Póst­þjónusta

Umsögn í þingmáli 739 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 36 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag atvinnurekenda Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 09.04.2019 Gerð: Umsögn
KMBT_C224e-20190409141250 FÉLAG S S A T V IN N U R E K E N D A Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Reykjavík, 9. apríl 2019 Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 19/2002, með síðari breytingum (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar) (739. mál) Félag atvinnurekenda vísar til beiðni umhverfis- og samgöngunefndar frá 5. apríl sl. um umsögn félagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 19/2002, með síðari breytingum (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar), á þingskjali 1167. Líkt og rakið er í greinargerð frumvarpsins er megintillaga þess, að tilgreint skuli í lögum að taka skuli mið af raunkostnaði við gjaldtöku alþjónustuveitanda (íslandspósts) vegna erlendra pakkasendinga, sú sama og er að finna í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu sem lagt var fram á yfirstandandi þingi (270. mál). Félag atvinnurekenda leggst ekki gegn samþykkt frumvarpsins, enda telur félagið mikilvægt að gjaldskrá fyrir póstsendingar taki mið af raunkostnaði. Félagið vill hins vegar rifja upp eftirfarandi úr umsögn sinni um 270. mál, dags. 29. nóvember 2018: „Rekstrarvandi íslandspósts er ekki eingöngu til kominn vegna fækkunar bréfa og pakkasendinga frá Kína, eins og látið er í skína í greinargerð frumvarpsins. Afkoma af bréfasendingum í einkarétti hefur verið ágæt undanfarin ár og árin 2016 og 2017 raunar umfram ákvæði póstlaga um raunkostnað að viðbættum hæfilegum hagnaði. Þannig er mat Póst- og fjarskiptastofnunar að árið 2016 hafi umframhagnaðurinn verið 16%. Hvað Kínasendingarnar varðar, er tap vegna þeirra einungis hluti af tapinu á samkeppnisrekstri íslandspósts innan alþjónustu. Að mati Félags atvinnurekenda hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að fyrirtækið innheimti hærra umsýslugjald af móttakendum sendinga, með svipuðum hætti og póstfyrirtæki í t.d. Svíþjóð og Noregi, til að standa undir kostnaði við dreifingu pakka frá Kína og öðrum þróunarríkjum. Á íslandi nemur þetta umsýslugjald nú yfirleitt 595 krónum. í Svíþjóð er það 1.050 krónur og 2.370 krónur í Noregi, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 28. nóvember 2018. í sama fréttatíma sagði forstjóri íslandspósts að fyrirtækið hefði ekki viljað fara þá leið að hækka umsýslugjaldið. Vandséð er hvernig það samræmist ákvæðum núgildandi laga um að gjaldskrár innan alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði. í 17. grein frumvarpsins er hnykkt á því að gjaldskrár vegna pakkasendinga frá útlöndum skuli taka mið af raunkostnaði, en eins og áður segir er ekki hægt að sjá að núgildandi löggjöf hafi með neinum hætti útilokað slíkt. Sú spurning vaknar því óneitanlega hvort stjórnendur íslandspósts beri ekki sjálfir ábyrgð á því tapi, sem verið hefur á Kínasendingunum og Hús verslunarinnar lOBReykjavík | Sími 5888910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is | www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 I Banki 015-26-6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is skattgreiðendur eru nú beðnir að fjármagna [með aðstoð ríkissjóðs við íslandspóst]. Þannig er í rauninni verið að dreifa kostnaði fyrirtækisins af Kínasendingum til allra skattgreiðenda, í stað þess að þeir sem nota þjónustuna beri hann eins og eðlilegt verður að teljast." Félag atvinnurekenda vill auk þess koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri við nefndina. 1. Ef það var minnsti vafi um að íslandspósti væri óheimilt að innheimta gjald þannig að gjaldskrá fyrirtækisins uppfyllti skilyrði 4. mgr. 16. gr. núverandi póstlaga, hefði verið ástæða til að breyta lögum mun fyrr þannig að skattgreiðendur bæru ekki kostnað af taprekstri pakkasendinga íslandspósts. Ráðuneyti póstmála hefur sýnt af sér einkennilegt tómlæti með því að draga svo lengi að taka á málinu. 2. Póst- ogfjarskiptastofnun virðist heldur ekki hafa sinnt því hlutverki sínu að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu íslandspósts og grípa inn í þegar í óefni stefndi. Tapið á erlendum póstsendingum er tilkomið vegna þess að íslandspóstur hefur undirverðlagt samkeppnisrekstur innan alþjónustu á virkum samkeppnismörkuðum, en pakkaþjónusta fyrirtækisins er rekin í samkeppni við einkafyrirtæki. Ráðuneytinu hefur ítrekað verið bent á það; af hálfu FA og félagsmanna þess; að eftirlitsstofnunin væri ekki að sinna hlutverki sínu gagnvart fyrirtækinu. Mikilvægt er að eftirlitið með breyttum lögum verði skilvirkt. 3. Ekki er eingöngu um að ræða tap á sendingum frá þróunarlöndum, heldur af öllum erlendum sendingum ÍSP sem getur verið vísbending um að póstyfirvöld annarra landa viðurkenni einfaldlega ekki kostnaðargrunn íslandspósts, enda hefur verið ráðizt í dýrar fjárfestingar í dreifikerfi fyrirtækisins, fyrst og fremst í þágu samkeppnisrekstrar þess en ekki einkaréttar- og alþjónustu. 4. Tap alþjónustunnar kemur kemur fyrst til árið 2013 og virðist fyrst og fremst mega rekja til þess að skipt var um kostnaðarlíkan. Eftir þann tíma var alþjónustan látin bera í grunninn allan kostnað dreifikerfis íslandspósts, m.a. kostnað vegna mikilla fjárfestinga í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Frá árinu 2013 hefur samkeppnisrekstur utan alþjónustu aðeins borið kostnað í samræmi við notkun á dreifikerfinu, þ.e. tilfallandi breytilegan kostnað, þrátt fyrir ráðizt hafi verið í miklar fjárfestingar í sérhönnuðum flutningamiðstöðvum, flutningabílum, tækjum og tólum vegna sóknar inn á flutningamarkað. Einnig hefur ÍSP byggt upp verslunarhúsnæði víðs vegar um landið til að mæta þörfum ríkisfyrirtækisins vegna sóknar inn á þann markað í harðri samkeppni við einkafyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir það hefur samkeppnisrekstur ÍSP utan alþjónustu lítinn sem engan kostnað borið frá árinu 2013 þ.e. frá þeim tíma sem tap af alþjónustu skall á af fullum krafti. 5. FA hefur fengið staðfest frá Póst- og fjarskiptastofnun að hluti tekna og gjalda vegna sendibílaþjónustu íslandspósts, svokallaðrar fyrirtækjaþjónustu, er færður bæði innan einkaréttar og alþjónustu, þótt sú starfsemi falli utan póstþjónustu. Þetta bendir til þess, eins og FA hefur ítrekað bent á, að kostnaðargrunnur bæði einkaréttar og alþjónustu hjá íslandspósti sé rangur. FELAG S S A T V IN N U R E K E N D A Hús verstunarinnar | l03Reykjav(k | Sím'15888910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 | Banki 015-26-6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is 6. Póstlögin kveða skýrt á um að gjaldskrá alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. FA telur mikilvægt að tryggt verði að íslandspóstur geti ekki misnotað stöðu sína og innheimt sérstakt gjald af viðtakendum póstsendinga á grundvelli þess að kostnaður hafi verið ranglega færður á alþjónustuna þ.m.t. á erlendar sendingar (t.d. sendibílaþjónustu). Ef kostnaður samkeppnisrekstrar hefur verið ranglega færður innan alþjónustu, líkt og sterkar vísbendingar eru um, telur FA Ijóst að strax geti myndast endurgreiðslukrafa á hendur ÍSP vegna oftekinna gjalda af erlendum sendingum. Félag atvinnurekenda leggur áherzlu á, eins og í fyrri umsögnum sínum um frumvörp til breytinga á póstlögum, að enn er ósvarað spurningum um hvort íslandspóstur hafi með ólögmætum hætti brotið gegn ákvæðum laga um bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisrekstrar með því að tekjur af einkaréttarrekstri hafi verið látnar niðurgreiða samkeppnisrekstur. Rétt er að rifja eftirfarandi upp úr fyrri umsögnum:„íslandspóstur hefur á undanförnum árum varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í skyldum og óskyldum rekstri, í samkeppni við einkaaðila. Liggja þarf fyrir hver var uppruni þess fjármagns sem fór í þær fjárfestingar og hvort aðskilnaður einkaréttarhlutans og samkeppnisrekstrar hafi verið í samræmi við lög og reglur. Að mati FA er nauðsynlegt að botn sé fenginn í þau mál áður en einkarétturinn er afnuminn og íslandspóstur í framhaldinu seldur. Annars er augljóslega vitlaust gefið við einkavæðinguna og hætta á að nýjum eigendum verði afhent fyrinæki með mikla og ósanngjarna meðgjöf í samkeppni við keppinauta sína." Nú hefur fjárlaganefnd þingsins farið fram á að þingið geri stjórnsýsluúttekt á íslandspósti. Að mati FA þarf slík úttekt meðal annars að fela í sér eftirfarandi: • Mat á áhrifum á samkeppni á þeim fjölmörgu mörkuðum sem íslandspóstur hefur haslað sér völl á en fyrirtækið starfar meðal annars í prentsmiðjurekstri, sendlaþjónustu, sendibílaþjónustu, flutningsmiðlun, hugbúnaðargerð, gagnageymslu, fjölpóstdreifingu, sölu sælgætis, minjagripa, leikfanga, bóka og ritfanga, allt í samkeppni við einkaaðila. • Leiða fram hver er uppruni fjármagns, sem íslandspóstur hefur fjárfest í samkeppnisþjónustu íslandspósts, bæði innan og utan alþjónustu. Það skal ítrekað hér að það er með miklum ólíkindum að stjórnendur fyrirtækisins hafi árum saman getað komið sér hjá því að svara þessari spurningu með óyggjandi hætti. • Greina hvað hafi orðið um allar þær fjárfestingar sem samkeppnisreksturinn hafði stofnað til þegar breytt var um kostnaðarlíkan í upphafi árs 2013. Einungis með því að leiða fram þessar upplýsingar er hægt að koma í veg fyrir að stjórnendur íslandspósts misnoti ákvæði jafnt gildandi laga og breyttra póstlaga til að láta notendur alþjónustu niðurgreiða kostnað af ævintýramennsku í samkeppnisrekstri utan alþjónustu. Félag atvinnurekenda áskilur sér rétt til að koma á framfæri frekari athugasemdum á síðari stigum málsins. Þá erfélagið reiðubúið að funda með þingnefndinni. FELAG SS A T V IN N U R E K E N D A Hús verslunarinnar \ lOBReykjavík | Sími 5888910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 I Banki 015-26-6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is FÉLAG ATVINNUREKENDA Vi pð m ga rfy 11 s t, Óláfur St^phensen framkvæmdastjóri FA Hús verslunarinnar | lOBReykjavík | Sími588 8910 atvinnurekendur@atvinnurekendur.is www.atvinnurekendur.is Kt. 530169-5459 I Banki 015-26-6440 mailto:atvinnurekendur@atvinnurekendur.is http://www.atvinnurekendur.is