Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Grindavíkurbær Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 15.05.2019 Gerð: Umsögn
Baejarskrifstofa Fjolnotavel-20190515084811 Grindavíkurbær Gildin okkar Jafnrœdi Jákvœ dni Þckking Framsœkni Traust Alþingi - nefndasvið b.t. fjárlaganefndar Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Grindavík, 15. maí 2019 Tilvísun: 1905012 FJ Efni: Umsögn um tillögu um fjármálaáætlun 2020-2024, 750. mál. Á 1515. fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar þann 14. maí sl. var tekin fyrir umsögn um tillögu um fjármálaáætlun 2020-2024. Bæjarráð bókaði eftirfarandi: Bœjarráð Grindavíkurbœjar mótmœlir harðlega þeim áformumjjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nœrri 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins afþessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem þróast hefur á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagtivart sveitarfélögum í landinu. Ekki getur með nokkrum hœtti talist eðlilegt að áhersla á að bœta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingu á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu. Þess er krafist að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað og hvetur til eðlilegs samráðs ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta mál sem og öll önnur sem varða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Afgreiðsla bæjarráðs upplýsist hér með. Virðingarfyllst, f.h. bæjarráðs Grindavíkurbæjar Bæ jarstjórinn í G rindavík /t 'W wkrY Éannar Jónasson bæjarstjóri Víkurbraut 62 \ 240 Grindavík | Simi: 420 1100 \ Kt. 580169-1559 \ grindavik@grindavik.is | www.grindavik.is mailto:grindavik@grindavik.is http://www.grindavik.is