Fjármálaáætlun 2020–2024

Umsögn í þingmáli 750 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 23.03.2019 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 63 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 39 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Viðtakandi: Fjár­laga­nefnd Dagsetning: 14.05.2019 Gerð: Umsögn
I Samlök ^ o V P “ 9 Reykjavík, 14. maí 2019 Nefndasvið Alþingis b.t. fjárlaganefndar Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Efni: Umsögn um 750. mál, tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024. Hinn 23. mars sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 fram á Alþingi (hér eftir nefnd tillagan). Tillögunni var vísað til fjárlaganefndar hinn 28. mars sl. að fyrri umræðu lokinni. Með tölvupósti, dags. 29. mars 2019, óskaði nefndin eftir umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um tillöguna. Frestur til að skila umsögn var veittur til og með 12. maí 2019. Beðist er velvirðingar á að umsögn þessi berst eftir lok umsagnarfrestsins. SVÞ hafa yfirfarið tillöguna. Í upphafi telja samtökin við hæfi að fagna framsetningu efnis í greinargerð tillögunnar. Umfjöllunarefnin eru í meginatriðum sett fram á skýran hátt, myndir eru skýrandi og notkun rammagreina tryggir að lesandinn hafi góðar forsendur til túlkunar á efninu. Greinargerðin er nokkuð löng og hana hefði sennilega mátt stytta sem einhverju nemi en efnið skilar sér vel og er það fyrir mestu. Hagrænar forsendur fjármálaáætlunar eru skilgreindar í 8. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, þar sem m.a. er tekið fram að þær skuli vera traustar og byggjast á traustum gögnum, sem unnin eru hlutlægt og kerfisbundið, og opinberum hagtölum og þjóðhagsspám. Að mati SVÞ gefur umfjöllun í greinargerð tillögunnar, um óvissu þróunar efnahagsmála það sem af er liðið árinu 2019, góða vísbendingu um þann vanda sem höfundar tillögunnar hafa staðið frammi fyrir við gerð hennar. Undir þessum kringumstæðum er eðlilega unnt að ætlast til þess að fjárlaganefnd skýri forsendurnar nánar miðað við núverandi stöðu við afgreiðslu tillögunnar til seinni umræðu. Mikilvægt er að skýringar í nefndaráliti á breyttum forsendum verði ítarlegar. Í því samhengi má nefna að tekjuáætlun fjármálaáætlunar er byggð á þjóðhagsspá frá í febrúar sl. en þjóðhagsspá að sumri liggur nú fyrir. Þeir óvissuþættir sem eru tíundaðir á bls. 37 og í frávikssviðsmynd á bls. 59 hafa að mörgu leyti að skýrst og m.a. í ljósi kjarasamningsgerðar er mikilvægt að nefndin taki tillit til núverandi horfa. Þá verður jafnframt að gera ráð fyrir að mögulegar breytingartillögur nefndarinnar, í ljósi breyttra forsendna, fái góða og rökstudda umfjöllun. Í þessu samhengi telja SVÞ rétt að benda á að samdráttur í ferðaþjónustu mun óhjákvæmilega hafa umtalsverð afleidd áhrif á innlenda verslun og þjónustu. Við lestur tillögunnar verður ljóst að ekki hefur verið lögð næg áhersla á umfang jákvæðrar heildarafkomu á uppgangstímum síðustu ára, hvorki í fjármálastefnu 2017-2022 né fjármálaáætlunum og fjárlögum. Þrátt fyrir að sú mynd blasi við að staða ríkissjóðs og íslensks efnahagslífs til að takast á við áskoranir sé afar sterk um þessar mundir er, e f litið er í baksýnisspegilinn, hægt að segja að staða ríkissjóðs hefði getað verið enn betri. Þannig hefði ríkissjóður getað verið í enn betri stöðu til að fást við versnandi horfur. Í ljósi skilyrða fjármálastefnu og fjármálaáætlunar og pólitísks útgjaldaþrýstings í kjölfar erfiðra ára í kjölfar bankahrunsins er staðan nú e.t.v. skiljanleg að vissu marki. Ekki verður hins vegar hjá því komist að velta því upp hvort það sé skynsamlegt að í fjármálastefnu sé horft stíft til stefnuárs fyrir sig og hvort ekki kunni að vera skynsamlegra að skapa svigrúm til að markmiðum verði náð miðað við stefnutímabilið í heild sinni. SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is / | ^ I Samlök ^ o V P “ 9 SVÞ vilja nota tækifærið og fagna áhrifum laga um opinber fjármál. Þau stefna að nákvæmari yfirsýn, aga og festu sem eru afar mikilvæg við stjórn efnahagsmála. Hjá því verður þó ekki komast að benda á að frá sjónarhóli samtakanna virðast fagráðuneyti, stofnanir og stjórnmálamenn eiga nokkuð í land við að öðlast fullan skilning á hinu nýja umhverfi efnahagsstjórnarinnar. Þannig hafa SVÞ t.d. vaxandi áhyggjur a f þeirri ríku tilhneigingu sem gætir í þá átt að búa til nýja tekjustofna til að fjármagna einstök málefni og verkefni í formi sértekna. Erfitt er að segja nákvæmlega til hvað veldur en gera má ráð fyrir að menn eigi erfitt með að aðlaga sig að þeim breytingum sem felast í því að útgjöld eru færð á málaflokka og mörkun skatttekna hefur verið afnumin. Tilfinning samtakanna er ekki einungis að þjónustugjaldaheimildum í lögum fari fjölgandi heldur einnig að svo langt sé gengið við afmörkun gildissviðs heimildanna, þ.e. skilgreiningu á þjónustu og þeim kostnaði sem tekjur af gjöldunum eiga að standa undir, að verulega sé farið að reyna á meginreglur um þjónustugjöld. Virðist hugtakið þjónusta verða orðið afar teygjanlegt í mörgum tilvikum auk þess sem mörk náinna tengsla kostnaðar við þjónustu séu í mörgum tilvikum orðin óskýrari en áður. Að mati SVÞ er afar brýnt að sú menning sem er nauðsynlegur fylgifiskur hins breytta fyrirkomulags sem lögum um opinber fjármál fylgir þurfi að breiðast út víðar og hraðar en orðið hefur. Að framangreindu sögðu telja SVÞ tilefni til að setja fram nokkrar ábendingar og athugasemdir sem snúa beint og óbeint að efni tillögunnar. Almennt. Í greinargerð tillögunnar fær góð staða ríkissjóðs og hagkerfisins í heild nokkuð vægi. Ætla má að ríkt tilefni sé til slíkrar umfjöllunar þar sem í hönd fara ár sem munu einkast a f „meira jafnvægi“ en áður. Undir breyttum kringumstæðum telja SVÞ mikilvægt að horfa inn á við og styrkja innviði eins og m.a. er lagt upp með í tillögunni. Niðurstaða kj arasamninga er meðal helstu óvissuþátta forsendna tillögunnar. Því ber að fagna að gangur kjaraviðræðna hefur jafnvel verið betri en á horfðist og hefur rík samstaða myndast milli aðila vinnumarkaðarins um að viðhalda betri stöðugleika í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hefur lagði sitt a f mörkum í tengslum við viðræðurnar og er það vel. Að mati SVÞ er afar mikilvægt að sú sátt sem ríkir um þessar mundir endurspeglist í nefndaráliti fjárlaganefndar og hún verði höfð ríkulega í huga við undirbúning breytingatillagna sem nefndin kann að telja nauðsynlegar. Breyttar horfur. Í ljósi breytinga sem eru að verða á efnahagshorfum telja SVÞ aukna áherslu á fjárfestingar ríkisins skynsamlega. Við undirbúning þeirra verður hins vegar að leggja ríka áherslu á uppbyggingu arðbærra innviða í víðu samhengi. Þannig ber að tryggja að fjárfestingar skili sér með beint eða óbeint til lengri tíma litið í aukinni skilvirkni, bættri samkeppnisstöðu og auknum þjóðhagslegum verðmætum á heildina litið. Því verður óhjákvæmileg að leggja áherslu á framlag fjárfestinga til langtímahagvaxtar og sjálfbærrar þróunar í efnahags- og umhverfislegu samhengi. Kjarasamningar. SVÞ telja tilefni til að fagna umfjöllun um ráðstafanir vegna kjarasamninga í greinargerð tillögunnar. Á bls. 12 í greinargerðinni er aðilum vinnumarkaðarins send skilaboð sem þeir hafa tekið alvarlega enda stefnir Lífskjarasamningurinn að stöðugleika. Skynsamleg niðurstaða kjarasamninga var auðvitað ein forsenda tillögunnar og í frávikssviðsmynd í rammagrein 3 er m.a. byggt á þeirri forsendu að kjarasamningar stuðli að óstöðugleika. SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is / | ^ I Sam lök ^ o V P “ 9 Að mati SVÞ er afar brýnt að fjárlaganefnd taki til umfjöllunar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin boðaði í tengslum við gerð Lífskjarasamningsins og lýsi jákvæðri afstöðu til þeirra. Með því leggst nefndin á árarnar með aðilum samningsins og stjórnvöldum við að skapa forsendur fyrir verðstöðugleika. Umhverfismál. Það hefur ekki farið framhjá neinum að ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Framsetning þeirra er óðum að verða skýrari og tölulegar útgáfur þeirra birtast nú í auknum mæli í greinargerð fjármálaætlunar. Að mati SVÞ er íslensk verslun og þjónusta umhverfissinnuð. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í plast- og úrgangsmálum og hafa aðildarfyrirtæki SVÞ sannanlega lagt sitt a f mörkum. Samtökin hafa unnið með stjórnvöldum og hafa áfram áhuga á samstarfi um umhverfismál. Mikilvægt er að atvinnulífið fái að njóta sín og fái tækifæri til að sýna frumkvæði í umhverfismálum enda er til staðar rík þekking á starfsumhverfinu og helstu tækifærum hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Það er allra hagur að vel takist til í umhverfismálum og aðgerðir í þeim málaflokki séu og verði framsýnar, raunhæfar, markvissar og skili árangri. Því lengur sem það dregst að aðgerðum í loftslagsmálum verði hrint í framkvæmd því kostnaðarsamara getur það orðið að fást við að draga úr losun. Ein helsta áskorun atvinnulífsins í loftslagsmálum er fyrirsjón. Þegar að stefnumótun og fjárfestingum kemur fer sá áhættuþáttur vaxandi sem snýr að reglubyrði vegna loftslagsmarkmiða. Það er afar brýnt að stjórnvöld forgangsraði verkefnum þannig að hafa megi eins hraðar hendur og fremst er unnt við að móta og birta með sem nákvæmustum hætti yfirlit yfir þær aðgerðir sem ætlunin er að ráðast í. Benda má að áhættuþættir tengdir loftslagsmálum eru þegar til skoðunar hjá erlendum stjórnvöldum, m.a. vegna áhrifa á fjármálastöðugleika. Að lokum er rétt að benda á 13. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þær skuldbindingar sem felast í Parísarsáttmálanum. Fari svo sem fram sem horfir munu loftslagsáhrif hafa veruleg áhrif á hagvöxt til lengri tíma litið. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál telur að verja þurfi 2,5% af heimsframleiðslu til loftslagsmála e f vel á að takast til í loftslagsmálum næsta einn og hálfan áratuginn. Það hlýtur að teljast skynsamlegt að eyða fjármunum í að treysta framtíðarhorfur í efnahagsmálum. Ráðamenn verða að hafa í huga að slíkar aðgerðir munu óhjákvæmilega krefjast hugsunar og stefnumótunar sem nær til lengri tíma en sem nemur gildistíma einnar fjármálaáætlunar. SVÞ hvetja til framsýni í umhverfismálum. EES-samningurinn. Á heildina litið er reynsla atvinnulífsins af EES-samstarfinu góð. Fyrir tilstuðlan skuldbindinga íslenskra stjórnvalda njóta íslensk fyrirtæki, t.d. verslunar- og þjónustufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki og hátæknifyrirtæki aðgangs að samevrópskum markaði. Samstarfinu fylgja auðvitað ýmsar málamiðlanir og fórnir en það skilar íslensku samfélagi verulegum heildarábata. Á bls. 43-45 í greinargerð tillögunnar er gerð grein fyrir jákvæðum áhrifum erlends vinnuafls á efnahagslífið og vakin athygli á þörfinni á því að hlúa að því í breyttu árferði. SVÞ taka undir þetta en benda um leið á að það væri skynsamlegt til árangurs að stjórnvöld og atvinnulífið tækju saman höndum um mótun áherslna svo búa megi vinnuaflið undir breytingar sem m.a. verða vegna breyttra efnahagshorfa en ekki síður vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Þar getur frum- og endurmenntun gegnt lykilhlutverki. SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is I Sam lök ^ o V P “ 9 Skattar. Það er ekki nægjanlegt að horfa einungis til uppbyggingar innviða heldur er á sama tíma mikilvægt að veita öðrum grunnstoðunum athygli og tryggja að efnahagslífið búi við bestu aðstæður. Samfara hægari vexti efnahagslífsins skapast tækifæri til að horfa inn á við og skapa fyrirtækjum betri rekstrar- og samkeppnisaðstæður. SVÞ fagna áformum um lækkun tryggingagjalds. Tryggingagjaldslækkun gerir fyrirtækjum betur fært að takast á við umsamdar launahækkanir samkvæmt Lífskjarasamningnum . Aðgerðin mun gera fyrirtækjum fært að ráðast í endurskipulagningar og sameiningar með takmarkaðri neikvæðum áhrifum á vinnuafla en ella. Hins vegar telj a SVÞ alls ekki nógu langt gengið. Sú lækkun sem boðuð er í tillögunni er bæði o f lítil og o f seint fram komin. Rétt er að minna á að í tengslum við kjarasamningsgerð árið 2015 lofuðu stjórnvöld bæði meiri lækkun og hraðari en staðið hefur verið við. Þar var gefið vilyrði um að tryggingagjald næði stigi ársins 2008 á árinu 2018 en við það hefur ekki verið staðið. Brýnt er að stjórnvöld hafi í huga að frekari og hraðari lækkun tryggingagjalds er skilvirk aðgerð til stuðnings við atvinnulífið sem gerir því fært að takast á við viðhald kaupmáttar. Það er allra hagur að vel takist til við það verkefni og ábyrgð á því hvílir ekki síst á herðum Alþingis. Í greinargerð tillögunnar er endurskoðun stofns fjármagnstekjuskatts boðuð í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Skilningur SVÞ er að til umræðu hafi komið að gera stofninn þannig úr garði að hann yrði rökréttur, þ.e. að nettótekjur yrðu aðeins skattlagðar. SVÞ fagna áformunum og telja að slík breyting á skattstofni fjármagnstekjuskatts geti hvatt almenning til beinna og óbeinna fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Hafa ber þó í huga að stuðningur stjórnvalda við sparnað má ekki verða svo ríkur að hann hafi alvarleg áhrif á einkaneyslu. SVÞ hefur um langa hríð unnið að því hagsmunamáli að efla þátttöku Íslands í alþjóðaviðskiptum. Í því ljósi er tilefni til að hrósa stjórnvöldum fyrir þau heillaskref sem tekin voru með niðurfellingu almenns vörugjalds og tolla á iðnaðarvörur. Á bls. 24 og 25 í greinargerð tillögunnar er sýnt fram á að Ísland stendur afar framarlega þegar að frjálsum alþjóðaviðskiptum kemur og fyrir það hafa þau m.a. hlotið hrós aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. En betur má ef duga skal. Þegar tollar á allar vörur eru teknir með í myndina blasir allt önnur mynd við þar sem tollar á landbúnaðarvörur eru enn ískyggilega háir á Íslandi. Þar af eru tollar einna hæstir á kjöt- og mjólkurafurðir. Alþjóðlegt viðskiptafrelsi er því verulega skert í þessum vöruflokkum. Að mati SVÞ er löngu tímabært að taka tollvernd landbúnaðarvara til heildrænnar endurskoðunar. Má í þessu samhengi benda á að beinlínis er gert ráð fyrir því í tillögunum að skatttekjur á alþjóðaverslun og viðskipti hækki nokkuð á tímabili tillögunnar. Það er áhyggjuefni. Þar sem fjallað er um fjármál hins opinbera í víðu samhengi í tillögunni verður ekki hjá því komist að benda á alvarleg áhrif fasteignaskatta. Fasteignaverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Í sögulegu samhengi hækkar fasteignaverð jafnan milli ára en lækkanir eru sjaldgæfar, jafnvel í meðalári eða hallæri. Því má í raun halda fram að engin virkur sveiflujafnari sé til staðar í tilviki fasteignaskatts eins og á við um tekjuskatta. Er svo komið að fasteignaskattar vega verulega þungt í rekstri fyrirtækja og í tilviki fasteignafélaga nemur hlutfall fasteignaskatta allt að 18% af tekjum um þessar mundir. Fasteignaskattar endurspeglast í leiguverði og koma því á endanum niður á leigutökum, almenningi og fyrirtækjum. SVÞ hafa mælst til þess að forsendur fasteignaskatta verði endurskoðaðar. Í því ljósi er afar súrt í broti að sjá aukningu tekna af fasteignasköttum endurspeglast í tekjuáætlunum fyrir sveitarstj órnarstigið. SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is / | ^ I Sam lök ^ o V P “ 9 Umbætur í ríkisrekstri. Í greinargerð tillögunnar er gerð grein fyrir áformum um umbætur í ríkisrekstri er einkum snúa að því sem kallað er Stafrænt Ísland. Ekki verður betur séð en að með verkefninu hafi stjórnvöld ráðist í metnaðarfullar aðgerðir sem aukið geta skilvirkni. SVÞ telja afar mikilvægt að við vinnuna verði augum sérstaklega beint að lágmörkun stjórnsýsluálags fyrirtækja og einstaklinga. Í nánu samhengi við framangreint er ástæða til að fagna yfirstandandi samkeppnisúttekt OECD regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar. Verður ekki betur séð en að afurð þess muni gefa stjórnvöldum töluverð tækifæri til að draga verulega úr stjórnsýslubyrði fyrirtækja. Að mati SVÞ eru margvísleg tækifæri fólgin í útvistun skilgreindra verkefna sem stjórnvöld fara með. Verulegt tilefni er til þess að eyða tíma í að skilgreina mögulegan hlut einkarekstrar í opinberri þjónustu og efirliti og t.d. nýta enn frekar en gert er Evrópskt regluverk um faggildingu. Svokölluðu faggildingarráði hefur verið komið á fót og eiga samtökin þar fulltrúa. Ráðið vinnur að tillögum til stjórnvalda sem samtökin vænta að verði teknar til gaumgæfilegrar athugunar þegar þær liggja fyrir. Sérstaklega er tilefni til að fagna umfjöllun á bls. 135 í greinargerð tillögunnar þar sem fjallað er um ábata atvinnulífsins af bættu regluverki. Samgöngur. Í tillögunni er umtalsverð áhersla lögð á uppbyggingu samgöngumannvirkja. Sú áhersla er eðlileg, annars vegar í ljósi nokkurrar kyrrstöðu á árunum eftir hrun og hins vegar þar sem samgöngur hafa almennt jákvæð áhrif og auka tækifæri. Í greinargerð tillögunnar er áréttað að fjárfestingar þurfi að skila viðunandi arðsemi sem aftur krefst þess m.a. að ákvarðanir um fjárfestingu í samgönguinnviðum séu þess bærar að auka framleiðni. SVÞ fagna aukinni áherslu á uppbyggingu samgönguinnviða og telja áformin nokkuð vel tímasett. Að mati samtakanna er brýnt að ákvarðanataka um að ráðast í framkvæmdir grundvallist á hagkvæmni og skilvirkni og stuðli þannig að þjóðahagslegum ábata. Tvímælalaust ættu aukið umferðaröryggi og stytting leiða að fá verulegan sess við forgangsröðun framkvæmda. Ekki verður hjá því komist að nefna að nokkurrar óvissu gætir um þessar mundir um fjármögnum samgönguframkvæmda. Þrátt fyrir að skatttekjur a f umferðinni hafi aukist undanfarin ár samfara auknum fjölda ferðamanna og umsvifum í efnahagslífinu að öðru leyti hafa tekjurnar rýrnað ef þeim er skipt niður á fjölda ökutækja. Til lengri tíma litið virðist skynsamlegt að gjaldtaka sem tekur mið af ekinni vegalengd taki að miklu leyti við. Að mati samtakanna er mikilvægt að umræða um upptöku veggjalda horfi fyrst og fremst til almennrar tekjuöflunar framtíðarinnar. Að því sögðu kann að vera réttlætanlegt að fjármagna framkvæmdir með sérstakri gjaldtöku einkum þegar fyrirsjáanlegt þykir að unnt sé að koma þeim á form verkefnafjármögnunar í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Landbúnaðarmál. Ríkisútgjöld til landbúnaðarmála verða há samkvæmt tillögunni þó að þau dragist saman á gildistímabili áætlunarinnar í samræmi við áherslur við gerð gildandi búvörusamninga. Árið 2016 voru styrkir til landbúnaðar á Íslandi í hærri kantinum meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar sem hlutfall af landsframleiðslu og m.a. lítið eitt hærri en í Noregi og Sviss. SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is / | ^ I Sam lök ^ o V P “ 9 Íslenskra landbúnaðarvara er að mestu neytt innanlands en vegna hás framleiðslukostnaðar og fjarlægðar Íslands frá helstu viðskiptalöndum eru útflutningstækifæri takmörkuð. Það er afar kostnaðarsamt fyrir lítið þjóðfélag eins og Ísland að standa undir landbúnaðarframleiðslu og því er mjög mikilvægt að íslenskur landbúnaður fái í auknum mæli að blómstra í samkeppnisumhverfi. SVÞ leggja áherslu á að horft verði til frekari aðlögunar landbúnaðarkerfisins að erlendri samkeppni en þegar hefur verið gert m.a. með gerð fríverslunarsamnings við Evrópusambandið árið 2017. Að mati samtakanna njóta íslenskrar landbúnaðarvörur sérstöðu í huga innlendra neytenda og eru í mörgum tilvikum afar samkeppnisfærar hvað gæði varðar. Í því ljósi ber að fagna aðgerð 5 í málaflokki 07.2 þar sem sett eru fram áform um eflingu nýsköpunar í landbúnaði. Heilbrigðisþjónusta. Í greinargerð tillögunnar er gerð grein fyrir áherslu ríkisstjórnarinnar vegna aukinna útgjalda til heilbrigðismála. Áhersla er lögð á lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, eflingu heilsugæslunnar, geðheilbrigðisþjónustu og heilbrigðisþjónustu í heimahúsum. Átak til að stytta biðlista heldur áfram og uppbygging sjúkrahúsþjónustu, hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu verður áberandi á tímabili tillögunnar. Að mati SVÞ ber að fagna áherslum á stafræna heilbrigðisþjónustu. Eins og við á um marga málaflokka er gert ráð fyrir stigvaxandi eða stöðugum útgjöldum á tímabili tillögunnar. Mikil áhersla er lögð á þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 þar sem áformað er að setja heilbrigðismálum metnaðarfull markmið. Tekið er fram að stefnumótun innan heilbrigðisþjónustunnar sé yfirstandandi og gert sé ráð fyrir aðkomu hagsmunaaðila við mótun aðgerðaáætlana. Í umfjöllun um helstu áskoranir og tækifæri til umbóta á sviði heilbrigðismála er tekið fram að það sé ein af megináskorunum stjórnvalda að skort hafi skilgreiningar á hvaða þjónustu ríkið kaupir af sérgreinalæknum á einkareknum starfsstofum auk þess sem landsmenn hafi mismunandi aðgang að þjónustu eftir landssvæðum. Í framhaldinu segir að undirbyggja þurfi betur hvaða þjónustu sé best að veita hvar og styrkja verði sérgreinalæknaþjónustu á landsbyggðinni. Sett er markmið um að jafna aðgang sjúklinga um land allt að þjónustu sérfræðilækna með því að gera sérfræðilæknum sem starfa á heilbrigðisstofnunum fært að veita þá þjónustu. Settur er mælikvarði á markmiðið sem gerir ráð fyrir minnkandi notkun sérfræðilæknaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en aukinni notkun á landsbyggðinni. Mælikvarðinn er tengdur við endurskipulagningu þjónustu sérfræðilækna utan sjúkrahúsa á árunum 2020-2022. SVÞ hafa þungar áhyggjur af þeirri þróun sem virðist vera að eiga sér stað við stefnumótun heilbrigðisþjónustunnar en ekki síður framkvæmd hennar á þeim tíma þegar verið er að vinna að stefnumótuninni. Framtíðarskipan heilbrigðismála virðist eiga í stórum atriðum að ráðast af þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem lögð hefur verið fram á Alþingi (þskj. 835). Efni skjalsins er haldið verulegum ágöllum eins og t.d. er tíundað í umsögn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja (Dbnr. 5431). Ljóst er að það verður verulegt verkefni fyrir Alþingi að koma þeirri tillögu í ásættanlegt horf. Orð og gjörðir heilbrigðisráðherra gefa sterklega til kynna að í stað þess að skilgreina einkarekstur innan íslenska heilbrigðiskerfisins við mótun stefnu í heilbrigðismálum, eins og tíðkast í nágrannaríkjum okkar, hyggist hún skilgreina einkareksturinn utan heilbrigðiskerfisins. Að mati SVÞ er þar með verulega hætt við að heilbrigðiskerfið verði tvöfalt sem er þó þvert á yfirlýst markmið ráðherra. Á sama tíma og mótun stefnunnar á sér stað fjölgar þeim tilvikum þar sem aðildarfyrirtæki SVÞ þurfa að takast á við verulegar áskoranir í samskiptum við stjómsýslustofnanir heilbrigðismála. Samtökin þekkja jafnvel dæmi þess að lögbundnar staðfestingar séu einfaldlega ekki veittar þar sem breyttar áherslur séu í mótun. SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is / | ^ I Samlök ^ o V P “ 9 Að mati SVÞ er afar mikilvægt að fjárlaganefnd taki afstöðu til áherslna í heilbrigðismálum sem koma fram í tillögunni. Það er óumdeilt að brýn þörf er að endurskoða stefnumótun í málaflokknum en svo virðist sem það þurfi að gæta þess sérstaklega að framkvæmdin verði ekki þannig að hagsmunir sjúklinga og heilbrigðisfyrirtækja verði fyrir borð bornir. Nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar. SVÞ fagna áherslum á nýsköpun, samkeppni og þekkingargreinar í greinargerð tillögunnar. Í því samhengi má benda á að aukin sjálfvirkni hefur þegar haldið innreið sína hjá íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Má sem dæmi benda á sjálfsafgreiðslukassa verslana og upplýsingagjöf til neytenda. Sérstök áhersla er til að fagna mælikvarða 3 á bls. 219 í greinargerð tillögunnar þar sem ætlunin er að mæla árlegan framleiðnivöxt byggðan á þekkingargreinum og nýsköpun. Ástæða er til að minna á það gagn sem faggilding getur gert fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Að mati samtakana mun aukin nýsköpun óhjákvæmilega kalla á eflingu faggildingar sem samstarfsverkefnis stjórnvalda og atvinnulífs. Netverslun. Í greinargerð tillögunnar er m.a. horft til þess að verslunarhættir hafi og muni breytast enn frekar vegna aukinnar netverslunar. Slíkum breytingum fylgja bæði áskoranir og tækifæri fyrir íslensk verslunarfyrirtæki. Breytingar voru gerðar á lögum um virðisaukaskatt í þeim tilgangi að einfalda skattskil erlendra netverslunarfyrirtækja. SVÞ hvetja til þess að vel verði fylgst með þróun á þessum vettvangi m.a. með rétta samkeppnisstöðu innlendra verslunarfyrirtækja að leiðarljósi. Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar. Að mati SVÞ er markmiðasetning málaflokksins markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála og nýsköpunar til fyrirmyndar. Það er afar mikilvægt að alþjóðleg og innlend samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja fái mikið vægi. Sérstaklega verður að taka undir mikilvægi þess að innlend fyrirtæki starfi á grundvelli sama regluverks og aðildarríki EES-samningsins. Afar brýnt er að auka fræðslu og þekkingu á samkeppnismálum eins og lagt er upp með í greinargerð tillögunnar enda geta þau reynst fyrirtækjum og neytendum erfið viðfangs og stundum illskiljanleg. Sérstök ástæða er til að fagna áherslu á styttingu málsmeðferðartíma hjá úrskurðaraðilum enda mun hún draga úr óvissu í starfsemi fyrirtækja. Mikilvægt er að áherslur og þekking á málefnunum verði í takt við þróun verslunar- og þjónustuhátta. SVÞ hafa töluverðar væntingar til yfirstandandi samkeppnismats OECD á ferðaþjónustu og mannvirkjagerð og vonast til þess að reynslan verði stjórnvöldum hvatning til að ráðast í samkeppnismat á fleiri þáttum atvinnulífsins. SVÞ vilja nota tækifærið og fagna sérstaklega aðgerð 2 á bls. 306 í greinargerð tillögunnar sem snýr að alþjóðlegri viðurkenningu faggildingar og greiningu á kostum þess að nýta faggiltar skoðunarstofur við opinnbert eftirlit. Rétt er að benda á að innan samtakanna starfar faghópur faggiltra fyrirtækja auk þess sem SVÞ eiga fulltrúa í faggildingarráði. Samtökin mun leggja sig fram við að stuðla að auknum framgangi faggildingar á Íslandi fyrirtækjum, neytendunum og hinu opinbera til hagsbóta. Það vekur nokkra athygli að ekki er gert ráð fyrir sérstökum framlögum til verkefnisins heldur verði fjármunum SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is I Sam lök ^ o V P “ 9 forgangsraðað innan útgjaldaramma. Að mati SVÞ er verkefnið það brýnt að forsendur eru til endurskoðunar á þeim áformum. Opinber fyrirtæki. Að lokum vekj a SVÞ athygli á því að tillagan gerir beinlínis ráð fyrir bættri afkomu opinberra fyrirtækj a. Mikil áhersla var lögð á afkomu þeirra á árunum eftir hrun. Það er hins vegar orðið löngu tímabært að ráðist verði í greiningu á þeim rökum sem mæla með því að ríkið standi að baki þeim atvinnurekstri sem opinberu fyrirtækin annast. SVÞ fagna þeirri áherslubreytingu sem er að verða með frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu. Það eru hins vegar tvímælalaust forsendur til þess að ráðast í endurskoðun áherslna á fleiri sviðum. Á vettvangi SVÞ verður sú spurning áleitnari með degi hveijum hvað það er sem réttlætir þátttöku hins opinbera í verslunar- og þjónusturekstri í beinni og óbeinni samkeppni við einkafyrirtæki. Töluverð álitamál kunna að skapast þegar hið opinbera kemur að slíkum rekstri enda eru opinber fyrirtæki og stofnanir oft í yfirburðastöðu gagnvart samkeppnisaðilum. Slík staða hefur sjaldnast eðlilega framþróun í för með sér. Á þeim nótum má t.d. benda á málsmeðferð ESA vegna innkaupa Fríhafnarinnar ehf., dótturfélags Isavia ohf., á vörum fyrir verslanir í flugstöð Leifs Eiríksson á Keflavíkurflugvelli. Nýverið sættu stjórnvöld sig við að setja þyrfti reglur um innkaup sem koma eiga í veg fyrir mismunun en innkaup Fríhafnarinnar ehf. hafa sætt töluverðri gagnrýni. SVÞ telja verulega tímabært að taka til alvarlegrar skoðunar hvort ekki megi ná þeim markmiðum sem stefnt er að í tengslum við rekstrarafkomu og uppbyggingu Leifsstöðvar með öðrum hætti en nú er gert, þ.e. með því að heimila einkaaðilum í auknum mæli að taka að sér verslunarrekstur innan stöðvarinnar. Forsendur fyrir slíku eru fyrir hendi og eftirspurn eftir verslunarplássi hefur verið mikil. Þá má jafnframt benda á einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Ríkar lagalegar kröfur eru gerðar til slíks rekstrar sem jafnt geta náð til einkarekstrar sem opinbers rekstrar. Vínbúðum stofnunarinnar hefur fjölgað töluvert undanfarin ár auk þess sem hún hefur í auknum mæli tileinkað sér vinnubrögð verslunartækni. Markmiðum áfengisstefnu má ná með forvörnum og reglusetningu en ekkert virðist því til fyrirstöðu að einkafyrirtæki annist rekstur verslana. Að mati SVÞ er vöxtur opinberra fyrirtækja merki um að sú stefna sem unnið eftir sé verulega úr takti við nútímann og því röng. Í ljósi framangreinds leyfa SVÞ sér að leggja til við fjárlaganefnd að hún taki þá afstöðu að eðlilegt sé að ráðist verði í heildarmat á því hvort ekki sé tilefni til þess að ríkið ljúki afskiptum af rekstri sem einkafyrirtæki gætu annast. Virðingarfyllst, f.h. SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ • Borgartúni 35 • 105 Reykjavík • Sími 511 3000 • svth@svth.is • www.svth.is mailto:svth@svth.is http://www.svth.is