Póst­þjónusta

Umsögn í þingmáli 739 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 36 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Neytenda­samtökin Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 09.04.2019 Gerð: Umsögn
Neytendasamtökin Um hverfís- og samgöngunefnd Alþingis. Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík 8. ap ríl 2019 Efni: Umsögn Neytendasamtakanna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar), 739. mál. Vísað er til erindis umhverfís- og sam göngunefndar Alþingis, dags. 3. apríl 2019. í frumvarpinu eru lagt til að rekstrarleyfíshafa verði gert heimilt að gera sérstaka gjaldskrá fyrir erlendar póstsendingar og að gjöldin sem þar verða tilgreind skuli greiðast a f viðtakendum sendinganna. í frum varpinu er auk þess lagt til að rekstarleyfíshafi geti ekki lengur óskað eftir því að honum verði tryggt endurgjald fyrir erlendar póstsendingar. í greinargerð með frumvarpinu er því m.a. lýst að endastöðvargjald sem rekstarleyfíshafa er heim ilt að innheim ta sam kvæm t endastöðvarsamningi, nægi ekki til að mæta raunkostnaði vegna erlendra póstsendinga. Þjónustan virðist því skila sér í tapi og í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að íslandspóstur ohf. telji að hluta a f ljárhagsvanda fyrirtækisins megi rekja til alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins. M arkmiði frum varpsins er lýst með þeim hætti í greinargerðinni að því sé ætlað að vernda stöðu ríkissjóðs, þ.e. að í stað þess að skattfé sé notað til að niðurgreiða umrædda þjónustu falli gjaldið á viðtaka sendingar. Neytendasam tökin telja að stíga verði varlega til jarðar þegar gera eigi breytingar sem kunna að koma harkalega niður á neytendum. I núverandi lögum um póstþjónustu nr. 19/2002 er kveðið á um að gjaldskrár skulu taka mið a f raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfílegum hagnaði. í lögunum kem ur jafnfram t fram að gjaldskrá rekstrarleyfíshafa sé háð samþykki og eftirliti Póst- og íjarskiptastofnunar. I lögunum er aftur á móti ekki kveðið á um neinn hámarkshagnað á seldri þjónustu. N eytendasam tökin telja þar með að lítið sé því til fyrirstöðu að með sérstakri gjaldskrá vegna erlendra sendinga verði lagt meira á neytendur en sem nem ur kostnaði við að veita þjónustuna. Samtökin leggja áherslu á að tryggja verði gagnsæi og öflugt eftirlit með slíkum gjaldskrám. N eytendasam tökin telja að aðrar leiðir séu færar til að stemma stigu við það rekstrartap sem umrædd þjónusta virðist leiða a f sér svo sem að beita sér fyrir því að UPU endurskoði skilgreiningu aðildarríkja. Það liggur fyrir að hlutfall erlendra póstsendinga frá Kína hefur farið ört vaxandi frá því að gerður var fríverslunarsam ningur við ríkið, UPU skilgreinir Kína sem þróunarríki og hefur það í lor með sér að skipting póstburðargjalda er rekstaraðila hér á landi óhagstætt. l Neytendasamtökin Neytendasam tökin telja einnig athyglisvert að engin gögn virðast liggja fyrir, um hvernig um fang taps rekstrarleyfishafans vegna fram angreindrar þjónustu er reiknað út. E f að slík gögn lægju fyrir væ ri hægt að leggja betra mat á hvort að hagræðing í rekstri leyfishafans væri nærtækari en að opna á heim ild til að gera gjaldskrá og láta neytendur brúa bilið. í greinargerð með frumvarpinu er kveðið á um að verði ífum varpið að lögum muni það einkum leiða til aukins kostnaðar þeirra sem að eiga í viðskiptum við erlendar netverslanir. Þar kemur einnig fram að frum varpið kunni að hafa jákvæ ð áhrif á samkeppnisstöðu innlendra verslana gagnvart erlendum netverslunum . Þessu mótmæla samtökin. Neytendasamtökin telja að framangreindar breytingar gætu skilað sér í hærra vöruverði til neytenda enda hljóta verslanir að vera m eðvitaðar um það ve rð sem að neytendum býðst í gegnum erlendar netverslanir er selja sambærilegar vörur. E f að kostnaður neytenda við að kaupa vörur í gegnum erlendar netverslanir eykst getur það dregið úr samkeppni o g gefið innlendum verslunum aukið færi til hækkana. Neytendasam tökin gagnrýna jafnfram t þá flýtimeðferð sem að einkennir frumvarp þetta og ítrekar að stíga verði varlega til jarðar þegar mál varðar hagsmuni neytenda með framangreindum hæ tti. Engir útreikningar virðast liggja til grundvallar þeim breytingum sem boðaðar eru í frumvarpi þessu og um sagnaraðilum gefin skammur tími til að kynna sér innihald til hlítar. N eytendasam tökin leggja til að umfang kostnaðar verði reiknað út áður en að frumvarpið fær afgreiðslu, að öðrum kosti munu þær breytingar sem eru boðaðar með frumvarpi þessu fela í sér mikla óvissu fyrir neytendur. Virðingarfyllst, f.h. Neytendasam takanna ■ ^ Breki Karlsson, formaður 2