarinnar pr. íbúa yrðu, ef áformin ná fram að ganga, næst mest á Norðurlandi vestra á landinu öllu. Það vekur furðu stjórnar SSNV að ríkisvaldið skuli ganga fram með þessum hætti og þannig skapa svæðum á landsbyggðinni sem þegar standa höllum fæti eins ótryggt umhverfi og raun ber vitni. Stjórn SSNV vill benda á að framlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð er bundið í lög um tekjustofna sveitarfélga nr. 4/1995. Skv. þeim ráðast framlög ríkissjóðs í jöfnunarsjóð af innheimtum sköttum og álagningarstofni útsvars en hvergi er þar minnst á heimild til frystingar framlaganna. Áðurnefnda umsögn SSNV má sjá í heild sinni í fylgiskjali. Stjórn SSNV tekur undir þá skýlausu kröfu sem kemur fram í umsögn sambandsins að Alþingi dragi til baka áform ríkisstjórnarinnar um frystingu framlaga til jöfnunarsjóðs. 2. Ánægjulegt er að sjá verulega viðbót fjármuna í málefnasvið 7 (Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar). Stjórn SSNV vill leggja áherslu á að afar mikilvægt er að sú viðbót skili sér á landsbyggðina. Staðan þar er varðar fjármagn og stuðning vegna nýsköpunar er bágborin einkum og sér í lagi þar sem það virðist vera stefna Nýsköpunarmiðstöðvar að draga úr starfsemi sinni á landsbyggðinni sem er afar miður. Nýsköpun er lykillinn að sókn í atvinnulífi í landshlutanum og því mikilvægt að umtalsverður hluti þess viðbótarfjármagns sem í málefnasviðið fer renni í verkefni á landsbyggðinni. 3. Það vekur áhyggjur stjórnar SSNV að sjá að útgjaldarammi málefnasviðs 8 (Sveitarfélög og byggðamál) lækkar frá fjármálaáætlun 2019-2023. Eins og fram kemur í umsögn sambandsins er ekki hægt að rekja hver ástæða þessar lækkunar er sem er miður. Stjórn SSNV leggur ríka áherslu á að gætt verði að þeim fjármunum sem ætlaðir eru til byggðamála og þess verði sérstaklega gætt að fjármunir til verkefna tengdum byggðaáætlun verði tryggðir út gildistíma áætlunarinnar. H a f& n h rn j t G ■ 5 3 0 H v a m m :;tn n g n - & rm : 4 5 5 2 5 1 0 ■ Fax: 4 5 5 £ 5 0 9 ■ a s n v ð a a fn u n ■ vwwvu.sanv.is K jcnnrtiita : 541l 292 2419 - RericnaiQMiúmer: 1105 26 1376 mailto:nefndasvid@althingi.is SAMTÖK SVEITARFÉLAGA NORÐURLAND VESTRA 4. Nú stendur yfir endurskoðun samninga um sóknaráætlanir. Í nýútkominni skýrslu um framkvæmd sóknaráætlunar 2015-2019 kemur fram að farvegur sóknaráætlana hefur sannað sig og styrkst með hverju ári. Stjórn SSNV tekur undir áherslu sambandsins um að auknu fjármagni verði veitt til sóknaráætlana. 5. Ferðaþjónusta á Norðurlandi vestra og þar með uppbygging innviða ferðaþjóstunnar er skemmra á veg komin en í öðrum landshlutum. Mikilvægt er að áfram verði haldið í þeirri uppbyggingu sem hafin er svo landshlutin verð samkeppnishæfur og ferðaþjónustan á svæðinu færist nær því að verða heils árs atvinnugrein. Tekið er undir áherslu sambandsins um að gistináttagjald renni til sveitarfélaga eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Einnig er tekið undir þá áherslu að tillögum ferðamálráðs um áðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar verði hrundið í framkvæmd og sérstaklega horft til erfiðrar stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. 6. Stjórn SSNV kallar eftir því að tekjutap sveitarfélaga vegna framlengningar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar til greiðslu inn á höfðustól húsnæðislána verði bætt með einhverjum hætti af hálfu ríkisins. Eins og fram kemur í umsögn sambandsins má áætla að framlengning heimildarinnar um 2 ár muni kosta sveitarfélögin um 4 ma.kr. Stjórn SSNV tekur jafnframt undir þær áhyggjur sem fram koma í innsendri umsögn Eyþings varðandi stöðu sýslumannsembætta á landsbyggðinni1. Þar er vakin athygli á áliti stjórnskipunar- og eftrlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað er um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá 1. apríl 2019. Þar eru gerðar alvarlegar athugsemdir m.a. við undirbúning sameiningar sýslumannsembætta árið 2015 og ekki síst fjárhags- og rekstrargrundvöll embættanna. Fjárhagsgrunnur þeirra hafi aldrei verið leiðréttur í raun og áréttað að „fjármögnun embættana þarf að standa undir þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna“. Fleiri þættir eru tíundaðir í áliti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem undirstrika mikilvægi þess að sýslumannsembættin séu styrkt og á það bent að þrátt fyrir tækifæri vegna rafrænnar þjónustu og miðlægrar vinnslu mála þá „krefjast mörg málanna ávallt nálægðar við borgarana“. Stjórn SSNV tekur undir með stjórn Eyþings að nauðsynlegt sé að taka mið af nýjum upplýsingum og afstöðu Ríkisendurskoðunar og þingnefndarinnar og bregðast strax við alvarlegri fjárhagsstöðu sýslumannsembættanna með auknum fjárframlögum og að embættin séu fjámögnuð á grunni útgjaldaþarfar. Í fjármálaáætlun segir að embættin standi frammi fyrir djúpstæðum vanda og gerð grein fyrir framtíðarsýn í málefnum sýslumanna sem kynnt var haustið 2018. Stjórn SSNV telur líkt og stjórn Eyþings að uppi sé of mikil óvissa um starfsgrundvöll embættana og við slíkar aðstæður verði ekki unað. Auk framangreindra atriða vill stjórn SSNV koma á framfæri nokkrum áherslum við eftirtalin atriði í áætluninni: 11.1 Samgöngur, bls. 261-262 Samstarf landshlutasamtakanna og Vegagerðarinnar hefur um nokkurt skeið verið í uppnámi vegna skorts á fjármagni. Í gildi eru tímabundnir samningar fyrir árið 2019 en þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvert framhald þeirra samninga verður. Í nýútgefinni skýrslu um almenningssamgöngur Ferðumst saman koma fram hugmyndir um eflingu almenningssamgangna innan vinnusóknarsvæða. Stjórn SSNV fagnar þeirri áherslu en leggur áherslu á að eigi landshlutasamtökin að sinna verkefninu áfram verður að fylgja því nægilegt 1 https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-5449.pdf H a f& j ih r n j t 6 ■ 5 3 0 H v a m m :;tn n g n - Shtm: 4 5 5 2 5 1 0 - Fax: 4 5 5 £ 5 0 9 ■ a s n v ð a a íw .ia ■ vwwvu.saav.is K cnn rtu fu : 5 4 1 2 9 2 2 4 1 9 ■ Rericna iQ M iúm er: 1 1 0 5 2 6 1 3 7 6 https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-5449.pdf fjármagn. Landshlutasamtök eru ekki tilbúin til að taka á sig áhættu slíks rekstrar ein og sér. Stjórn SSNV vill jafnframt leggja áherslu á að reglubundið innanlandsflug á Alexandersflugvöll verði stutt með því að taka það inn í sk. skosku leið enda uppfyllir staðsetning vallarins þau viðmið um stuðning sem sett eru fram í skýrslu starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugsins sem almenningssamgangna. Reglulegt flug í Skagafjörð bætir búsetuskilyrði í landshlutanum öllum og eykur öryggi íbúa á Norðurlandi vestra til mikilla muna. Skv. úttekt á heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra sem SSNV lét gera á árinu 2018 eru nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhringsaðgang að skurðstofu. Annars staðar á landinu er hlutfallið frá 50 - 100%2. Af áætlun um fjármál má ætla að ekki standi til að efla að nýju heilbrigðisþjónustu í landshlutanum. Því er nauðsynlegt að bæta samgöngur svo íbúar svæðisins sitji við sama borð og íbúar annarra landshluta. 11.2 Fjarskipti, netöryggi ogpóstþjónusta, bls. 267 Stjórn SSNV vill nota tækifærið og þakka fyrir gott samstarf við Fjarskiptasjóð vegna átaksins Ísland ljóstengt. Ánægjulegt er að sjá í drögum að fjármálaáætlun að stefnt er að lokum þess átaks á árinu 2020. Stjórn SSNV vill benda á að þó hilli undir lok verkefnisins er langt frá því að verkinu sé lokið. Enn standa eftir tengingar í minni þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni þar sem ljóst er að þjónusta verður ekki rekin á markaðslegum forsendum frekar en í dreifbýli. Afar mikilvægt er að brugðist verði við því með samskonar átaki og Ísland ljóstengt til að íbúar þessara smáu þéttbýliskjarna sitji ekki eftir. 20.1 Framhaldsskólar, bls. 334 Stjórn SSNV fagnar þeirri áherslu sem kemur fram í áætluninni um að efla menntun í landinu og þá einkum með því að fjölga útskrifðum úr starfs- og tækninámi. Stjórn vill minna á að Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki hefur um nokkurra ára skeið þróað fjölda starfsmenntabrauta, svo sem fyrir starfsmenn í fiskvinnslu, kjövinnslu og nú mjólkurvinnslu í samvinnu við atvinnulífið. Einnig hefur skólinn unnið brautryðjendastarf í að gera fólki kleift að stunda iðnám með vinnu með helgarnámi sem mikil ásókn hefur verið í. Mikilvægt er að skólinn fái stuðning til áframhaldandi þróunar starfsnáms. Annað Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er í kaflanum um byggðamál fjallað um að skoða eigi kosti þess að nýta námslánakerfið og önnur kerfi sem hvata fyrir fólk til að setjast að í dreifðum byggðum3. Stjórn SSNV hvetur ríkisvaldið til að hefja þessa skoðun sem fyrst. Í Noregi hefur náðst árangur í að beita slíkum aðferðum til að hvetja til jákvæðrar byggðaþróunar á dreifbýlum svæðum. Eru nefnd nokkur dæmi sem gefist hafa vel í Noregi 4: 1. Á tilteknum svæðum er heimilt að endurgreiða tiltekna prósentu af stofnkostnaði nýrrar atvinnustarfsemi. Stuðningurinn getur mestur orðið 35% af stofnkostnaði. 2. Almennt tryggingargjald í stærstu sveitarfélögunum t.d. Osló er 14,1% en ekkert tryggingargjald er í nyrstu sveitarfélögunum. Tryggingargjaldið getur verið þarna á milli, allt eftir nánari reglum þar um. Talið mjög örvandi fyrir iðnaðarstarfsemi og þjónustustarfsemi og aðra vinnuaflsfreka starfsemi. 2 http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv skyrsla heilbrigdis.pdf 3 https://www.stjom arradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c Sótt 14. Maí 2019. Bls 10. 4 Tölur frá árinu 2018. B a fbab rnu t 6 ■ 5 3 0 Hvam m :;tjingn - &rm : 4 5 5 2 5 1 0 - Fax: 4 5 5 £ 5 0 9 ■ asnvösanv ia ■ vwwvu.saav.ia Kcnnrtufu: 5 4 1 2 9 2 2 4 1 9 ■ H & ym g u n ú m e r: 1 1 0 5 2 6 1 3 7 6 http://www.ssnv.is/static/files/Mappa/SSNV/skyrslur/ssnv_skyrsla_heilbrigdis.pdf https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c . NORÐURLAND VESTRA 3. Tekjuskattur er mishár eftir svæðum. Um er að ræða þrjá þætti: a) Sérstakur skattafsláttur sem nemur 15.000 NOK (187 þús ISK) í skattþrepi 1 og 30.000 NOK(375 þús ISK) í skattþrepi 2. b) Tekjuskattprósentan er 3,5% lægri á aðgerðasvæðinu en annars staðar á landinu. c) Hærra skattþrep er 2% lægra en annars staðar á landinu. Einstaklingur sem býr á aðgerðasvæðinu, þ.e.a.s. Finnmörku eða einum af hinum 7 sveitarfélögunum í Norður- Troms, fær um 10% hærri nettó tekjur en sá sem býr utan svæðis þegar allt er reiknað saman af persónubundnum ívilnunum. Til þess að jafna samkeppnisstöðu landshlutans gagnvart höfuðborgarsvæðinu, sem nýtur þess að þar er nánast öll stjórnsýslan og langstærstu út- og innflutningsgáttir landsins, telur stjórn SSNV að aðgerðir s.s. lægra tryggingargjald, beinn stuðningur við að setja á stofn atvinnurekstur, á svæðum sem hafa búið við viðvarandi fólksfækkun, stuðli að eflingu atvinnulífs svæðanna. Einnig telur stjórn SSNV að lægri tekjuskattur á einstaklinga og fyrirtæki á tilteknum svæðum sem búið hafa við viðvarandi fólksfækkun stuðli að bættri samkeppnisstöðu landshlutans. Að lokum má nefna að ívilnanir í formi niðurfellingar námslána þeirra sem flytast í hinar dreifðari byggðir að loknu námi geti með sama hætti stuðlað að því að ungt fólk taki sér búsetu á landsbyggðinni að námi loknu. Stjórn SSNV skorar á ríkisvaldið að taka framangreindar leiðir til ítarlegrar skoðunar með það fyrir augum að byggja á sambærilegt kerfi til að hvetja búsetu í hinum dreifðari byggðum landsins og þannig ná fram markmiðum bæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og gildandi byggðaáætlunar um að í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar. F. h. Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri. FYLGISKJAL Ályktun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um fyrirhuguð áform um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs árin 2020-2021. H a f& i ih r n j t G ■ 5 3 0 M va m m utn ng n - & rm : 4 5 5 2 5 1 0 ■ Fax: 4 5 5 £ 5 0 9 ■ s u n v ö u s j iv io, ■ vwvwu.Q3jnv.iai K jcnnrtiita : 541l 292 2419 - RericnaiQMiúmer: 1105 26 1376 Hvammstanga 1. apríl 2019 Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson. Sent rafrænt á fjr@fjr.is Efni: Ályktun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um fyrirhuguð áform um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs árin 2020-2021. Stjórn SSNV harmar þau áform sem fram koma í fjármáláætlun áranna 2020 - 2024 og lúta að frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Samkvæmt útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga mun frystingin hafa mismunandi mikil áhrif á sveitarfélög á landinu, minnst í þeim stærstu en mest í þeim minni. Tekjutap sveitarfélaga á Norðurlandi vestra mun ef þessi áform ná fram að ganga verða næst mest á landinu, eða um 243 milljónir á þessu tveggja ára tímabili. Sundurliðun áætlað tekjutaps sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í milljónum talið: Tekjutap Sve itarfe lag íbúafjöldi Framlög 2019 2020 2021 Bæði árín Sveitarfélagið Skagafjöidin' 3.990 712,4 -42,6 -75,3 -117,9 Húnaþiiig vestra 1.179 287,3 -17,2 -30,4 -47,5 Blötiduósbær 930 176,3 -10,5 -18,7 -29,2 Sveitarfélagið Skagaströnd 454 112,3 -6,7 -11,9 -18,6 Skagabyggð 90 46,3 -2,8 -4,9 -7,7 Húnavatnshreppur 377 97,0 -5,8 -10,3 -16,1 Akrahreppur 195 35,9 -2,1 -3,8 -5,9 Norðurland vestra 7.215 1.467 -87,7 -155,2 -242,9 Heimild: Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, Málsnr.: 1901041SA H a f& jih rn jt 6 ■ 5 3 0 HVanwnntnnga - Sjitm: 4 5 5 2 5 1 0 - Fax: 4 5 5 £ 5 0 9 ■ sunvö uo jiv io, ■ vwwvu.ssav.ia Kcnnrtula: 5 4 1 2 9 2 2 4 1 9 ■ n& yn.ngunúm er: 1 1 0 5 2 6 1 3 7 6 mailto:fjr@fjr.is Samanburður á áhrifum frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs pr. íbúa eftir landshlutum: Heimild: Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, Málsnr.: 1901041SA Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa á undanförnum árum náð góðum árangri í rekstri og hafa með ráðdeild og hagræðingum náð að lækka skuldahlutfall umtalsvert. Vert er að taka fram að sveitarfélögin skorast síður en svo undan áframhaldandi ráðdeild til að ná sem mestum árangri og vera fær um að veita íbúum sínum sem besta þjónustu en til þess að svo megi verða þurfa tekjustofnar að vera stöðugir og áreiðanlegir. Skuldahlutfall sveitarfélaga á Norðurlandi vestra árin 2015-2020: Skuldahlutfall 115% 110% 105% 100% 95% 90% 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Þrátt fyrir góðan árangur er skuldahlutfall sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra enn um 100% sem hefur í för með sér nokkurn fjármagnskostnað. Ljóst er að áhrif frystingar munu miðað við áætlanir sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa áhrif á áform sveitarfélaga. Sérstaklega þeirra sem hyggja á enn frekari niðurgreiðslu skulda og jafnvel leiða af sér aukningu á skuldahlutfalli og/eða skerðingu á þjónustu við íbúa hjá þeim sem hyggja á framkvæmdir og H a f& u h rn j t G ■ 5 3 0 H v a m m :;tn n g n - & rm : 4 5 5 2 5 1 0 ■ Fax: 4 5 5 £ 5 0 5 ■ a s n v ð a a fn u n ■ vwwvu.sanv.is K jcnnrtiita : 541 l 2 9 2 2 4 1 9 - H & y n .n g u n ú m e r: 1 1 0 5 2 6 1 3 7 6 mögulega leiða til þess að fallið verður frá nauðsynlegum framkvæmdum. Áhrif frystingar framlaga mun því að líkum auka enn á aðstöðumun fámennra og dreifbýlla sveitarfélaga utan þenslusvæða. Það leiðir til þess að á yfirstandandi hagvaxtarskeiði, sem skv. orðum ráðamanna er nær fordæmalaust, munu innviðir þessara fámennari sveitarfélaga líkt og þeirra á Norðurlandi vestra verða lélegri og fjárhagur þeirra lakari. Munu þau því verða enn háðari framlögum Jöfnunarsjóðs sem er á skjön við gildandi byggðaáætlun þar sem áhersla er lögð á þróun sjálfbærra byggða um land allt5. Einnig er vert að benda á að það skýtur skökku við að þegar gerð er krafa af hálfu ríkisins að sveitarfélög vinni fjárhagsáætlanir til þriggja ára að fyrirhuguð skerðingaráform séu kynnt án nokkurs samtals og fyrirvaralaust og þannig setji langtímaáætlanir sveitarfélaga úr skorðum. Stjórn SSNV skorar á stjórnvöld að falla frá framlögðum áformum um frystingu framlaga Jöfnunarsjóðs á árunum 2020 og 2021 og koma þannig í veg fyrir skerðingu búsetuskilyrða á fámennari svæðum sem af henni munu hljótast. F. h. Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Afrit sent: Samgöngu- og sveitarstjómarráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 5 https://www.althingi.is/altext/ 148/s/0690.html sjá kafla II, lið C. H a f& iih rn jt G ■ 5 3 0 HVanwnntnnga - &rm : 4 5 5 2 5 1 0 ■ Fax: 4 5 5 £ 5 0 9 ■ su n vö u s jiv ia ■ vwvwu.Q3jnv.iai Kjcnnrtiita: 541l 2 9 2 2 4 1 9 - H&yn.ngunúm er: 1 1 0 5 2 6 1 3 7 6 https://www.althingi.is/altext/148/s/0690.html