Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitar­félaga Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi Fjárlaganefnd Austurstræti 8 - 10 150 Reykjavík Selfossi, 14. maí 2019 Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024, 750. mál Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020 - 2024, dagsett 3. maí sl. SASS áréttar nauðsyn þess að nægjanlegt fjármagn fáist til að standa undir rekstri grunnþjónustu á Suðurlandi. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði, skv. gögnum Hagstofunnar, um 4,7% eða um 1.300 á milli áranna 2017 og 2018 og margt bendir til að sú þróun haldi áfram. Ferðamönnum hefur einnig fjölgað en rannsóknir sýna að rúmlega 70% ferðamanna sæki Suðurland heim og um 55% allra ferðamanna sem hingað koma gista á einhverjum tímapunkti í landshlutanum. Fjölgun íbúa og ferðamanna hefur bein áhrif á lögbundna grunn heilbrigðis- og velferðarþjónustu, löggæslu og samgöngur. Mótmæli vegna hugmynda um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs Samtökin mótmæla harðlega þeim áformum sem fram koma í fjármálaáætluninni um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um rösklega 3,3 ma.kr. á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að draga verði úr þeirri þjónustu. Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 m.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 m.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks. Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 ma.kr. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug. Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest Austurvegi 56 I 800 Se lfo ssi I Sím i 480 8200 I sass.is gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu. SASS krefst þess að áform um um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað. Samgöngumál Sérstakt ánægjuefni er að sjá aukið framlag til samgönguframkvæmda en meðal framkvæmda á Suðurlandi er breikkun Suðurlandsvegar að Selfossi. Nauðsynlegt er að tryggt verði fjármagn til uppbyggingar og viðhalds vegakerfis til að stuðla að auknu umferðaröryggi og til að vegakerfið anni stóraukinni umferð en skv. uppl. Vegagerðarinnar eru um 23% vegakerfisins á Ísland á Suðurlandi. Sóknar- og byggðaáætlun Sóknaráætlanir landshluta hafa, ásamt byggðaáætlun, verið mikilvægur þáttur byggðastefnu á undanförnum árum. Samningar um sóknaráætlanir renna út í árslok 2019 og áform er um að gera nýja samninga en þess er þó ekki getið í framkominni fjármálaáætlun. Mikilvægt er að aukið fjármagni verði veitt til sóknaráætlana en bæði ríkið og sveitarfélögin telja að vel hafi tekist til á undanförnum árum. Umhverfismál Nauðsynlegt er að fella niður eða heimila endurgreiðslu virðisaukaskatts af efniskostnaði og sérfræðiþjónustu við fráveituframkvæmdir. Um brýnt hagsmunamál allra sveitarfélaga er að ræða og óeðlilegt að ríkið hafi beinar tekjur af aðgerðum sveitarfélaga sem miða að vernd umhverfis og náttúru. Mikilvægt að ríki og sveitarfélög eigi í mun öflugra samstarfi er varðar stefnumótun í úrgangsmálum. Haft verði að leiðarljósi að sorpförgun sé ódýr, einföld og umhverfisvæn. Þjónusta við aldraða Líkt og fram kom í skýrslunni „Stöðugreining hjúkrunarheimila á Suðurlandi" dags. í apríl 2015 má áætla út frá svörum forstöðumanna heimilanna, að sveitarfélög og stofnanir á Suðurlandi séu að greiða samtals um 200 m.kr. á ári með rekstri heimilanna í landshlutanum. Það er nauðsynlegt er tryggja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimilanna. Menntamál Nauðsynlegt er að tryggja rekstur rannsókna- og þekkingarsetra á Suðurlandi en þau hafa sannað gildi sitt. Lögð er ríka áherslu á að Alþingi hlutist til um að Fræðslunetið - símenntun á Suðulandi og Austurvegi 56 I 800 Se lfo ssi I Sím i 480 8200 I sass.is Háskólafélags Suðurlands (HfSu) fái viðbótarfjárveitingu á fjárlögum 2020 líkt og verið hefur síðustu ár en um eru að ræða 10 m.kr. til Fræðslunetsins og 10 m.kr. til HfSu. Efling menntunar á miðsvæðinu hefur verið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands og tímabundnar fjárveitingar á fjárlögum hafa fjármagnað þessa þjónustu í Skaftafellssýslum. Árið 2013 voru byggð upp námsver í Kötlusetri í Vík og í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri. Árið 2014 bættist Sveitarfélagið Hornafjörður við starfssvæði félaganna. Starfshópur um eflingu byggðar og atvinnulífs á svæðinu á milli Markarfljóts og Öræfa, sem þáverandi forsætisráðherra skipaði haustið 2016, lagði m.a. til að umræddar tímabundnar fjárveitingar félaganna verði gerðar varanlegar. SASS tekur undir með starfshópnum og skorar á fjárlaganefnd að taka af skarið og samþykkja þessar tillögur og koma þannig þessari mikilvægu nærþjónustu Skaftfellinga á varanlegan grundvöll. Sjúkraþyrla á Suðurlandi Eindregið er mælt með að veitt verði fjármagn til prófunar á notkun sjúkraþyrla á Suðurlandi. Fyrir liggur skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins, dagsett á ágúst 2018, um mögulega aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Stjórn SASS tekur undir sjónarmið tveggja af sjö fulltrúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum útkallstíma (<10 mínútur) og sérhæfðum mannskap (lækni og hjúkrunarfræðingi/bráðatækni). Áætlaður kostnaður er á bilinu 500 til 880 milljónir kr. á ári eftir því hvaða þyrla yrði valin til verkefnisins og hvort einn eða tveir flugmenn yrðu í áhöfn. SASS áréttar nauðsyn þess að sem fyrst verði farið í tilraunverkefni þar sem þyrlur verði notaðar í sjúkraflug og að þyrlan verði staðsett á Suðurlandi enda fellur landshlutinn einkar vel að þessum prófunum. Almenningssamgöngur - tryggja rekstrarumhverfið Nýjar áherslur sem settar eru fram í skýrslunni Ferðumstsaman varðandi rekstur almenningssamgangna og tenging þeirra við flug og ferjur lofa góðu. Samtökin eru reiðubúin að vinna áfram með ríknu að rekstri og uppbyggingu almenningssamgangna gefið að ríkið geri upp halla fyrri ára og tryggi fjármuni til þess að reka kerfið sem mætir kröfum notanda og að almenningssamgöngur geti verið raunverulegur valkostur sem samgöngumáti. Samtökin hafa lýst áhyggjum af því að nú í maí sé ekki komin niðurstaða í hvernig almenningssamgöngum verður sinnt frá næstu áramótum en núverandi samningar landshlutasamtakanna við Vegagerðina renna þá út. Fram kemur í áætluninni að gert sé ráð fyrir að kolefnisgjald verði hækkað þriðja árið í röð sem er liður í því að hvetja til orkuskipta í samgöngum og að ná markmiðum í loftslagsmálum. Jafnframt kemur fram að áformaðar séu frekari breytingar á skattlagningu ökutækja og eldsneytis frá og með næsta ári. Ljóst er að hækkun kolefnisgjaldsins hækkar kostnað við rekstur almenningssamgangna. Þegar farið verður í vistvænni orkugjafa þarf að fjárfesta í nýjum vögnum og laga innviði en hvorutveggja felur í sér nokkra Austurvegi 56 I 800 Se lfo ssi I Sím i 480 8200 I sass.is fjárfestingu sem hækkar rekstrarkostnaðinn til skemmri tíma litið en á móti er verið að ná markmiðum í loftslagsmálum. ART Tryggja þarf áframhaldandi rekstur ART verkefnisins en núverandi samningur rennur út í lok árs 2019. ART verkefnið kostar á ársgrundvelli 30 m.kr. SASS áréttar nauðsyn ART verkefnisins og hvetur félags- og barnamálaráðherra til að ganga strax frá nýjum samningi um ART verkefnið og að gildistími hans sé til fimm ára þannig að hægt verði að eyða óvissu og halda áfram þessu mikilvæga verkefni í þágu barna. SASS leggur eindregið til að fyrir afgreiðslu þingsályktunarinnar á Alþingi verði bætt úr ofangreindum vanköntum og þeim sem fram koma í fyrrnefndri umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillöguna. Virðingarfyllst, Eva Björk Harðardóttir, Bjarni Guðmundsson, formaður framkvæmdastjóri Austurvegi 56 I 800 Se lfo ssi I Sím i 480 8200 I sass.is