Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Matís ohf. Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn Matís um Fjármálaáætlun 2020-2024 Fjármálaáætlun leggur grunn að fjárveitingum og þar með rekstri og verkefnum Matís næstu árin, hvorttveggja sem bein framlög til matvælarannsókna (málaflokkur 13.2) sem og fjárframlög til samkeppnissjóða (málaflokkur 07.1) hér heima sem og erlendis. Framtíðarsýn stjórnvalda í sjávarútvegi og fiskeldi (málefnasvið 13) byggir á sjálfbærri auðlindanýtingu og bestu vísindalegu þekkingu þannig að nýsköpun og vöruþróun til að tryggja samkeppnishæfni og auka virði afurða geti haldið áfram. Aukin heldur þjónustar Matís málaflokk 12.2 um rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum. Öflugir atvinnuvegir til lands og sjávar þarfnast virkrar þróunar, nýsköpunar og rannsóknastarfsemi til að vaxa og dafna. Sterkir og stöðugir innviði með grunnþjónustu við atvinnulífið stuðla að stöðugleika og örva þróun og verðmætasköpun. Fjármagna þarf grunn matvælarannsókna svo öflug þróun og nýsköpun geti átt sér stað í landinu til framdráttar atvinnulífi og samfélagi. Starfsemi Matís er fjölbreytt og þjónustar Matís verðmætasköpun í lífhagkerfum sjávar og lands þar sem matvælaframleiðsla er þungamiðjan, eins og bent er á í fylgiskjali. Fjárheimildir Matvælarannsókna (13.2) speglast í árlegum þjónustusamningi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) við Matís. Verulegar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi Matís og því er nauðsynleg að endurskoða fjármögnun matvælarannsókna. Því þarf að taka á eftirfarandi atriðum: 1. Vanfjárm ögnun Matís Þróun liða frá 2010 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Þjónustusamningur ■ Aðrartekjur ■==-Rekstrargjöld Mynd 1. Fjármögnun og kostnaður Matís. Upplýsingar úr ársreikningum Matís' og Fjárlögum fyrir 2019 Mikið hefur dregið úrframlögum til matvælarannsókna frá árinu 2010. Starfsmannafjöldi Matís er hinn sami og þegar félagið var stofnað árið 2007. Undanfarið misseri hefur starfsmönnum fækkað um 14 ársverk vegna nauðsynlegra hagræðingaaðgerða. Fjárheimild ársins 2019 eru 7,9 milljón krónum lægri á verðlagi hvors árs en árið 2007 og 50 miljón krónum lægri en árið áður. Að auki hefur Matís tapað veltu um 30 milljónir króna vegna loðnubrests og þar af leiddri fækkun mælinga. Árin 2007 og 2008 nam þjónustusamningur Matís við ANR yfir 40% af heildarveltu Matís, frá 2013 hefur hlutur þjónustusamningsins verið undir 30% af veltu Matís. Vekja má athygli á því að samfara samdrætti í innlendum samkeppnissjóðum hefur dregið úr samkeppnisforskoti íslensks sjávarútvegs. Sú þekking sem byggðist upp hjá íslenskum fyrirtækjum er nú orðin aðgengileg samkeppnisaðilum íslensks sjávarútvegs, en á sama tíma minnkar forskotið sem íslenskur sjávarútvegur hefur vegna þess að mikið hefur dregið úr rannsóknum og þekkingaruppbyggingu ígreininni. Þjónustusamningurinn nýtist til að standa straum af kröfum fjármögnunaraðila um eigin fjármögnun Matís í samstarfsverkefnum sem styrkt eru af samkeppnissjóðum. Upphæð þjónustusamnings hefur ekki tekið tillit til aðkallandi áskoranna í síbreytilegum heimi, verðlagsþróunar, aukins launakostnaðar lífeyrisskuldbindinga og þar með hefur dregið úr rannsóknagetu Matís. 2. Skortur á samningi um Matvælaöryggi í lögum 93/1995 um matvæliNeru rannsóknirtilgreindarsem ein af lykil aðgerðum til að ná fram tilgangi laganna um „gæði, öryggi og hollustu matvæla og að merkingar og aðrar upplýsingar um þau séu réttar ogfullnægjandi". Á þeim grunni lögðu lög 68/2006 um stofnun Matvælarannsókna hf.mgrunn að Matís ohf. Samkvæmt 7.gr. laga 68/2006 er Matís skylt að halda uppi tilskilinni öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna sem nánar er skilgreind í samningi við félagið. Félaginu er skylt að framkvæma rannsóknir vegna matvælaeftirlits á vegum hins opinbera eftir því sem nánar kveður á í samningi. Slíkur samningur hefur ekki verið gerður. Matvælaöryggi er ekki fjármagnað með þjónustusamningi um matvælarannsóknir við ANR. Tekjur af annarri starfsemi Matís s.s. mælingum, sölu ráðgjafar og rannsóknum og þróun hafa verið notaðar til að standa undir greininga og mæligetu á sviði matvælaöryggis. Æskilegt er að gerður verði samningur um matvælaöryggi við Matís þannig að ákvæði laganna séu uppfyllt. 3. Takmörkuð viðbragðshæfni Viðvarandi vanfjármögnun matvælarannsókna hefur dregið úr getu til að bregðast við áskorunum sem upp koma. í tengslum við breytingu á lögum um innflutning ófrosinna landbúnaðarafurða frá EES til íslands hafði ísland ekki aflað viðeigandi gagna, með rannsóknum, um mun á innlendum og innfluttum landbúnaðarafurðum til að færa fram rök í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. Því þarf ísland að innleiða matvælalöggjöf ESB nánast óbreytta. 4. Landsbyggðir líða skort Matís hefur unnið með hagaðilum í matvælaframleiðslu um land allt. Matvælaframleiðsla á sér stað um land allt, til sjávar og sveita, í dreifbýli og þéttbýli. Metnaður Matís hefur staðið til að reka öflugar starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum. Til þess hafa fengist að nokkru leiti tímabundin fjárframlög sem hafa runnið sitt skeið á enda. Samhliða því hefur langvarandi vanfjármögnun dregið úr getu Matís til að halda neti starfsstöðva gangandi. Því hefur starfsstöðvum Matís á Grundarfirði, Patreksfirði, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Höfn og Flúðum verið lokað. Eftir standa starfsstöðvar Matís á ísafirði, Akureyri, í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum. Framangreind þróun hefur síst stuðlað að byggðafestu. Til að vel megi vera þarf að tryggja viðvarandi stuðning við rekstur sérhverrar starfstöðvar. Lykil hagaðilar hafa ítrekað óskað eftir aukinni rannsókna og þróunarvirkni Matís þar sem matvælavinnsla á sér stað. 5. Siglir í strand Markmið stjórnvalda miða að aukinni verðmætasköpun, hvort tveggja í landbúnaði og sjávarútvegi. Samdráttur hefur áttsér stað íverðmætasköpun sem helgast meðal annars af samdrætti í rannsóknum. Haldi fram sem horfir má ætla að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs minnki með neikvæðum áhrifum á lífsgæði. Sértekjur dragast saman vegna minnkandi fjármögnunar til þróunar í matvælaframleiðslu. Geta Matís til að afla sértekna er takmörkuð með niðurskurði á framlagi til matvælarannsókna. Matís hefur verið þröngur stakkur sniðinn og mun ekki getað þjónustað atvinnulífið eða brugðist við áskorunum og nýjum viðfangsefnum að óbreyttu. Verði ekki aukið við fjárveitingar til matvælarannsókna er hætt við að fækka þurfi starfsfólki Matís og draga úr þjónustu þess með ófyrirsjáanlegum áhrifum á atvinnulífið, samkeppnishæfni landsins og verðmætasköpun. Til þess að Matís geti sinnt hlutverki sínu þurfa fjárframlög til matvælarannsókna að vera 800 milljónir, sé litið til þróunar launakostnaðar frá árinu 2010. teykjavík 14,.maí 2019 Oddur Már Gunnarsspn starfandi forstjóri Matís. Fylgiskjal með umsögn Matís um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, 750. mál. Tafla 1. Fjárheimild og fjárveiting til matvælarannsókna. Heimildir: Ríkisreikningur fyrir árin 2000-2016 og Fjárlög fyrir árin 2017-2019. milljónir ISK verðlag hvers árs 2007* 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Matvæla- rannsóknir Fjárheimild 405,8 445,0 445,8 490,5 419,5 406,2 600,3 397,8 421,8 435,0 441,9 450,1 397,9 Fjárveiting 371,1 430,0 416,7 490,3 419,5 406,2 400,3 597,8 421,8 435,0 441,9 450,1 397,9 Árið 2007* var á fjárlögum hvorttveggja fjárheimild til Matís 405,8 milljónir sem og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins 72 milljónir sem og fjárveiting til sömu aðila 371,1 til Matís og 74 milljónirtil Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Fjárframlög til Matvælarannsókna rötuðu í reksturog Ársreikning Matís. Matís tók við verkefnum og skyldum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og Matvælarannsóknum Iðntæknistofnunar MATRA 1. janúar 2007. Árið 2013 fékk Matís fjárheimild til að ráðast í verkefnið Örugg matvæli, fjárveitingin kom fram á árinu 2014 og var liður í því að ísland gat uppfyllt kröfur um mælingar og greiningar getu í tengslum við viðskipti með matvæli á innri markaði EES og þurfti ekki lengur stunda slík viðskipti með vísan í undanþágu. Fjárheimildir Matvælarannsókna eru andlag árlegs þjónustusamnings Matís við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Fjárheimildir teljast til Rannsókna og þróunar í sjávarútvegi og fiskeldi 13.2, þó Matvælarannsóknir þjóna einnig þróun í landbúnaði er fjármunum af málefna sviði 12.2 ekki beint til Matís. Vakin er athygli á að fjárheimildir Matvælarannsókna árið 2019 eru 92 milljónum króna lægri en árið 2010 á verðlagi hvors árs. Árin 2007 og 2008 nam þjónustusamningur Matís við ANR yfir 40% af heildarveltu Matís, frá 2013 hefur hlutur þjónustusamningsins verið undir 30% af veltu Matís. Fjármagna þarf grunn matvælarannsókna svo öflug þróun og nýsköpun geti átt sér stað í landinu tii framdráttar atvinnulífi og samfélagi. Grunn fjármögnun matvælarannsókna leggst á eitt með þeim fjármunum sem koma úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum í einstök rannsókna og þróunar verkefni. Hvort tveggja þarf að tryggja innviði, getu og hæfni, sem og fjármögnun nýrra sprota. Lög 93/2995 um matvæliiv miða að því að tryggja „gæði, öryggi og hollustu matvæla og að merkingar og aðrar upplýsingar um þau séu réttar og fullnægjandi. Markmiðinu skal náð fram „með innra eftirliti, áhættugreiningu, rekjanleika afurða og vara, varúðaraðgerðum, fræðslu, upplýsingamiðlun, rannsóknum, neytendavernd og opinberu eftirliti." í skýrslu verkefnisstjórnar um mótun matvælastefnu fyrir ísland - Grunnur að matvælastefnu íslands Unnið fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir ísland 28. mars 2019 - segir á blaðsíðu 8. Út frá sjónarmiðum gæðastjórnunar snúast gæði um lágmarks breytileika, vörur má flokka með mismunandi hætti út frá næringarefnainnihaldi, uppruna, samsetningu allt eftir þekktum mælikvörðum með skýrum viðmiðum. Öryggi er jafnan rætt út frá matvælaöryggi, það að matvælin séu örugg til neyslu, þó bregður fyrir hugtökum eins og fæðuöryggi, að næg fæða sé fyrir hendi sem og næringaröryggi að fæðan sem sé aðgengileg veiti þeim sem neyta næringu, næringarefni og orku sem tengist hollustu hugtakinu í samræmi við manneldismarkmið og lýðheilsulegar áherslur. Matvæli eru margskonar, í sumum tilvikum er meira gert með bragð og áferð en heilnæmi. Viðtökur matvæla byggja á þörfum og væntingum þeirra sem matvælanna neyta, einstaklingsbundin sjónarmið ráða för við val á matvælum. Upplýsingar eru lykill að viðskiptum með matvæli. Framan af hefur upplýsingagjöf miðast við lýsingu matvælanna, hver er varan, hvaða eiginleikum er hún gædd, hvað inniheldur varan, hver framleiðir og hvar. Ýmsar ástæður eru fyrir því að framleiðendur taka fram fleiri atriði en færri við merkingar matvæla, þ.á.m. væntingar neytenda. Innra eftirlit matvælaframleiðenda er lykill að allri starfsemi og viðskiptum með afurðir framleiðslunnar. Með virku innra eftirliti eiga matvælaframleiðendur að sýna fram á öryggi sinnar framleiðslu þar sem þeir að fullu eru ábyrgir. Rekjanleiki er hluti gæðastjórnunar. Matvæli eru að jafnaði unnin úr lífverum eða afurðum lífvera s.s. jurta eða dýra, aukin heldur er vatn verulegur hluti matvæla. í Ijósi gerðar og uppruna matvæla er nauðsynlegt að meta hver sé áhætta af neyslu matvælanna, þar þarf til gögn um matvælin sem og dreifingu þeirra, umfang og tíðni í máltíðum út frá neyslugögnum. Vissa um ástand, eðli eða uppruna matvæla er studd rekjanlegum staðreyndum sem einnig geta nýst sem vörn gegn svikum. Trygg upplýsingagjöf til neytenda styður við manneldismarkmið og er grunnur neytendaverndar. Hugleiðingar varðandi fjármálaáætlun 2020-2024 Á gildistíma fjármálaáætlunarinnar munu samanlögð framlög til ferðaþjónustu og orkumála fara úr 6.279 í 5.944 milljónir, fjárframlög til sjávarútvegs og fiskeldis fara úr 6.713 milljónum í 5.829 milljónir. Aukin heldur lækka framlög til landbúnaðar um 527 milljónir eða 3,2% frá 2020 til 2024. Mikilvægt er að nýta fjármuni til eflingar atvinnulífs og þjónustu við samfélagið. 07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar Augljóst er að stefnt er að samþættingu og hagkvæmri nýtingu fjármuna til jákvæðrar ávöxtunar fyrir samfélagið, t.a.m. er 07.2.5 Mótun matvælastefnu til eflingar nýsköpunar í landbúnaði, nefnd til sögunnar sem fimmta verkefni eða aðgerð 07.2 Nýsköpunar, samkeppni og þekkingargreina. Markmið 07.1 Vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum er mikilvægt, að fjármögnun rannsókna styðji við gæði, árangur og verðmætasköpun, til þess á að efla markvissa fjárfestingu í rannsóknarinnviðum og fjármögnun markáætlunar um vísindi og tækni. Mælikvarði markmiðsins er árangur íslenskra aðila í rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópu, þ.e.a.s. að 18% umsókna verði að verkefnum. Önnur leið til að mæla gæði, árangur og verðmætasköpun væri fólginn í því að horfa til þess hvort íslenskum aðilum takist að sækja fé í rannsóknasamstarfið í hlutfali við þá fjármuni sem íslendingar leggja til samstarfsins, t.d. 2.525 milljónir til Rammaáætlana ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun og 565 milljónir til Uppbyggingarsjóðs EES á fjárlögum ársins 2019. í september 2018 höfðu íslenskir aðilar komið að 176 verkefnum sem njóta stuðnings Elorizon 2020 Rammaáætlunar ESB um menntun, rannsóknirog tækniþróun frá árinu 2014ogfengið til þess 10,9 milljarða króna, þaraf höfðu 32 verkefni Eiáskóla íslands fengið 15,5 milljónir evra, 15 verkefni Matís höfðu fengið 7,2 milljónir evra og 8 verkefni íslenskra orkurannsókna 6,7 milljónir evrav. Boðuð aðgerð, ein þriggja í málaflokknum 07.1 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum er 07.1.2 Breyting á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003. Samverkandi til eflingar nýsköpunar í landinu er ein af átta aðgerðum í málaflokknum 07.2 Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar; 07.2.2 Áætlun um fjármögnunar sprotafyrirtækja og nýsköpunar í samstarfi stjórnvalda og einkafjárfesta. Einkar mikilvægt er að meta hver sé árangur af starfsemi opinberra stofnanna og sjóða auk verkefna sem koma að nýsköpun, aðgerðaáætlun til umbóta til að ganga úr skugga um að aðgerðir hafi tilætluð áhrif í för með sér. Þak og gólf IMokkur umræða hefur skapast um hvorttveggja mikilvægi þess annars vegar að „lyfta þaki" eða „afnema þak" á endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar sem og að hækka endurgreiðsluhlutfall. Endurgreiðsluhlutfallið ræðst að nokkru leyti af viðmiðum um hámarks opinberan stuðning við verkefni, sem veltur á stærð fyrirtækja sem og því hvort verkefnin eru í eðli sínu þróunarverkefni eða rannsóknaverkefni, án samstarfs eða í samstarfi. Þróunarverkefni Rannsóknarverkefni Án samstarfs Samstarfs- vcrkefni An samstarfs Samstarfs- verkefni Lítil fyrirtæki 45% 60% 70% 80% Meðalstór fyrirtæki 35% 50% 60% 75% Stór fyrirtæki 25% 40% 50% 65% Tafla 1: Sam anlagður hám arks opinber stuðningur við verkefni eftir tegund verkefna og stærð fyrirtækja. Vi Ekki hefur verið sami gaumur gefinn að gólfi sem sett er á skattafrádrátt, þ.e. lágmarksfjárhæðum rannsókna og þróunarverkefna, eitt þriggja skilyrða fyrir úthlutun hefur verið að sýna „fram á með gögnum að varið verði a.m.k. 1 millj. kr. til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tím abili"vii. Mikið hefur verið horft á og hvatt til stofnunar nýrra fyrirtækja, nýsköpun í starfandi eldri fyrirtækjum er ekki síður mikilvæg fyrir heildar nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Lítil og meðalstór fyrirtæki einbeita sér eðlilega að kjarnastarfsemi fyrirtækjanna og því gefst líklega sjaldan tækifæri til að kanna möguleika til nýsköpunar, rannsókna og þróunar innan þeirra. Þar sem horft er til hverrar krónu kann einnar milljónar lágmarkskostnaður að reynast hár þröskuldur fyrir hefðbundin fyrirtæki til að fikra sig áfram á nýrri vegferð við að reyna nýjar leiðir. 12 Landbúnaður Forsenda framtíðarsýnar stjórnvalda um heilnæma og sjálfbæra matvælaframleiðslu í sveitum landsins sem byggir á samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum landbúnaðar í sátt við umhverfi og samfélag er jafnvægi framleiðslu, skilvirks eftirlits og nýsköpunar. Þó stöðugleiki náist í fjárveitingum til að styðja við markmið og tryggja forsendur þá er ekki að sjá að forsendurnar séu álitnar jafn mikilvægar. Brýnt er að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið nýti innviði og þekkingu Matís haganlega eftir föngum við að 12.1.4 móta áætlun um vöktun og ábyrga nýtingu lands, 12.1.5 móta aðgerðir og hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, 12.1.7 endurskoðun fyrirkomulags áhættumats og vöktunar áhættuþátta matvælaöryggis, 12.1.8 þróun gagnagrunna og rafrænna lausna til að bæta skráningu t.d. búfjársjúkdóma og tryggja rekjanleika afurða sem bætt getur stjórnun, 12.1.9 þróun gagna og fyrirkomulags um birtingu frammistöðu upplýsinga og 12.1.10 mótun viðbragðsáætlunar m.t.t. matvælaöryggis, fóðurs, dýraheilsu og dýravelferðar. Vera má að sum verkefnin feli að einhverju leiti frekar í sér nýsköpun en stjórnun, einkum á fyrstu stigum þeirra. Matís getur komið hér inn með sérfræðiþekkingu sinni. Þörf á þróun Nærri einn hundraðasti hluti fjárveitinga til málefnasviðsins á fjárlögum ársins 2019 rann til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í landbúnaðarmálum eða 156 milljónir króna. Árið 2017 hljóðaði reikningur málaflokksins 12.2 Rannsóknir, Þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum upp á 972 milljónir króna. í fyrri fjármálaáætlunum hefur brugðið fyrir vilja Alþingis til aukinnar nýsköpunar í landbúnaði s.s. sást í fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2022 hvar markmið málaflokksins 12.2 var Aukin nýsköpun í virðiskeðju matvælaframleiðslu sem birtist í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 með aðgerðinni: Hafinn verður undirbúningur að endurskipulagningu og eflingu nýsköpunarumhverfis sjávarútvegs- og landbúnaðar, hvar framangreint markmið fjármálaáætlunar var sett fram sem aukin nýsköpun í virðiskeðju matvælaframleiðslu m.t.t. tækni, landnotkunar og sjálfbærni. í fjárlögum fyrir árið 2019 voru aðgerðir málaflokksins tvær 12.2.1. Unnið verði að sameiningu sjóða sem styrkja nýsköpunar- og þróunarverkefni í matvælaframleiðslu og 12.2.2. Vinna að stefnu um opinber matvælainnkaup. Þar sem aðgerðin 12.1.6 Móta matvælastefnu fellur undir málaflokk 12.1 Stjórnun landbúnaðarmála, færi e.t.v. betur á því að 12.2.2 Móta stefnu um opinber matvælainnkaup falli jafnframt undir stjórnun landbúnaðarmála, svona til samræmis einkum í Ijósi mjög takmarkaðs fjármagns til rannsókna þróunar og nýsköpunar í þágu málefnasviðsins. Aðhaldsöm aukning miðar við fjárframlög ársins 2019, verður harla mikil aukning í sögulegu samhengi ef fjárframlög ársins 2017 eru höfð til hliðsjónar, nema meira komi til, þá verður að hafa í huga að óvarlegt sé að ætlast til mikils afraksturs um fram það sem fjárframlög gefa tilefni til. Málaflokkur 12.2. varðar aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að sjálfbærri hagnýtingu auðlinda, þróun nýrra afurða og aukinni verðmætasköpun matvælaframleiðslu greinarinnar með aðgerðum sem þróa lífhagkerfið enn frekar-til lands ogsjávar- grænar lausnir og aðferðirtil að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu með kolefnisjöfnun greinarinnar að markmiði. Sameining m.a. Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi í einn öflugan matvælasjóð hefur verið boðuð í tengslum við aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu í tengslum við innflutning ófrosinna landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Þann 20. febrúar 2019 var á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tekið fram að áherslan yrði á eflingu nýsköpunar í innlendri matvælaframleiðsluvni enda getur nýsköpun aukið verðmæti, bætt tengsl neytenda og framleiðenda og hag bænda. Það „að koma á fót einum öflugum matvælasjóði" merkir vonandi að verulega eigi að bæta við núverandi framlög til rannsókna, nýsköpunar og þróunar sem miðar að innlend matvælaframleiðsla, vinnsla, dreifing og neysla eflist. Skýra má hvað sé verið að vinna að sameina einnig undir formerkjum hins nýja Matvælasjóðs þar sem framangreindir lykilsjóðir í þróun landbúnaðar og sjávarútvegs eru nefndir sem svo að meðal annars eigi að sameina AVS Rannsóknasjóð í sjávarútvegi og Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Mikilvægt er að nýi Matvælasjóðurinn hafi eflingu innlendrar matvælaframleiðslu með fjölbreyttri verðmætasköpun að markmiði og honum sé tryggt fjármagn til að ná því markmiði. Tafla 2. Fjárheimild og fjárveiting Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Heimild Ríkisreikningur fyrir árin 2000-2016 og Fjárlög fyrir árin 2017-2019. m illjónirlSXverölaghvers árs 2032 2003 2004 2005 200 S 2007 2038 2039 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Fjárheimild Framleiðnisjóöur ÍS S 190 188 187 247 20S 214 273 270 143 125 118 141 170 185 117 107 113 AVS 100 202 215 235 341 341 393 578 423 387 281 219 297 266 252 232 Fjárveitíng Framleiðnisjóður 165 187 ÍS S 183 156 152 iOO 151 142 53 87 61 72 100 123 92 107 113 AVS 93 197 214 230 160 328 212 398 284 300 261 217 261 224 219 193 dag eru framangreindir sjóðir of litlir til að geta sinnt öllum þeim spennandi og góðu verkefnum sótt er um. Það sem af er þessari öld naut Framleiðnisjóður landbúnaðarins rausnarlegustu fjárheimilda á fjárlögum ársins 2009 eða 273 milljónir króna. Fjárheimildir AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi voru mestar árið 2011 eða 578,3 milljónir króna. Fjárveiting Framleiðnisjóðs landbúnaðarins var hæst árið 2003, 187 milljónir. Fjárveiting til AVS var mest árið 2011, 398 milljónir króna. Miðað við fjárlög ársins 2019 er fjárheimild AVS 231,7 milljónir króna eða 40% af því sem mest var árið 2011. Ríkisframlag til AVS í fjárlögum ársins 2019 er 198 milljónir króna eða 49,8% af því sem mest var árið 2011. Fjárheimildir Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í gildandi fjárlögum eru 113 milljónir króna eða 41,9% af því sem mest var árið 2009, ríkisframlag til Framleiðnisjóðs er í ár jafn hátt fjárheimildunum. Fjárveiting til Framleiðnisjóðs í ár er 60,9% af því sem mest var árið 2003. Rétt er að taka fram að þær fjárhæðir sem hér er rætt um eru á verðlagi hvers árs sem gefur til kynna að samdrátturinn er í raun meiri miðað við verðlagsþróun á tímabilinu. Samanlögð fjárheimild sjóðanna í ár er 345 milljónir króna, fjárveiting til sjóðanna í ár er 311. Verulegur hluti styrkja sem sjóðirnir greiða út mæta launakostnaði hjá þeim sem stunda rannsókna og þróunarvinnuna, styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna eru eðli málsins samkvæmt nýttir til að greiða laun rétt eins og annan kostnað og launakostnaður fyrirtækja í rannsóknum og þróun er síst minni en hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Hæsta fjárheimild hinna umræddu sjóða árið 2011 jafngildir 1197 milljónum króna á verðlagi s.l. árs m.v. launavísitölu. Sameining sjóðanna ein og sér nægir ekki til að leiða til aukinnar nýsköpunar. Til þess að hinn sameinaði sjóður geti stutt með sama hætti við nýsköpun, rannsóknir og þróun í sama mæli og fyrr nefndir sjóðir gerðu þegar mest var lagt í stuðning við virðiskeðjur matvælaframleiðslu þarf að auka heimildirnar um 850 milljónir m.v. fjárlög ársins 2019. í fjárlögum falla sjóðirnir sem hér hafa verið til umfjöllunar undir Málaflokkinn 07.1 Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum innan málefnasviðsins Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar. Vissulega getur sameinaður sjóður eflt nýsköpun víðar en afmarkaðir sjóðir, þó þarf að gæta að því að sjóðirnir hafa stuðlað að því að greinar sem tengjast framleiðslu og vinnslu á matvælum á íslandi s.s. beiting líftækni og þróun tæknibúnaðar. Sjóðirnir hafa tekið þátt í verkefnum til að takast á við breytingar og undirbúa sig fyrir framtíðina. Hin heildstæða nálgun á þróun atvinnugreina má ekki glatast þó rauði þráðurinn séu matvælin, framleiðsla þeirra úr hráefnum, þannig að neytendur njóti heilsusamlegrar næringar sem framleidd eru og seld með efnahagslegum ávinningi. Framangreindir sjóðir hafa stutt við þjálfun, menntun og nýliðun háskólamenntaðs starfsfólks gegnum rannsóknaverkefni í samvinnu við fyrirtæki. Verkefni hafa notið stuðnings úr samkeppnissjóðum þó markmið verkefna hafi ekki snúist um framleiðslu matvæla, slík verkefni hafa verið þáttur í nýsköpun sjávarútvegsins og geta skipt sköpum við þróun þekkingarlandbúnaðarins. Við skipulagningu hins nýja sjóðs þarf öll virðiskeðjan frá frumframleiðanda; bónda, fiskalanda eða sjómanni, að borði neytenda að vera undir. Nýta má framfarir í erfðavísindum og líftækni og taka tillit til lýðheilsu, umhverfisáhrifa og siðfræði (dýravelferðar) til að búa í haginn fyrir samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu í síbreytilegum heimi. Samkeppnissjóðir hafa frekar horft til nýnæmis og mögulegrarverðmætasköpunar en lýðheilsu og matvælaöryggis. Ef ísland ætlar að leiða framleiðslu heilnæmra matvæla hvort svo sem hráefnin koma úr sjó eða af landi þá er matvælaöryggi sem fyrr forsenda verðmætasköpunar sem viðskipti með matvæli stuðla að. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur frá stofnun þess greitt til Landbúnaðarháskóla íslands á Hvanneyri fjármuni til Rannsókna háskóla í þágu landbúnaðar, á fjárlögum ársins 2019 nam þessi fjárhæð 180,3 milljónum króna. Fram hefur komið að stöðugildum búvísindamanna við Landbúnaðarháskólann hefur fækkað úr 20 í fimm frá árinu 2005ix. Ef sömu lögmál eiga að gilda um Matís myndu 397,9 milljón króna fjárveitingtil Matvælarannsókna standa undir 11 stöðugildum en ekki 60 starfsmönnum. Mælikvarðar Taka þarf ákvörðun við hvað skuli miðað þegar horft ertil stöðu íslands m.t.t. framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum, hvort horft sé til efnasamsetningar, orkuinnihalds, framleiðsluhátta eða efnahagslegs ávinnings svo eitthvað sé nefnt. Mælikvarðinn sem settur er fram um heilnæma matvælaframleiðslu 12.1.3 er helst til sértækur, aukið eftirlit gæti betur stutt við markmiðið heldur en áformuð breyting niðurstaðna m.t.t. matvælaöryggis, úttekt á heilnæmi íslenskrar matvælaframleiðslu væri líklega rökréttari mælikvarði. Mælikvarðinn eins og hann er settur fram tengist heimsmarkmiði 2 beint m.t.t. vægis bættrar næringar í yfirmarkmiðinu sem og undirmarkmiði 2.1 um aðgengi allra að nægum öruggum og næringar ríkum mat allt árið um kring. Lýðheilsa byggir að verulegu leiti á því sem neytt er sem og almennum athöfnum neytenda s.s. með heilbrigðum lífstíl. Aukin áhersla og veigameiri framlög til forvarna í gegnum framleiðslu heilnæmra matvæla getur dregið úr þörf á: viðbragðs aðgerðum í sjúkrahúsþjónustu, heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu og lyfjum og lækningarvörum íframtíðinni. í fjármálaáætlun er settur fram mælikvarði fyrir málaflokk 12.2 Rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaði, sem fjöldi umsókna vegna nýsköpunarverkefni til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um atvinnueflingu, nýsköpun, rannsóknir og þróun. Þar er stefnt að 10% fjölgun umsókna frá 2018 til 2020 og 20% fjölgun umsókna til ársins 2024. Haft er til hliðsjónar að Framleiðnisjóði landbúnaðarins bárust 86 slíkar umsóknir árið 2018. Fjöldi umsókna er að einhverju leiti merki um hugmyndaauðgi og vilja til verka. Fjöldi verkefna sem eru styrkt dregur e.t.v. upp skýrari mynd af raunverulegri nýsköpun en umsóknafjöldi, þó fjöldinn gefi ekki til kynna fjárhagslegt umfang nýsköpunarinnar. Ekki er tryggt að mörg smá verkefni hafi sömu áhrif eða sama slagkraft og stór víðtæk verkefni. Fjárhagslegt umfang nýsköpunar í landbúnaði er líklega hentugri mælikvarði en fjöldi umsókna, vilji menn ekki telja afrakstur nýsköpunarverkefnanna, hvort svo sem afraksturinn er t.d. vörur eða lausnir sem auka hagræðingu eða fjölbreytni í landbúnaði. Ólíklegt erað umsóknum eða verkefnum fjölgi mikið effjárframlög dragast saman. Með hliðsjón af stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um ríkistjórnarsamstarfx má geta þess að svo nýsköpun og vöruþróun í landbúnaði eða matvælaframleiðslu geti stuðlað að byggðafestu, þarf veglegri verkfæri en línulega fjölgun umsókna um nýsköpunarverkefni. Öflugt nýsköpunarumhverfi getur stuðlað að eflingu lífræns landbúnaðar. Ein birtingarmynd nýsköpunar í landbúnaði raungerist í búháttabreytingum. Áætlaður afrakstur landbúnaðar er verðmætasköpun við framleiðslu heilnæmra afurða og auknir möguleikar til verðmætasköpunar liggja í fjölbreyttri nýsköpun, með mögulegu þjónustu- og vöruframboði, þar er þekking lykill að verðmætum. Uppbygging nýrra búgreina raungerist ekki einvörðungu með fjölda verkefnaumsókna í takmarkaðan samkeppnissjóð. Nýjar áherslur í rannsóknum og menntun í þágu framþróunar landbúnaðar geta sannarlega stutt við vöruþróun, nýsköpun, verðmætasköpun og byggðafestu á grunni núverandi vinnu, en ekki alfarið í stað þess sem er og verið hefur burðarvirki matarmenningar, verðmætasköpunar og sjálfbærni landbúnaðar fram að þessu. 13 Sjávarútvegur og fiskeldi Áformuð lækkun útgjalda m.t.t. útgjaldaramma fjármálaáætlunar um 13,1% eða 885 milljónir króna í 5.829 milljónir árið 2024. Framangreind áform bera ekki með sér væntingar um að fram náist aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi og fiskeldi sem skilað gætu auknum fjármunum á formi veiðigjalda. Heildarupphæð álagðra veiðigjalda fiskveiðiárið 2017/2018 nam 11,2 milljörðum krónaxl. Þá er boðuð gjaldtaka af fiskeldi. Sagt er að veiðigjald eigi annars vegar að vera gjald fyrir réttinn fyrir að nýta auðlindina, sem er væntanlega fasti, og hins vegar gjald sem hlutfall af þeim verðmætum sem spretta af sjálfbærri og markvissri nýtingu auðlindarinnar, það er líklega breytileg fjárhæð, aukin heldur er stefnt að verðmæta aukningu, sem sést ekki við framtíðar áform útgjalda til málaflokksins, því miður virðist ekki eiga að ávaxta fjöreggið. Ósamræmi er í því ef innheimt gjöld hækki en fjárveitingar til þjónustu við vöxt og viðgang atvinnugreinanna lækki. Þó íslenskur sjávarútvegur standi framalega á alþjóðavísu með áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu, rannsóknir og þróun er stöðug þörf á framþróun, ellegar drögumst við aftur úr. ísland er meðal stærstu fiskveiðiríkja á heimsvísu, enda er ísland frekar stórt hafríki fremur en lítið eyríki. Framtíðarsýn stjórnvalda, framsett á blaðsíðu 277 felur í sér að hvortveggja atvinnugreinarnar sjávarútvegur og fiskeldi sem og afurðir atvinnugreinanna, sjávarafurðir og fiskeldisafurðir, séu í fremstu röð á alþjóðlegum mörkuðum. Markaðsaðgengi er mikilvægt rétt eins og fríverslun til að hagaðilar geti hámarkað verðmæti afurða íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjálfbær auðlindanýting, þekking á meðferð hráefna, og besta vísindaleg þekking, s.s. byggð á vinnslu-, matvæla- og markaðsrannsóknum, eru undirstaða nýsköpunar og vöruþróunar sem stuðlar að auknu virði afurða og samkeppnishæfni atvinnugreinanna. Flagkvæmt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi atvinnugreina auk skilvirkrar stjórnunar á að stuðla að aukinni verðmætasköpun. Stuðla á að hagkvæmum starfsskilyrðum og byggðafestu dreifðra sjávarbyggða svo sem kostur er. Stjórnun fiskveiða er ekki markmið, en er fremur tól til að ná fram markmiðum atvinnugreina. Markmiðið er að sjávarútvegur og fiskeldi séu sjálfbær, ekki að stjórn atvinugreinanna sé sjálfbær. Til að styrkja stoðir velferðar og velsældar þarf að ávaxta fjöreggið. Aðhald í ríkisfjármálum má ekki hamla nýtingu tækifæra sem nýsköpun, þekking og þróun veita hefðbundum atvinnugreinum til að efla sig og auka verðmæti. Þó naumhyggja hafi gengið tímabundið, þá er óvarlegt að treysta á hana til langs tíma. Vissulega getur ný tækni lækkað kostnað við stjórnun og rannsóknir í sjávarútvegi, rétt eins og ný tækni hefur aukið afköst í fiskvinnslu. Hlúa þarf að grunnstoðum atvinnulífisins, þróun og nýsköpun af umhyggju. Verðmætasköpunin getur falist í afkasta aukningu og hagræðingu rétt eins og sókn íslenskra afurða inn á nýja markaði, með nýjarvörur. Kortlagning hafbotnsins 13.2.1 og endurnýjun aflareglna 13.2.3 eru mikilvæg skref fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu, en ef ekki er vandað til verka í síkvikri samkeppni er hætt við að það forskot sem áunnist hefur glatist. Umfangsmestu rannsóknir málaflokksins hafa verið á svið hafrannsókna þar sem stofnstærðir eru metnar auk þess sem vistkerfi hafs og vatna séu rannsökuð. Vitað er að kostnaður við hafrannsóknir með hafrannsóknaskipum vex víða um veröld þó úthaldsdögum fækkixii. Þegar fiskur hefur verið dreginn úr sjó þarf að gera verðmæti úr hráefninu, þar má gera enn betur í rannsóknum þróun og nýsköpun, í atriðum er varða vöruþróun, hagnýtingu hvorttveggja líftækni og upplýsingatækni sem og markaðsfræði. Með fiski fræðilegum sigrum við stjórnun fiskveiða í samhengi alþjóðlegrar þróunar, að ekki sé veitt meira úr fiskistofnum en sem nemi því að stofnarnir geti viðhaldið sér og eftir atvikum vaxið, breytast áherslur í rannsóknum, þróun og nýsköpun, hvar hugmyndaauðgi skiptir máli. Samhengi lögformlegrar umgjarðar auðlindanýtingar, líffræðilegsfjölbreytileika og markaðsaðgengi afurða eru viðfangsefni þróunar lífhagkerfisins, hagkerfis sem byggirá nýtingu endurnýjanlegra lífauðlinda lands og sjávar. Áreiðanleg gögn eru mikilvæg, vinna þarf að því að útfluttar sjávarafurðir birtist í samræmi við landaðan afla,xi,i og að sama skapi er mikilvægt að raunveruleg staðsetning viðtöku íslensks útflutnings sé rétt skráð í hagtölumxlv,xv. Auðlindir sem við nýtum eru takmarkaðar, því skiptir máli að þau sem nýta auðlindirnar séu fær um að gera sem mest verðmæti úr því sem tekið er til vinnslu og hafi aðgang að best borgandi mörkuðum. Brýnt er að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið nýti innviði og þekkingu ólíkra ríkisaðila haganlega eftir föngum við lausn þeirra verkefna sem vinna þarf að, þó svo að þeim sé ekki falin ábyrgð á verkefnum, s.s. Landhelgisgæsluna, Fiskistofu, Matís og Háskólann á Akureyri. íframlagðri fjármálaáætlun 2020-2024 eru lagðar fram breytingarfrá fjármálaáætlun 2019-2023 ítöflu á blaðsíðu 281 er varða markmið stjórnunar sjávarútvegs og fiskeldis, fyrsta markmiðið í fyrri fjármálaáætlun var árleg aukning verðmætasköpunar, í staðinn er fyrsta markmið stjórnunar sjávarútvegs og fiskeldis sjálfbær og skilvirkur sjávarútvegur og fiskeldi í framlagðri fjármálaáætlun fyrir 2020-2024. Hið nýja markmið er aðgreint með þrennskonar mælikvörðum sem stutt geta við verðmætasköpun; auka á hlutfall afla íslenskra skipa í íslenskri landhelgi úr stofnum sem lúta vísindalegu stofnmati, grunni faglegrar ráðgjafar sem fylgt er eftir, úr 98% í 99%, fækka á reglugerðum um svæðalokanir og takmörkun á veiðarfæranotkun um 85% frá 2018 til 2024. Þá á að þróa nýjar aðferðir til eftirlits á sjó og á landi. Athygli vekur horft er til afla fiskiskipa í íslenskri landhelgi, sem er 12 mílur en ekki efnahagslögsögunnar sem er 200 mílur. Samþætting veiða og vinnslu opnar tækifæri fyrir margvíslegar rannsóknir m.a. um nýtingu stofna út frá markaðssjónarmiðum. Jafnframt er annað markmið stjórnunar sjávarútvegs í fjármálaáætlun 2020-2024 að styrkja byggðafestuáhrif af aflaheimildum sem stjórnvöld úthluta en var í fyrri fjármálaáætlun Bætt umgengni um auðlindir, efling rannsókna og bætt eftirlit með nýtingu. Horfið varfrá fyrri mælikvörðum þarsem þeir reyndust að sögn erfiðir í mælingu. Þó erfitt kunni að vera að meta breytingar í umgengni um auðlindir, eftirlit með nýtingu eða eflingu rannsókna þá ætti að vera einfalt að meta þróun verðmætasköpunar. í fyrri áætlun var unnið með útflutningsverðmæti sjávarafurða, vera má að bæta þurfi hagtölugerð til að finna nýsköpun í sjávarútvegi farveg, þannig að rauntölur um nýtingu afla í afurðir verði aðgengilegar. Um nokkurt skeið hefur t.a.m. verið reynt að meta framleiðni sjávarafurða m.t.t. hvaða alþjóðlegu útflutningsverðmæti verði til úr hverju því kílói sem aflist, hvar aflamagn og aflasamsetning hefur óumdeilanlega áhrif, þó bætt vinnubrögð með hagnýtingu þekkingar við aflameðferð, vinnslu, pökkun, dreifingu, markaðsetningu og sölu sjávarafurða hafi áhrifXVI. Mikilvægt er að gera sem mest verðmæti úr því sem aflast eins og því sem er alið, á landi sem og í sjó. Gæði stuðla að verðmætum, þar sem afurðir framleiðenda mæta þörfum neytenda. Þriðja markmið stjórnunar sjávarútvegs er útfært þar sem það var einfaldlega Samkeppnishæfni í fyrri fjármálaáætlun en er nú Sterk samkeppnisstaða sjávarafurða á alþjóðamarkaði, hvar mælikvarðarnir eru annarsvegar staða í samningaviðræðum um takmörkun ríkisstyrkja í sjávarútvegi hjá WTO og samningi sameinuðuþjóðanna um vernd líffræðilegs fjölbreytileika fyrir utan lögsögu ríka (BBNJ). Fyrir aðgengi að mörkuðum og markaðssetningu sjávarafurða og verðmætasköpun í kjölfar þess er mikilvægt að sókn í þá fiskistofna sem nýttir eru til framleiðslu sé stýrð og í samræmi við líffræðilega afkasta getu viðkomandi stofna, því eru aðgerðir 13.1.1,13.1.2 og 13.1.3 mikilvægar. Það er mikilvægt að hin ætlaða virka þátttaka þoki málum í þann farveg að sjónarmið íslendinga sjáist endanlegum samningum um skaðlega ríkisstyrki í sjávarútvegi eða líffræðilegan fjölbreytileika í úthafinu. Þróun eftirlits eru ekki eina sóknarfæri Fiskistofu, bæta má nákvæmni núverandi vottorðakerfa Fiskistofu svo tryggja megi rekjanleika frá skipi til markaða. Auka má rafræna þjónustu og rafrænt eftirlit til að tryggja rekjanleika afla frá afladagbók, skráninga í GAFL (skráning á hafnarvog) og VOR (vigtar-og ráðstöfunarskýrslur). Þessi aðgerð mun byggja upp markvissara áhættumat. Rannsóknir Markmiðum rannsókna, þróunar og nýsköpunar í sjávarútvegi og fiskeldi hefur verið fjölgað úr tveimur í þrjú, aukin heldur hefur markmið um sjálfbæra nýtingu fiskistofna verið fært fram fyrir sjálfbæra nýtingu hafsvæða (og umhverfis) fyrir fiskeldi, þá hefur eflingu grunnrannsókna verið bætt við. í Ijósi þess að fyrri mælikvarði fyrsta markmiðs málaflokksins um sjálfbæra nýtingu fiskistofna er hinn sami og fyrsti mælikvarði fyrir stjórnun sjávarútvegs og fiskeldis má færa fyrir því rök að fyrstu tveir mælikvarðar fyrir rannsóknir í sjávarútvegi og fiskeldi um sjálfbæra nýtingu fiskistofna falli nær að þjóna málaflokk stjórnunar sjávarútvegs og fiskeldis, þar sem þróun aflareglna þjónar fyrst og fremst hlutverki við stjórnun fiskveiða þó vísindalega þekkingu þurfi til verksins. Stjórnvöld horfa nú á þróun aðferða til að gera eldisfisk ófrjóan fremur en burðarþolsmeta eldissvæði. í Ijósi heitis málaflokksins hefði jafnframt mátt horfa til fjölda tegunda sem aldar eru á og við ísland, og rannsóknir sem snúast um að leysa viðfangsefni hvar kreppir að. Rannsóknaverkefni sjávarútvegs fjalla um fleira en hafrannsóknir svo sem sjá má af afrakstri starfsemi Matís, þannig má jafnframt líta til rannsókna og vöktun á samsetningu og breytingum í örveruvistkerfi hafsins, með það að markmiði að auðvelda mat á ástandi hafsins og viðbrögð við m.a. loftlagsbreytingum sem nýst geti við mótun aðgerðaráætlunar um viðbrögð við breytingum á efnainnihaldi og vistkerfi hafsins, svo sem vegna hækkunar hitastigs, súrnunar sjávar og aukinnar plastmengunar. Kortlagningu erfðaauðlinda vistkerfis hafsins (þ.m.t. hryggleysingja og örverur) með það að markmiði að búa í haginn fyrir framleiðslu ensíma og annarra lífvirkra efna til hagnýtingar, t.d. í lyfjaiðnaði og snyrtivöruframleiðslu. Nýtingu stofnerfðafræði við vöktun og rannsóknirá nytjastofnum m.a. til auðlindastjórnunar og varðveisiu líffræðilegs fjölbreytileika. Einnig er mikilvægt að stunda rannsóknir og vöktun á óæskilegum mengandi efnum í vistkerfi hafsins, svo sem PFOS efnum og öðrum flúoreruðum efnum, þungmálmum, varnarefnum, lyfjaleifum o.fl. Þá má horfa til hagnýtingar gagna og greiningar á þeim með það að markmiði að auka þekkingu á vistkerfi hafsins sem og efnainnihaldi og öðrum eiginleikum sjávarfangs. Þar að auki er brýnt að stunda rannsóknir með áherslu á sjálfvirknivæðingu, bættri meðhöndlun afla, straumlínustjórnun, greina markaðsupplýsingar m.t.t. breytinga á mörkuðum, greina núverandi markaði og möguleikar á á nýjum mörkuðum, þ.m.t. sölu á netinu og skoða m.t.t. þessa mikilvægi heilsuupplýsinga, lýðheilsu og matvælaöryggis, pökkunar og framsetningu afurða. Bera skipulega saman íslenskar afurðir og afurðir helstu samkeppnisaðila. Þróunarvinna sem þjónað getur stjórnun fiskveiða og fiskeldis sem varpað getur Ijósi á stöðu og einfaldað ákvarðanatöku. Kortleggja má núverandi gagnagrunna og upplýsingasöfnun með markmiðið að samþætta og vinna úr gögnum til markaðsstarfs og annarrar hagnýtingar í virðiskeðjunni. Greina má hvernig fyrirliggjandi upplýsingar geta best nýst stjórnvöldum til bættrar auðlindastýringar, til rannsókna og samfélaginu í heild sinni. Tengja má gagnagrunna saman til að auka upplýsingagildi og rekjanleika og endurskoða aðgreiningu kerfa m.a. hjá Fiskistofu. Dæmi um slíka grunna eru t.d. afladagbækur, gagnagrunnur um efnainnihald sjávarfangs (ÍSGEM hjá Matís), gagnagrunnar um verslun með sjávarfang og ýmis gögn úr vinnslu sjávarafurða. Innleiða mætti upplýsingaöryggisstjórnkerfi að fyrirmynd ISO 27001. 14 Ferðaþjónusta Ferðaþjónustan á að þróast á sjálfbæran hátt með jákvætt orðspor hér heima sem og meðal þeirra sem sækja landið heim. Þolmörk náttúrunnar fyrir áhrifum af starfsemi í ferðaþjónustu þarf að finna og verja. Mikill hluti upplifunar erlendra gesta sem koma til landsins tengist upplifun og afþreyingu þar skiptir matur miklu máli. Ekki er sérstakur málaflokkur tileinkaður rannsóknum, þróun og nýsköpun innan málefnasviðsins. Hin mikilvæga atvinnugrein þarf að hagnýta nýja þekkingu og besta verklag ekki síður en aðrar atvinnugreinar. Framlög til heildstæðrar rannsókna og þróunarvinnu í þágu ferðaþjónustunnar í heild sinni gætu styrkt atvinnugreinina og stuðlað að aukinni framlegð í atvinnugreininni, umfram afmarkaðan en mikilvægan flugþróunarsjóð. Huga má að hlutverki matar og lífauðlinda almennt við verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Horft er til heildar verðmætasköpunar í ferðaþjónustu sem er vel og einfaldar að horft verði til framleiðni hvers starfs í framtíðinni í ferðaþjónustu. Aukin framleiðni skiptir meira máli en aukinn fjöldi gesta, fjöldi gesta þarf að vera í samræmi við getuna til að hýsa og þjóna þeim sem sækja okkur heim. 16 Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála Draga á úr aukningu innkallana á ólöglegum vörum á markaði, bæta á viðhorf almennings til markaðseftirlits og stytta á málsmeðferðartíma áfrýjunarnefnda neytenda- og samkeppnismála. Framkvæma á samkeppnismat í samstarfi við OECD, slíkt er mikilvægt fyrir þróun stjórnkerfis íslensks atvinnulífs til frambúðar þannig að við getum sótt fram til framtíðar með öflugu lífhagkerfi. Samkvæmt 7.gr. laga 68/2006 um stofnun Matvælarannsókna hf. þá Matís skylt að halda uppi tilskilinni öryggisþjónustu á sviði matvælarannsókna í þágu landsmanna sem nánar er skilgreind í samningi við félagið. Félaginu er skylt að framkvæma rannsóknir vegna matvælaeftirlits á vegum hins opinbera eftir því sem nánar kveður á í samningi. Slíkur samningur hefur ekki verið gerður. Matís hefur boðið fram átaksverkefni um matvælaöryggi á íslenskum markaði og skoðun á innfluttum og sambærilegum innlendum matvælum, sem nær eingöngu til öryggis neytenda en ekki til búfjársjúkdóma/heilsu eða umhverfisgæða. Matís leggur til að verkefnið verði unnið til öflunar þekkingar í tengslum við breytingu á lögum með heimilun innflutnings ófrosinna landbúnaðarafurða frá EES til íslands. 35 Þróunarsamvinna ísland stefnir að því að veita 0,71% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu í samræmi við aðild okkar að Sameinuðu þjóðunum, það verður ekki gert með ríkisframlögum einum og sér. Með því að leggja saman krafta getur útkoman orðið magnaðri en ef hver starfar fyrir sig. Þá geta íslenskstjórnvöld unnið að því að ísland nái markmiðum um umfang þróunarsamvinnu í samstarfi við atvinnulífið. Um nokkurt skeið hefur verið stefnt að því að umfang rannsókna og þróunar aukist í 3% af landsframleiðslu (VLF). Með möguleika á skattafrádrætti vegna kostnaðar við rannsókna- og þróunarverkefni virðist af hagtölum að dæma sem rannsókna og þróunarstarfsemi hafi aukist í landinu, einkum með aukinni virkni fyrirtækja á því sviði. Efling Tækniþróunarsjóðs og Rannsóknasjóðs eiga jafnframt þátt í þessari þróun. Svipuð skilaboð má lesa úrfréttum sem berast af auknum umsóknum um skattafrádrátt vegna rannsókna og þróunarverkefna. Er mögulegt að byggja á fenginni reynslu af aðgerðum til að auka rannsókna og þróunarstarf til að stuðla að aukinni virkni atvinnulífsins með fyrirtækjum í broddi fylkingar í þróunarsamstarfi? Væri hægt að halda utan um umsvif fyrirtækja á þessu sviði með sama hætti og fyrirtæki telja fram rannsókna og þróunarkostnað? Er hægt að viðurkenna kostnað fyrirtækja vegna þróunarsamstarfs og halda til haga sannarlegum kostnaði um raunveruleg þróunarsamstarfsverkefni sérstaklega aðgreindum? Ef fyrirtækjum væri gert kleift að telja fram kostnað við þróunarsamvinnu í bókhaldi eins og þau telja fram kostnað í rannsókna og þróunarverkefnum má í það minnsta draga fram hvað fyrirtæki leggja af mörkum á þessu sviði og vonandi stuðla að því að markmið stjórnvalda náist hratt og örugglega. Fyrirtæki gætu talið fram til þróunarsamvinnu sem framlög vörur eða kostnað við þjónustu sem væri liður í að þróa markaði. s.s. vöru og markaðsþróun í nýmarkaðslöndum, sendingar væru t.a.m. afhentar til viðurkenndra samstarfsaðila, eða hjálparsamtaka í Ijósi samþættingar þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, slíkt gæti stuðlað að auknum umsvifum íslendinga á svið þróunarsamvinnu og aukið tækifæri til framtíðar á milliríkjaviðskiptum. Eins gæti munur á tekjum einstakra fyrirtækja vegna þróunarsamvinnuverkefna og stöðluðum töxtum viðkomandi fyrirtækja skoðast sem framlag til þróunarsamvinnu. Skoða þarf hvernig megi og að hve miklu leiti sé hægt að hvata slíka þróun, aukning í útgjöldum fyrirtækja til rannsókna og þróunar virðast hafa aukist verulega sem hlutfall af VÞT á árunum 2013 til 2016. ' http://www.matis.is/matis/starfsemi/fiarmal/ '' https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995093.html '” https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006068.html iv https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995093.html v https://h2020viz.vinnova.se/#/countrv?countryNames=%5B%22lceland%22%5D vl https://www.rannis.is/media/skattaivilnun/Handbok 2.3.pdf vii https://www.rannis.is/siodir/atvinnulif/skattfradrattur/ viii https://www.stiornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/20/Adgerdaraaetlun-i-tengslum-vid- frumvarp-um-innflutning-landbunadarafurda-fra-EES-svaedinu/ ix http://www.bbl.is/frettir/skodun/odyr-matur-%E2%80%93-dvrkevpt-blekking/21190/ x https://www.stiornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-lle7-9422-005056bc530c xi http://www.fiskistofa.is/fiskveidistiorn/veidigiold/ xii https://www.nap.edU/read/13081/chapter/5 xiii http://www.matis.is/vitinn/ xiv https://tollar.is/ xv https://sfs.is/greinar/vitinn/ xv' http://www.matis.is/matis/frettir/aherslan-verdi-a-nv-a-aukna-verdmaetaskopun http://www.matis.is/matis/starfsemi/fiarmal/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995093.html https://www.althingi.is/lagas/nuna/2006068.html https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995093.html https://h2020viz.vinnova.se/%23/countrv?countryNames=%5B%22lceland%22%5D https://www.rannis.is/media/skattaivilnun/Handbok https://www.rannis.is/siodir/atvinnulif/skattfradrattur/ https://www.stiornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/20/Adgerdaraaetlun-i-tengslum-vid- http://www.bbl.is/frettir/skodun/odyr-matur-%E2%80%93-dvrkevpt-blekking/21190/ https://www.stiornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-lle7-9422-005056bc530c http://www.fiskistofa.is/fiskveidistiorn/veidigiold/ https://www.nap.edU/read/13081/chapter/5 http://www.matis.is/vitinn/ https://tollar.is/ https://sfs.is/greinar/vitinn/ http://www.matis.is/matis/frettir/aherslan-verdi-a-nv-a-aukna-verdmaetaskopun